Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 33
MYNDIR ÚR JARBFRÆÐI ÍSLANDS 25 hlíðinni, norðan frá Hvannahvilft og suður til Skandadalsskarðs, eða hér um bil 1500 m. Smásjárrannsókn á berginu, sem blaðförin geymast í, leiddi í ljós nrjög glerjaða basaltösku (sideromelan-ösku). í miðju blágrýtislagi, í grunninum, sem millilagið með plöntu- steingervingunum liggur ofan á, og allmiklu neðar í jarðlagaskip- uninni, hef ég séð gildan trjábol, brunninn til ösku, án þess að mót- ið eftir hann hafi sigið saman eða raskast nokkuð. Allt bendir til að blágrýtislag þetta, og trjábolurinn, sé eldri en millilagið, sem blaðförin geymir. í Verdölum, utanvert við Selárdal, koma viðar- brandslög í ljós, niður við sjó, með stórstraumsfjöru. Afstaða þess- ara brandlaga til plöntulagsins í Þórishlíðarfjalli þarf nánari at- hugun. Gæti hér verið um misgömul plöntulög að ræða í blágrýt- ismynduninni. Sumt bendir til þess. Má á það drepa í því sam- bandi, að í Seljamýrarfjalli við Djúpadal í Arnarfirði eru surtar- brandslögin tvö í sama fjallinu og nemur samanlögð þykkt jarð- laganna á milli þeirra 50 metrum. BEYKI (.FAGUS) F. cf. ferruginea Ait. Blað það, sem sýnt er á 2. mynd má telja allalgengt í plöntulögunum í Þórishlíðarfjalli. Blaðförin eru yfir- leitt vel mörkuð og auðvelt að ná þeim skýrum. Er mikill munur á hve blaðförin héðan eru auðveldari í meðferð en plöntuleifarn- ar úr surtarbrandslögunum hjá Brjánslæk eru. Stærð þessara blaða er nokkuð jöfn og lætur nærri að meðalstærð þeirra sé sýnd á 2. mynd. Að lögun er blaðið sem næst sporbaugótt (sum nálgast að geta talizt egglaga), 14 cm. langt og mesta breidd þess er 6,8 cm. Eftir því sem bezt verður séð er stilkurinn stuttur, miðrifið er öfl- ugt. Blaðhelftirnar eru ofurlítið misbreiðar. Um 18 hliðarstrengir í hvorri blaðhelft. Þeir neðstu svo að segja gagnstæðir á miðrifinu, hinir efri misstæðir. Þeir hliðarstrengir, sem sitja neðan til á mið- rifinu eru ofurlítið sveigðir neðst og er hornið milli þeirra og mið- rifsins 18°—20°. Efri hliðarstrengirnir eru beinir alla leið tit í blað- rönd og mynda þeir um 40° horn við miðrifið. Æðanetið er mjiig fíngert og óljóst í farinu. Blaðið er odddregið og grunnurinn þykk- fleygaður, rendurnar sagtenntar. Lýsingin á við beyki. Mun varla nokkur vafi leika á að um þá ættkvísl sé að ræða. Nú á dögum eru taldar fjórar beykitegundir. Ein í Ameríku, önnur í Evrópu og tvær í Asíu. LaMotta (5) telur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.