Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 44
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN bakka við Jórvík mér fundarstað asparinnar og gaf ýmsar upplýs- ingar, en hún hefur fylgzt með öspinni, frá því hún fannst. Öspin vex í hlíð, sem snýr móti vestri og skagar inn í dalinn. Hlíðin er víðast grýtt, vaxin iágu birkikjarri og lyngi. Spöl austur frá Lind- arbakka vex öspin í brekku við læk, þar sem heitir Hólalág. Þarna er öspin jarðlæg að mestu og vex innan um lágt birkikjarr, gulvíði, loðvíði, lyng, blágresi, hrútaberjalyng og reyrgresi. Skafl leggur í brekkuna á vetrum. Ég sá allmargar aspir þar, og var sú hæsta 50 cm. Miklu meira vex af öspinni neðar og utar í hlíðinni, ofan við veginn, rétt hjá landamerkjum Ásunnarstaða. Sjást asparrunnar í lyngbrekkum og giljum, t. d. í Gunnarsgili. Eru hæstu runnarnir rúmur metri á hæð. Feysknir asparlurkar sjást hér og hvar. Þarna í Hamarshlíðinni vaxa aspir hundruðum saman, og mun þetta vera stærsta asparsvæði landsins. Margir ársprotar voru 25—30 cm og nokkrir allt að 40 cm. Aspar- laufin voru mjög misstór; hin stærstu 7 cm breið og 8 cm löng; allmörg 6x7 og 61^X7 cm. Mörg hjartalaga, en sum egglaga eða nærri kringlótt, einkum á gömlum greinum. Á meðfylgjandi mynd sést 37 cm langur ársproti úr Hamarshlíð. Laufið neðst til hægri er af eldri sprota. Sauðfé er beitt í hlíðina á vetrum. Var mér sagt, að öspin bitist mun meira en birkið og hyrfi við beitina og sæist lítt eða ekki sumarið eftir. Síðar kæmi einstaka asparteinungar í Ijós aftur, þegar beitinni létti af landinu. Öspin er eflaust gömul í landinu og hefur sennilega hjarað síð- ustu ísöld, eins og björkin. Á landnámsöld hefur ösp að líkindum vaxið víðar en nú, þótt ætíð hafi verið miklu minna um hana en birkið. Espihóll í Eyjafirði er sennilega kenndur við aspir, sem þar hafa vaxið. Öspin er algeng á Norðurlöndum, og hafa landnáms- menn þekkt hana vel. Blæösp getur auðveldlega leynzt lengi inn- an um birkikjarr. Lauf hennar líkist birkilaufi álengdar. En greini- legur munur sést við athugun. Öspin laufgast seinna á vorin. Asp- arlaufin eru jafnaðarlega mun stærri en birkiblöð og sitja á alllöng- um, grönnum stilkum og skjálfa og skrjáfa við minnsta vindblæ (sbr. máltækið „að skjálfa eins og espilauf“). Það var skrjáfið, sem kom upp um öspina í Egilsstaðaskógi. Á flestum eða öllum fundarstöðunum, sem að framan getur, höfðu menn tekið eftir einkennilegum hríslum, mörgum árum áður en fundir asparinnar voru staðfestir af grasafræðingum. íslenzkir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.