Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 35
NÁTTÚ RU F RÆÐ INGURINN 29 og láglendi, a. m. k. upp í um 1000 m hæð. Flest eru þetta heim- skauta- eða fjallategundir, og liafa sumar þeirra greinilega land- leitna útbreiðslu á Grænlandi, t. d. Minuartia stricta, Carex ru- pestris og C. glacialis (8. mynd). 4. Láglendistegundir. Carex heleonastes (Fljótsheiðarstör), Prirmila stricta (maríulykill), Primula egaliksensis (Davíðslykill), Roegneria (villihveiti), Viola epipsila (birkifjóla), Pyrola grandiflora (bjöllulilja). (9. mvnd.) Þetta eru ekta láglendistegundir, sem varla finnast ofan við 300 m hæð. Útbreiðsla þeirra er harla misjöfn, enda þótt hún sé greinilega landleitin. Sumar tegundirnar eru arktískar (t. d. P. egaliksensis), en aðrar fremur suðlægar (Viola epipsila) og allt þar á milli. Hér virðist því alls ekki vera um neinn náttúrulegan hóp að ræða, heldur eins konar tilvil junarkennt samsafn af tegundum. Jafnvel er hugsanlegt, að sumar þeirra séu gamlir slæðingar, t. d. lyklarnir. Þar sem hér er um að ræða láglendistegundir er ósenni- legt, að þær hafi lifað hér á Jökultíma.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.