Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 35
NÁTTÚ RU F RÆÐ INGURINN
29
og láglendi, a. m. k. upp í um 1000 m hæð. Flest eru þetta heim-
skauta- eða fjallategundir, og liafa sumar þeirra greinilega land-
leitna útbreiðslu á Grænlandi, t. d. Minuartia stricta, Carex ru-
pestris og C. glacialis (8. mynd).
4. Láglendistegundir.
Carex heleonastes (Fljótsheiðarstör), Prirmila stricta (maríulykill),
Primula egaliksensis (Davíðslykill), Roegneria (villihveiti), Viola
epipsila (birkifjóla), Pyrola grandiflora (bjöllulilja). (9. mvnd.)
Þetta eru ekta láglendistegundir, sem varla finnast ofan við 300
m hæð. Útbreiðsla þeirra er harla misjöfn, enda þótt hún sé
greinilega landleitin. Sumar tegundirnar eru arktískar (t. d. P.
egaliksensis), en aðrar fremur suðlægar (Viola epipsila) og allt þar
á milli. Hér virðist því alls ekki vera um neinn náttúrulegan hóp
að ræða, heldur eins konar tilvil junarkennt samsafn af tegundum.
Jafnvel er hugsanlegt, að sumar þeirra séu gamlir slæðingar, t. d.
lyklarnir. Þar sem hér er um að ræða láglendistegundir er ósenni-
legt, að þær hafi lifað hér á Jökultíma.