Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 18
1. mynd. Úr Framengjum. Á þessum stað sást flóastelkur 2. júlí 1963. — Fig. 1. Part of Framengjar, near Mývatn, N. Iceland, showing the locality luhere a Wood Sandpiper zuas observed on 2 July 1963. Framangreindar athuganir eru vissulega ekki miklar að vöxtum. Þó tel ég að af þeim megi draga þá ályktun að flóastelk beri ekki að telja flæking hér á landi. Að vísu skortir enn fullkomnar sann- anir fyrir því að þessi tegund verpi hérlendis, en ég álít að eftir- farandi atriði bendi mjög til þess að svo sé. I fyrsta lagi hafa fugl- arnir sézt á þeim árstíma, að tæplega getur verið um fargesti frá Skandinavíu að ræða. I öðru lagi er það með ólíkindum að þessi tegund skuli hafa sézt þrisvar á fimm árum á litlu svæði suður af Mývatni, án þess að verða oftar vart í öðrum landshlutum, en flækingsfuglar eru sízt tíðari í Mývatnssveit en annars staðar í uppsveitum. Aðeins einn flóastelkur hefur enn sem komið er sézt utan Mývatnssveitar, og að svo stöddu er ekki hægt að draga neinar sérstakar ályktanir af þessari einu athugun. í þriðja lagi reyndust báðir fuglarnir, sem voru krufðir, fullorðnir kvenfuglar, og tím- inn sem þeir náðust á samrýmist vel þeirri tilgátu að þeir hafi nýlega ungað út á svipuðum slóðum og þeir náðust, en talið er

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.