Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 70
62
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
að prenta hann. Þá var það Hólaprent, sem kom til bjargar. Nú er
öldin önnur. Prentsmiðjur sækjast nú eftir prentun rita, sem þær for-
smáðu áður, og undirbjóða hver aðra bak við tjöldin. Hefur þetta
með fleiru orðið til þess, að Náttúrufræðingurinn var fluttur úr Hóla-
prenti. En ekki skal því gleymt, sem sú prentsmiðja hefur gert fyrir
tímaritið.
*
Stjórn Náttúrufræðifélagsins hefur nú samþykkt, að ritlaun fyrir
greinar í Náttúrufræðinginn skuli hækkuð úr 20 kr. upp í 25 kr. á
blaðsíðu, þ. e. úr 320 kr. í 400 kr. fyrir örkina. Jafnframt var ákveð-
ið, að framvegis yrðu engin sérprent gerð af greinum í timaritinu,
nema höfundar æsktu þess, og yrði það þá á kostnað þeirra sjálfra.
Bið ég því þá, sem sérprenta óska, að tilkynna mér það um leið
og þeir senda greinar sínar, og tilkynna jafnframt eintakatölu sér-
prentanna.
#
1 þessu hefti Náttúrufræðingsins birtist þriggja óra skýrsla um
fuglamerkingar þær, er framkvæmdar eru á vegum Náttúrugripa-
safnsins og skýrsla um endurheimtur merktra fugla. Fuglamerkingar
safnsins eru í beinu áframhaldi þeirra, er áður voru framkvæmdar
á vegum Náttúrufræðifélagsins, og voru skýrslur um þær birtar i
félagsskýrslunum eða sem fylgirit með þeim. Þótti því rétt að birta
nú skýrslu um merkingamar í tímariti félagsins, en mér þætti vænt
um að fá að heyra álit lesenda á því, hvort þeir vilja slíkar skýrslur
í ritið framvegis eða ekki. Skýrslumar eru nú birtar i formi, sem
samþykkt hefur verið á alþjóðaþingi fuglafræðinga, og verður því
formi haldið framvegis, hvort sem skýrslurnar verða birtar í Nátt-
úrufræðingnum eða ekki.
*
Það er nú mjög í móð í voru landi að sækja alls konar alþjóðamót
og taka þátt í hvers kyns alþjóðasamstarfi. Það gegnir því nokkurri
furðu, að við skulum næstum einir vestrænna þjóða afneita þátttöku
í Unesco, menningarsamtökum Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi er
þó þörf margháttaðra rannsókna af því tagi, sem Unesco styður, svo
sem ýmissa náttúrufræðilegra rannsókna, er hafa alþjóðlegt gildi,
t. d. loftslagsrannsókna, eldfjallarannsókna o. s. frv. Einnig hefur Un-
esco gert mikið að því að styrkja vísindamenn til þátttöku í alþjóða-
mótum, en það háir íslenzkum vísindamönnum meir en flestum starfs-
bræðrum þeirra erlendum, hversu einangraðir þeir eru og hversu