Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 52
44
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
dalssvæðisins. í ritgerð hans eru nokkrar myndir, þ. á m. smásjármyndir af
þunnsneiðum basalts og líparíts og snoturt langsnið af íslandi í heild.
SigurÖur Þórarinsson
TYGE W. BÖCHER, KJELD HOLMEN og KNUD JAKOBSEN: Grönlands
Flora, 313 bls. med illustrationer of Ingeborg Frederiksen. P. Haase &: Söns
forlag. Köbenhavn 1957..
Útkoma þessarar bókar eru mikil tíðindi, þar sem engin liandbók yfir há-
plöntugróður Graenlands hefur fram að þessu verið til. Danir hafa lagt mikla
áherzlu á gróðurrannsóknir í þessu víðkunna landi, og er téð flóra lokaárang-
urinn af því starfi. í bókinni eru lýsingar af meira en liálft sjötta liundrað teg-
undum, en af þeim eru milli 60 og 70 tegundir, sem numið hafa þar land á
síðast liðnum aldarhelmingi, að því er grasafræðingar álíta. Tegundalýsingar
eru hóflega langar og greinagóðar, og skýrir greiningalyklar fylgja. Hálf- eða
heilsíðumyndir eru á víð og dreif um bókina, alls 54, og eru fleiri eða færri teg-
undir á hverri myndasíðu. Auk þess eru tvær litmyndasíður, og meðal þeirra
jurta, sem þar er að líta, eru burn og eyrarós. Myndirnar eru teiknaðar eftir
þurrkuðum eintökum, og er á þeim prýðilegt handbragð.
Allar jurtalýsingar eru á dönsku, en formáli (auk þess danska) bæði á ensku
og grænlenzku. Auk dönsku lieitanna, sem sett eru á hverja tegund, eru allmörg
jurtanöfn á grænlenzku. Þá er á undan lýsingunum sérstakur kafli, sem veitir
gott yfirlit yfir byggingu háplantna, lífmyndir þeirra og gróðurfélög.
Grænland og ísland eiga margt sameiginlegt í gróðurfarslegu tilliti, og er okk-
ur íslendingum því mikill fengur í þessari nýútkomnu flóru.
Nokkrar vestrænar tegundir hafa á sínum tíma ekki koniizt lengra austur
á bóginn en til íslands, svo sem eyrarrósin og friggjargrasið.
Bókin er prentuð á fyrsta flokks pappír, og er prófarkalestur og annar frá-
gangur með ágætum góður.
Ingimar Óskarsson.
Sturla Friðriksson:
Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1956
Félagatal
Árið 1956 létust þrir ævifélagar, Pálmi Hannesson, rektor, Pétur Péturs-
son, f. kaupmaður, og Jón Hjálmsson, og fimm ársfélagar. Tólf félagsmenn
voru strikaðir út af félagsskrá, en í félagið gengu 72 menn. Tala félagsmanna
i árslok var þessi: Heiðursfélagar 5, kjörfélagar 2, ævifélagar 103 og ársfélagar
452 alls 562.
Stjórnendur og a'örir starfsmenn félagsins
Stjórn félagsins:
Sturla Friðriksson, mag. scient. (formaður).
Unnsteinn Stefánsson, cand. polyt. (varaformaður).