Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 15
9 NÁTTÚRUFRÆtíINGU RI N N hennar er Gambusia holbrooki; he£ ég skírt hana lirfubana. Fiskur þessi eyðir sem sé lirfum mýraköldu-mýflugunnar, og hefur því forðað mörgum eyjarskeggjanum frá hinum hvimleiða hitabeltis- sjúkdómi. Áður fyrr tók fólkið sig upp af hættulegustu svæðunum og flutti upp í hálendi eyjarinnar og dvaldi þar, unz mýflugna- liættan var liðin hjá. Hægt er að kornast með járnbrautarlest á milli austur- og vestur- strandarinnar, en annars er hér óravegur á milli byggðarlaga. Þegar horft er út um lestargluggana, er ekkert að sjá á margra kílómetra kafla annað en makis-kjarr, að undanteknum nokkrum grösugum hlíðarbrekkum, þar sem fjárhirðar standa yfir sauðfé og kúm á beit. í nánd við lítinn strandbæ, sem lestin verður að fara fram hjá, er þó meiri nútímabragur á öllu. Þar eru komnar reisulegar byggingar og umhverfis þær akrar og aldintré og glæsileg limgerði úr gúmtrjám. Já, vissulega er margt að sjá og skoða á Korsíku. Enginn náttúru- skoðandi, sem þangað kemur, mun nokkru sinni gleyma hinu ótrú- lega fjölbreytta og sérstæða fuglalífi, sem eyjan hefur upp á að bjóða. Og vafalaust verður lengi efst í huga hans, er heim kemur, það nafn, sem Frakkar hafa gefið eyjunni, en það er: Ilc de Beauté eða Eyjan fagra. HEIMILDARIT Aschehougs Iionversasjons Leksikon. Oslo 1954. Fuglar íslands og Evrópu 2. útgáfa. Reykjavík 1964. Naturens Verden. K0benhavn 1963.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.