Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 44
38 N ÁT1’ Ú R U F R Æ ÐINGURINN lands að kornatínslu. Er sú staðhæfing meðal annars byggð á því, að ekkert gamalt grágrýti var finnanlegt í fóarnasallanum. Aftur á móti var þar nokkurt magn Surtseyjarösku, sem tínd hefur verið eftir komu fuglanna þangað, en auk þess setberg og fornberg, sem fuglarnir hafa aðeins átt völ á erlendis. Einnig er mjög athyglisvert, að snjótittlingarnir voru ekki af ís- lenzkum stofni, og þar sem um grænlenzka snjótittlinga gat verið að ræða, má telja sennilegt, að fuglarnir hafi verið að koma frá vetrardvöl sinni á Bretlandi og verið á leið norður. Bergtegunda- safn fóarnanna bendir reyndar til þess, að þeirra hafi verið aflað í iiálöndum Skotlands. Flest þeirra fræja, sem auðgreind voru, eru af tegundum, senr teljast algengar á íslandi, en einnig í Bretlandi, svo sem af kræki- lyngi, skúfgrasi, skurfu og mýrarstör. Verður ekkert ráðið af þeim, hvort um íslenzk eða erlend fræ er að ræða. Hins vegar fannst í fóarni fræ af flóajurt, sem vex víða í Evrópu, en er ekki verulega algeng hér á landi. Vex hún aðallega kringum bæi og við laugar. Er ósennilegra, að þetta fræ sé íslenzkt og hafi verið tínt upp hér eða í Surtsey, en þó kann svo að vera. Eitt fræjanna var ákvarðað í Bretlandi (af Melderis, British Museuin) sem Rósmarinlyng, Andromeda polifolia L. Þessi planta vex ekki hér á landi, en finnst bæði í Grænlandi svo og á Bretlandseyjum allt sunnan frá Somer- set til Suðureyja. Að lokum voru ákvörðuð fræ af fóðurluzernu, Medicago sativa, í fjórum fóörnum. Sú ákvörðun má teljast vafa- söm, en sé hún rétt, er lítill vafi á að fræið sé erlent, því að hér vex luzerna ekki og er ekki notuð í sáðblöndur. Ekki myndi það fræ heldur auðfundið í Grænlandi, en hugsanlegt er, að snjótittl- ingar gætu tínt það í Bretlandi eða öðrum Evrópulöndum. Þau rök, sem hér hafa verið færð fram og eru fughafræðileg, bergfræðileg og grasafræðileg, benda til þess, að snjótittlingarnir gætu annað tveggja hafa tínt fræin upp ásamt bergsallanum utan íslands, og þá helzt í Skotlandi, og flutt með sér til Surtseyjar eða fundið fræið rekið á fjörur Surtseyjar og tínt það upp þar ásamt Surtseyjaröskunni. Sé fyrri kosturinn álitinn réttur, gæti þessi at- hugun sýnt, að fuglar geta flutt lifandi fræ milli landa og þannig stuðlað að útbreiðslu plantna. Sé hið síðara talið sennilegra, sannar það, að fræ flóajurtar og mýrarstarar geta borizt til Surtseyjar og haldið spírunarhæfni sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.