Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 50
42
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sumpart í fylgd með íslenzkum jarðfræðingum, einkum með Jóhannesi Ás-
kelssyni. Hann hefur einkum lagt stund á sögu loftslagsbreytinga og rann-
sakað hér í því skyni surtarbrandslög og hefur hann, ásamt samstarfsmönn-
um sínum í sínu heimalandi sent frá sér nokkrar ritgerðir um loftslagssögu
landsins og mun von á fleirum. Sjálfur hefur liann skrifað greinargott yfirlit
um rannsóknir annarra vísindamanna, einkum íslenzkra, á þessu sviði. Hann
hefur og skrifað um Grábrók í Norðurárdal og umhverfi hennar.
Nú hefur Schwarzbach sent frá sér litla bók, Geologenfahrten in Island,
eða Ferðalög jarðfræðings um ísland. Þetta er mjög snotur bók, hið ytra sem
hið innra, prentuð á ágætan pappír og prýdd mörgum góðum myndum, flest-
um teknum af höf. sjálfum, en hann er góður ljósmyndari og teiknari með
ágætum. Aðaltilgangur bókarinnar virðist vera sá að sýna fram á hvílíkt Dorado
ísland er fyrir jarðfræðinga. Segir höf. í formála, að gæti hann komið því við,
myndi hann láta nemendur sína læra af íslandi helming almennu jarðfræð-
innar. Schwarzbach kemur víða við í bók sinni, en tíðræddast verður honum
um surtarbrandinn og íslenzkar eldstöðvar. Hann segir m. a. frá ferð til Brjáns-
lækjar í fylgd með Jóhannesi Áskelssyni og ferðalagi um Fjallabaksveg, er hann
fór með Guðmundi Jónassyni, ásamt undirrituðum. Bókin er að mínum dómi
betur skrifuð en flest það, sem Þjóðverjar hafa skrifað um ísland, laus við
mælgi og fjálg stóryrði, stíllinn léttur og kryddaður góðlátum liúmor. Ég komst
í gott skap þegar við lestur formálans. Höf. er og samvizkusamur um heim-
ildir, stingur hvergi undir stól rannsóknum íslendinga og tranar sér eigi fram
í frásögninni, svo sem oft vill verða í bókum af þessu tagi.
Villur þær, sem ég hef rekizt á í bókinni, eru smávægilegar og skipta ekki
miklu máli. Hann fer og tiltölulega rétt með örnefni, en út af bregður þó
(Hverfall, Nordary Ófæra).
Það má mikið vera ef þetta litla, snotra rit á ekki eftir að lokka marga þýzku-
mælandi jarðfræðinga til íslands. Sigurður Þórarinsson.
MARTIN SCHWARZBACH: Beitrdge zur Klimageschichte Islands I. Allge-
meiner Úberblick der Klimageschichte Islands. Neues Jb. Geol. Palaontol.,
Mh. 1955: 97—130. 20 myndir. Stuttgart 1955.
Þessi ritgerð er hin fyrsta í röð ritgerða, sem fjalla eiga um rannsóknir á
loftslagssögu íslands. Eru hér samandregnar niðurstöðurnar af því, sem fram
til þessa hefur verið ritað um þetta efni. Vitnar höf. í 92 ritgerðir og eru 40
þeirra eftir íslenzka vísindamenn. Höf. lýsir fyrst stuttlega nútíma loftslagi á
íslandi, rekur síðan loftslagssöguna eins og liún hefur verið lesin úr surtar-
brandslögum, Tjörneslögum og ísaldarlögum svo sem Búlandshöfðalögunum
og lögunum í Bakkakotsbrúnum. Að endingu rekur hann postglacíölu lofts-
lagssöguna, sem enn er langt frá því nægilega rannsökuð, og loftslagsbreytingar
síðustu alda, sem mega nú heita sómasamlega rannsakaðar. Yfirleitt gerir
Schwarzbach grein fyrir niðurstöðum þeirra höfunda, sem liann vitnar í, án
þess að taka afstöðu til þeirra. Hann fellst á þá skoðun Dr. Helga Pjeturss,
að skeljalögin í Fossvogi séu interglacial. Má vel vera að svo sé, en þó lield ég
að þetta þurfi að rannsaka nánar. M. a. þyrfti að rekja útbreiðslu skelja þeirra,