Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 að karlfuglinn einn gæti unganna. Hegðun flóastelks þess sem sást 2. júlí 1963 benti til þess að hann væri með unga á svæðinu, en fugl þessi kom þrisvar aftur á sama svæði þótt hann væri jafn- óðum fældur frá. Loks má benda á það að flóastelkur hefur ný- lega numið land í Skotlandi, og hefur þessi tegund orpið þar frá því 1959 (Downhill og Pennie 1963, Thonr 1966). Þarna er um að ræða tvímælalausa útbreiðsluaukningu til vesturs. Er freistandi að geta þess til að hið sanra sé að gerast á íslandi. Flóastelkurinn (sbr. 2. nrynd) er frenrur lítill fugl, vegur unr 55— 60 g (Kirchner 1960) eða lítið eitt nreira en lóuþræll. Hann er mjósleginn og fremur lappalangur fugl eins og aðrar stelkategnnd- ir. Á litinn er hann að nrestu grábrúnn að ofan, en hvítur að neðan nreð dekkri dílunr. í sumarbúningi er bakið þéttsett ljósunr flikrum. Á flugi nrá sjá að bak og vængir ern dökkir að ofan, en gumpur skjannahvítur. Stélið er lrvítt nreð nokkrunr nrjóum, grá- leitunr þverrákunr. Að neðan eru vængirnir ljósgráir, og er það einkenni oft notað til að þekkja þessa tegund frá trjástelk (Tringa ochropus), sem hefur dökkgráa undirvængi. Nefið er mjög nrjótt og dökkleitt, fætur eru grænleitir eða gulgrænir, og á flugi standa tærnar nokkuð aftur undan stélinu. Röddin er ólík rödd annarra íslenzkra vaðfugla, venjulega nrjög lrvell og margendurtekin stutt blísturslrljóð. Eins og flestar stelkategundir er flóastelkur yfirleitt frenrur hávær og kvikur fugl. Unr varptímann ber þó minna á honunr, og talið er að nrjög erfitt sé að finna hreiðrin. Varpheimkynni flóastelks ná yfir mestallt barrskógabeltið og suðurhluta túndrunnar frá Noregi til Austur-Síbiríu, einnig verp- ur hann nyrzt í laufskógabeltinu allt vestur til Danmerkur og Norður-Þýzkalands, og að auki í Transkákasíu. Hann hefur nýlega numið land í Skotlandi, eins og fyrr greinir. Víðast hvar í Vestur- Evrópu hefur þessum fugli þó fækkað mjög á síðustu hundrað árum. Er talið að þurrkun mýra og ræktun hafi átt höfuðþátt í fækkun hans, enda hafa margar aðrar votlendistegundir hlotið svipuð örlög í þessum löndum. Flóastelkurinn er alger farfugl, og eru vetrarheimkynni hans um alla Afríku sunnan Sahara, í Suður- Asíu, Austur-Indíum og Ástralíu. í norðurhluta heimkynna sinna er flóastelkur einn útbreiddasti vaðfuglinn, og er hann algengur varpfugl í alls konar votlendi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.