Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 44
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN bakka við Jórvík mér fundarstað asparinnar og gaf ýmsar upplýs- ingar, en hún hefur fylgzt með öspinni, frá því hún fannst. Öspin vex í hlíð, sem snýr móti vestri og skagar inn í dalinn. Hlíðin er víðast grýtt, vaxin iágu birkikjarri og lyngi. Spöl austur frá Lind- arbakka vex öspin í brekku við læk, þar sem heitir Hólalág. Þarna er öspin jarðlæg að mestu og vex innan um lágt birkikjarr, gulvíði, loðvíði, lyng, blágresi, hrútaberjalyng og reyrgresi. Skafl leggur í brekkuna á vetrum. Ég sá allmargar aspir þar, og var sú hæsta 50 cm. Miklu meira vex af öspinni neðar og utar í hlíðinni, ofan við veginn, rétt hjá landamerkjum Ásunnarstaða. Sjást asparrunnar í lyngbrekkum og giljum, t. d. í Gunnarsgili. Eru hæstu runnarnir rúmur metri á hæð. Feysknir asparlurkar sjást hér og hvar. Þarna í Hamarshlíðinni vaxa aspir hundruðum saman, og mun þetta vera stærsta asparsvæði landsins. Margir ársprotar voru 25—30 cm og nokkrir allt að 40 cm. Aspar- laufin voru mjög misstór; hin stærstu 7 cm breið og 8 cm löng; allmörg 6x7 og 61^X7 cm. Mörg hjartalaga, en sum egglaga eða nærri kringlótt, einkum á gömlum greinum. Á meðfylgjandi mynd sést 37 cm langur ársproti úr Hamarshlíð. Laufið neðst til hægri er af eldri sprota. Sauðfé er beitt í hlíðina á vetrum. Var mér sagt, að öspin bitist mun meira en birkið og hyrfi við beitina og sæist lítt eða ekki sumarið eftir. Síðar kæmi einstaka asparteinungar í Ijós aftur, þegar beitinni létti af landinu. Öspin er eflaust gömul í landinu og hefur sennilega hjarað síð- ustu ísöld, eins og björkin. Á landnámsöld hefur ösp að líkindum vaxið víðar en nú, þótt ætíð hafi verið miklu minna um hana en birkið. Espihóll í Eyjafirði er sennilega kenndur við aspir, sem þar hafa vaxið. Öspin er algeng á Norðurlöndum, og hafa landnáms- menn þekkt hana vel. Blæösp getur auðveldlega leynzt lengi inn- an um birkikjarr. Lauf hennar líkist birkilaufi álengdar. En greini- legur munur sést við athugun. Öspin laufgast seinna á vorin. Asp- arlaufin eru jafnaðarlega mun stærri en birkiblöð og sitja á alllöng- um, grönnum stilkum og skjálfa og skrjáfa við minnsta vindblæ (sbr. máltækið „að skjálfa eins og espilauf“). Það var skrjáfið, sem kom upp um öspina í Egilsstaðaskógi. Á flestum eða öllum fundarstöðunum, sem að framan getur, höfðu menn tekið eftir einkennilegum hríslum, mörgum árum áður en fundir asparinnar voru staðfestir af grasafræðingum. íslenzkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.