Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 30
24 NÁTTÚ RUFRÆfi 1 N GU RIN N útbreiðslu viðkomandi tegunda. Nokkuð er einnig tekið eftir }. Grijntved (Gröntved 1942) og bók Áskels og Dórisar Löve (Löve & Löve 1956), svo og Flóru íslands, tímaritsgreinum í Náttúru- fræðingnum og Flóru o. s. frv. Loks hef ég bætt við fundarstöðum frá ntér sjálfum, og eftir eintökum í grasasafni Nátti'irugripasafns- ins á Akureyri. Það er þó ekki ætlunin með þessari grein að bæta neinu veru- legu við þekkingu okkar á útbreiðslu plantna í landinu, enda er engin áherzla lögð á að ná til allra heimilda um það efni. Hefði slíkt kostað margra ára vinnu, og þó aldrei orðið fullkomið. Þess vegna má búast við, að með aukinni þekkingu rnuni útbreiðslu- mörkin, sem hér eru sýnd, færast eitthvað út, en ekki er líklegt að það verði í svo miklum mæli, að það rýri verulega gildi þeirra athugana, sem hér eru gerðar. Fyrir mér vakir lyrst og fremst að vekja athygli á merkilegu viðfangsefni, sem mér finnst að hafi verið vanrækt liér á landi, en ætlunin með þessu er engan veginn að sanna eitt eða neitt, svo að óhrekjanlegt verði. Það læt ég síðari tíma grasafræðingum fúslega eftir. Til að auðvelda samanburðinn á útbreiðslu tegundanna og til að stytta greinina, birti ég hér aðeins fáein útbreiðslukort, en dreg útbreiðslumörk nokkurra tegunda, sem hafa svipaða útbreiðslu, inn á sama kortið með mismunandi línum. Kortin eru þannig gerð, að fyrst eru gerð frumkort, þar sem útbreiðsla hverrar teg- undar er mörkuð með punktum, og síðan er dregin lína utan um það svæði, sem punktarnir finnast á. Þessar línur eru síðan dregn- ar inn á kortin, sem hér eru birt. Frumkortin eru geymd í Náttúru- gripasafninu á Akureyri, og geta þeir, sem áhuga hafa á efninu, fengið að kynna sér þau þar og staðfesta þar með réttmæti línu- kortanna. Rétt er að geta þess, að hjá sumum tegundum hef ég sleppt fá- einum punktum, ef þeir reyndust liggja mjög langt lyrir utan aðal- útbreiðslusvæði tegundarinnar, og er þess þá getið á línukortun- um, að um aðalútbreiðslu sé að ræða. Tegundir þær, sem hér eru útvaldar sem meginlandstegundir, eru alls um 30 talsins. Þetta þýðir þó alls ekki, að lleiri tegundir kunni ekki að vera með svipuðu marki brenndar. Hér hefur að- eins verið valið úr það, sent augljósast var og sæmilega öruggar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.