Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 24
18 N ÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN Með vaxtarskilyrðum er einkum átt við ýmsa þætti loftslags (veður- fars) og jarðvegs, svo og aðra staðbundna þætti, sem kunna að finnast á svæðinu. Það hefur löngum verið skoðun fræðimanna, að loftslag í hinum ýmsu landshlutum væri svo líkt, að ekki væri orð gerandi á þeim mismun, og sízt myndi hann nægilegur til útskýringar á takmark- aðri útbreiðslu dýra eða jurta. Hið sama hefur og verið álitið um jarðveginn. Með aukinni heimildasöfnun síðari ára hefur hins veg- ar komið í ljós, að þessir þættir eru engan veginn eins einhæfir og almennt var talið, og munu þó ekki öll kurl til grafar borin í Jrví efni. Þegar borið er saman loftslag á svipuðum breiddargráðum, er einkum gerður greinarmunur á tvenns konar loftslagi, Ji. e. land- rænu og hafrænu. Landræna loftslagið einkennist af lítilli úrkomu og miklum hitastigsmun sólarhrings og árs, en hafræna loftslagið af Jn'í öfuga. Auk Jress er veðurfar stöðugra í landrænu en í haf- rænu loftslagi. Eins og nærri má geta, er loftslag inni í hinum stóru meginlöndum mjög landrænt, en víðar er Jró að finna land- rænt loftslag. Til dæmis er loftslag á eyjum og ströndum Norður- íshafsins mjög landrænt, og stafar að sjálfsögðu af því, hve hafið er kalt og mikill hluti þess ísi lagður. Á Grænlandi eru mörkin milli hafræns og landræns loftslags um Scoresbysund að austan, en um Godthaab að vestan. Þá er Jxið alkunnugt, hver áhrif fjall- garðar hafa á loftslagið. Þannig geta há strandfjöll valdið land- rænu loftslagi að baki sér, þótt fjarlægðin til strandarinnar sé ekki mikil. Loks ræður tíðleiki hinna ýmsu vindátta miklu um lofts- lagið, svo að það verður landrænt á ströndum, þar sem landvindar eru ríkjandi. Á íslandi er þannig liáttað, að meginið af úrkomunni kemur með sunnanáttinni. Hún ber hingað atlantískt loft, sem er hlýtt og rakt, en fer kólnandi og lætur því frá sér mikla úrkomu, en mest af henni fellur á syðra helming hálendisins, sem bezt sést af legu hinna stóru jökla þar. Norðan jöklanna eru þessir vindar því oftast orðnir þurrir. Mest er þetta þó áberandi norðan Vatnajökuls, sem virðist draga úrkomuna algerlega til sín. í sunnanátt gætir og föhn-fyrirbæra (hnúkaþeys) á Norðurlandi, sem gerir það að verk- um, að hitastig verður J>ar hærra en sunnanlands. Aðrar miklar úr- komuáttir eru austan- og norðaustanáttirnar, en einnig fyrir Jæss-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.