Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 28
22
NÁTTÚ RU FRÆÐ I N GU RJ NN
II. Aðrir hlutar hálendisins norðan og norðaustan jökla og aðrar
innsveitir á Norður- og Austurlandi. Á þessu svæði er einnig
iandrænt loftslag, með hlutfallstölum 25—50. Úrkoma er um
eða undir 500 mm og hitasveifla alls staðar stærri en 12°.
Fjöldi vor- og haustdaga er um 100.
III. í þetta svæði koma útsveitir og annes á Norðurlandi og Norð-
austurlandi, innri hluti Vestfjarða, Dalasýsla, efri hluti Suð-
vesturlands og Suðurlands. Hér eru hlutfallstölurnar 50—100.
Meðalúrkoma er 500—1000 mrn á ári; meðalhitasveiflan er
víðast hvar yfir 10° og fjöldi vor- og haustdaga 100—150.
Annars er svæði þetta nrjög misjafnt að ýmsu leyti, t. d. hvað
snertir sumarhita og snjójryngsli á vetrurn. Virðist því eðli-
legt, að því sé skipt í tvo hluta:
III, 1. Strandsvæðið á Norðurlandi. Snjóþungt svæði með lág-
um sumarhita.
III, 2. Efri hluti Vestur-, Suðvestur- og Suðurlands. Fremur
snjólétt svæði með tiltölulega háum sumarhita (a. m. k.
á láglendi).