Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 34
28 NÁT'I Ú RU !• RÆDINGU RIN N
8. raynd. Útbreiðsla nokkurra landleitinna plantna á Grænlandi.
stöðu, þar sem þær vaxa svo til eingöngu á miðhálendinu norðan
jökla, enda bundnar við raklendi. Þetta eru heimskautategundir,
eins og í flokki 1, en hafa ekki eins greinilega meginlandsút-
breiðslu utan íslands, jafnvel er rauðstörin talin hafa fremur haf-
sækna útbreiðslu á Grænlandi.
3. Láglendis- og fjallategundir.
Juncus arcticus (tryppanál), Minuartia stricta (móanóra), Luzula
sudetica (dökkhæra), Oxycoccus microcarpus (mýraberjalvng), Carex
glacialis (dvergstijr), C. rupestris (móastör), C. macloviana (koll-
stiir), C. brunnescens (línstör), C. crausei eða C. capillaris v. por-
childiana (afbr. af hárleggjastör). (6.-7. mvnd.)
Um þær er svipað að segja og tegundirnar í 2. flokki, að þær
hala flestar víða útbreiðslu, sem nær yfir allt það svæði, sem kall-
ast má meginlandskennt að loftslagi, og sumar teygja sig jafnvel
út fyrir það. Sameiginlegt er þó, að þær vantar í svæði V (nema
mýraberjalyngið?) og í IV, 2. Flestar geta þær vaxið bæði á hálendi