Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 32
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
26
sem hafa greinilega meginlandsútbreiðslu utan íslands (undantekn-
ing er kannske A. alpina, t. d. á Grænlandi, sem sjá má af meðfylgj-
andi korti (8. mynd).
Þær er sjaldan að finna neðan við 1000 m hæð y. s., og er út-
breiðsla jreirra því að vonum ekki samfelld á svæðinu.
Þetta eru afar harðgerðar tegundir, sem hafa efalaust getað þrif-
izt hér á landi á jökulskerjum á ísöldinni, enda finnast j:>ær enn
á jreirn stöðum, sem líklegt er að hafi staðið upp úr jöklinum.
Enginn hópur íslenzkra plantna er því líklegri til að vera sann-
kallaðar ísaldartegundir, og skýrist útbreiðsla þeirra að sjálfsögðu
einnig af því.
2. Hálendis- og fjallategundir (5. mynd).
Þar til tel ég: Phippsia algida (snænarvagras), Draba nivalis
(héluvorblóm), Pedicularis flammca (tröllastakk), Carex rufina
(rauðstör) og Carex bicolor (hvítstör).
Þessar tegundir hala allar mjög víða útbreiðslu, sem nær yfir
svæði I—III og IV, 1. Þær eru algengastar milli 500 og 1000 m h.,
en sumar fara þó talsvert yfir 1000 m h. og hittast einnig neðan
500 m li. Hinar tvær síðastnefndu starategundir hal'a algera sér-