Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 52
44 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN dalssvæðisins. í ritgerð hans eru nokkrar myndir, þ. á m. smásjármyndir af þunnsneiðum basalts og líparíts og snoturt langsnið af íslandi í heild. SigurÖur Þórarinsson TYGE W. BÖCHER, KJELD HOLMEN og KNUD JAKOBSEN: Grönlands Flora, 313 bls. med illustrationer of Ingeborg Frederiksen. P. Haase &: Söns forlag. Köbenhavn 1957.. Útkoma þessarar bókar eru mikil tíðindi, þar sem engin liandbók yfir há- plöntugróður Graenlands hefur fram að þessu verið til. Danir hafa lagt mikla áherzlu á gróðurrannsóknir í þessu víðkunna landi, og er téð flóra lokaárang- urinn af því starfi. í bókinni eru lýsingar af meira en liálft sjötta liundrað teg- undum, en af þeim eru milli 60 og 70 tegundir, sem numið hafa þar land á síðast liðnum aldarhelmingi, að því er grasafræðingar álíta. Tegundalýsingar eru hóflega langar og greinagóðar, og skýrir greiningalyklar fylgja. Hálf- eða heilsíðumyndir eru á víð og dreif um bókina, alls 54, og eru fleiri eða færri teg- undir á hverri myndasíðu. Auk þess eru tvær litmyndasíður, og meðal þeirra jurta, sem þar er að líta, eru burn og eyrarós. Myndirnar eru teiknaðar eftir þurrkuðum eintökum, og er á þeim prýðilegt handbragð. Allar jurtalýsingar eru á dönsku, en formáli (auk þess danska) bæði á ensku og grænlenzku. Auk dönsku lieitanna, sem sett eru á hverja tegund, eru allmörg jurtanöfn á grænlenzku. Þá er á undan lýsingunum sérstakur kafli, sem veitir gott yfirlit yfir byggingu háplantna, lífmyndir þeirra og gróðurfélög. Grænland og ísland eiga margt sameiginlegt í gróðurfarslegu tilliti, og er okk- ur íslendingum því mikill fengur í þessari nýútkomnu flóru. Nokkrar vestrænar tegundir hafa á sínum tíma ekki koniizt lengra austur á bóginn en til íslands, svo sem eyrarrósin og friggjargrasið. Bókin er prentuð á fyrsta flokks pappír, og er prófarkalestur og annar frá- gangur með ágætum góður. Ingimar Óskarsson. Sturla Friðriksson: Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1956 Félagatal Árið 1956 létust þrir ævifélagar, Pálmi Hannesson, rektor, Pétur Péturs- son, f. kaupmaður, og Jón Hjálmsson, og fimm ársfélagar. Tólf félagsmenn voru strikaðir út af félagsskrá, en í félagið gengu 72 menn. Tala félagsmanna i árslok var þessi: Heiðursfélagar 5, kjörfélagar 2, ævifélagar 103 og ársfélagar 452 alls 562. Stjórnendur og a'örir starfsmenn félagsins Stjórn félagsins: Sturla Friðriksson, mag. scient. (formaður). Unnsteinn Stefánsson, cand. polyt. (varaformaður).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.