Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 27
NÁTTÚRIJFR/RÐ I NGU RI N N
21
2. mynd. Jafningjalínur hafrænutalnanna.
Mismunurinn kemur þó enn betur í ljós, el' dregnar eru jafn-
ingjalínur fyrir hlutfallstölurnar (2. ntynd). Á hálendinu verður
lega þeirra að vísu nokkuð ágizkunarkennd, þar sem engin veðtu-
farsmeðaltöl liggja enn fyrir af því svæði. Annars má fullyrða, að
loftslag á hálendinu sé ylirleitt meginlandskennt, þar sem hita-
sveiflan er jrar tiltölulega stór. Syðri hluti hálendisins er þó að
sjálfsögðu með hafrænna loftslagi, jtar sem úrkoma er þar mikil,
og einkum mun Vatnajökull og svæðið jrar fyrir vestan vera ríku-
lega hafrænt.
Svo virðist, sem skipta megi landinu í 4 —5 loftslagssvæði, eða
eftirfarandi (3. mynd):
I. Hálendið norðan Vatnajökuls og innsveitir í Þingeyjarsýslum.
Hér er loftslagið landrænast, með hlutfallstölum lægri en 25.
Urkoma er mjög lítil, líklega innan við 400 mrn; hitasveiflan
er mikil, um eða yfir 14°; vor- og hausídagar fáir, eða um
60-70.