Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 51
RITFREGNIR
43
sem komið liala upp við gröft gegnum deigulmó hér og þar á Háskólalóðinni,
en þær skeljar eru sömu tegunda og í Fossvogi. Fossvogslögin virðast þó
nokkru harðari.
Schwarzbach birtir ljósmynd, sem hann liefur tekið af óvenju fallegum
livarffeirsfögum uppi við Kerlingarfjöll. Munu þar vera samanlagt yfir 600
hvörf. Sú athugun lians að litaskipti hvarfanna séu öfug við það, sem gerist
í Skandinavíu, er ekki ný. Guðmundur Kjartansson hefur fyrir löngu vakið
athygli á þessu í ritgerð sinni um Skáldabúðalón.
í heild er þetta yfirlit Schwarzbachs greinargott og ágæt lesning fyrir þá,
sem vilja með lílilli fyrirhöfn kynnast því, sem vitað er um loftslagsbreytingar
hér á landi.
Sigurður Þórarinsson.
MARTIN SCHWARZBACH: Beilráge zur Klimageschichte Islands IV. Das Vul-
kangebiet von Hredavatn. N. Jahrb. Geol u. Paláontol. Abh. 104: 1—29.
17 myndir í texta og 2 myndasíður. Stuttgart 1956.
Þótt ritgerð þessi sé birt I flokki þeirra, sem fjalla eiga um loftslagssögu
íslands, er liún aðeins að litlu leyti um það eíni. Meiri hluti hennar fjallar um
landið kringum Hreðavatn, einkum um gígana Grábrók og Grábrókarfell (sem
ég vil kalla Rauðbrók, en litla gíginn austan í Grábrók vil ég kalla Smábrók),
og hraun frá þeim. Höf. dvaldi nokkrar vikur á Hreðavatni sumarið 1955 og
liugðist einkum rannnsaka tertíeru jurtaleyfarnar, sem þar er að finna. Dr.
H. D. Pflug lxefur frjógreint sýnishorn úr jurtalögunum og telja þeir Schwarz-
bach flóruna svipaðs aldurs og hjá Tröllatungu í Steingrímsfirði, frá því
snemma á Tertíertímabilinu. En Schwarzbacli varði miklum hluta tíma síns
á Hreðavatni til að athuga landið þar í kring, einkum eldstöðvar, sem fyrr
getur, og lýsir hann þessu öllu skilmerkilega og birtir kort af, sem byggt er á
flugmyndum, svo og góðar teikningar og ljósmyndir.
Gerð hefur verið C14 aldursákvörðun á jarðvegslagi, sem virðist ganga inn
undir Rauðbrókarhraun, og reyndist aldurinn 3700± 120 ár. Líklegt er að
aldur liraunsins sé talsvert minni. Höf. telur líklegt, að bergskriðan stóra úr
Hraunsnefsöxl sé yngri en Grábrókarhraun.
Sigurður Þórarinsson.
F. A. HENSON: The Geology of Iceland. University of Nottingham. Survey.
Vol. 5, No. 3. July 1955, bls. 34-46.
Dr. F. A. Hensen, sem er bergfræðingur, tók þátt í leiðangri, sem stúdentar
frá Nottingham háskóla gerðu út til Öræfa sumarið 1953 undir stjórn Jack
Ives. Ofannefnd grein er yfirlitsgrein um jarðfræði íslands, mjög jtokkalega
skrifuð og lítið um villur. Höf víkur sérstaklega að svæðinu kringum Morsár-
dal og telur móbergið á þeim slóðum örugglega kvartert. Einn granftmola
fann hann þar á sandinum, en granítmoli hefur einu sinni áður fundizt þar
og hann verið rannsakaður af próf. Arne Noe-Nygaard í Kaupmannahöfn.
Henson mun væntanlega birta síðar sérstaka ritgerð um berggrunn Morsár-