Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 4
4 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR BANKAHRUNIÐ Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök bankahrunsins hefur verið erlendis síðustu daga að semja við sérfræð- inga til að vinna að úttekt á störf- um Fjármálaeftirlitsins (FME). Eins og kom fram í blaðinu í gær er einnig verið að skoða störf Seðla- banka Íslands. „Við erum að verða klárir í sér- staka úttekt á FME og erum að leggja drögin að því. Það er afskap- lega flókið að undirbúa svona stórt verkefni. Mikil gagnaöflun hefur þegar átt sér stað en nú er að koma í ljós hvenær við fáum erlendu sér- fræðingana til landsins til að fara af stað með stikkprufur og úrtaks- rannsóknir,“ segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. „Svona rannsóknir er einn- ig verið að gera í nágrannalönd- um okkar, svo merkilegt sem það er. Við ætlum að nýta krafta fólks sem þegar er búið að gera þær og finna samanburðarhæfa fleti,“ segir Páll. Meðal sérfræðinganna verði lík- lega Danir og Norðmenn, en nefnd- in er enn að skoða hversu fáa menn hún komist af með. Það verði ljóst í lok næstu viku og þá verður heim snúið. Kvörtun Jónasar Fr. Jónsson- ar, fyrrverandi forstjóra FME, verði tekin fyrir af nefndinni þá. Jónas hefur krafist þess að Sigríð- ur Benediktsdóttir hagfræðingur verði látin víkja úr nefndinni vegna ummæla sem höfð voru eftir henni í skólablaði Yale-háskóla. Þar sagði Sigríður að bankahrun- ið hefði meðal annars orðið vegna andvaraleysis stofnana sem áttu að setja fjármálafyrirtækjum reglur og tryggja fjármálastöðugleika. „Það er búið að blása þetta mikið út,“ segir Páll. Ekki hafi verið ákveðið hvort Sigríður víki og eng- inn dragi í efa að hún sé yfirburða hagfræðingur. „Þetta snýst ekki um það, heldur hvort ummæli hennar hafi gert hana vanhæfa. Það er eina lagalega spurningin,“ segir Páll. Af þeim sökum hafi málið verið sent forsætisnefnd Alþingis, sem komst „að þeirri óvæntu niður- stöðu að hún væri ekki bær til þess að skera úr um þetta“, segir Páll, sem telur að þeir sem skipi í nefnd, það er alþingismenn forsætisnefnd- ar, eigi að skera úr um hæfi og van- hæfi, ekki nefndarmenn sjálfir. Meðal þeirra sem hafa komið Sig- ríði til varnar eru Jón Steinsson og Gauti B. Eggertsson hagfræðingar. Þeir telja að ummæli hennar lýsi almennu viðhorfi flestra hagfræð- inga í heimi. En hvað finnst Páli? „Nú ert þú að spyrja mig spurn- ingar sem ég yrði vanhæfur við að svara,“ segir hann. Hins vegar sé alls ekki rétt að meirihluti nefndar- innar hafi lagt að Sigríði að hætta. Það hafi einungis verið rætt sem einn möguleiki af mörgum, færi svo að hún yrði talin vanhæf. klemens@frettabladid.is Undirbúa stóra úttekt á störfum Fjármálaeftirlits Formaður rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið erlendis að semja við sérfræðinga til að gera úttekt á störfum FME. Hann tekur afstöðu til kvörtunar fyrrum forstjóra FME þegar gengið hefur verið frá þessu. Engir útrásarvíkingar hafa enn verið kallaðir fyrir nefndina, segir Páll Hreinsson, enda hafi þeir fæstir setið í stjórnum bankanna. „Nei, það er ekki komið að þeim enn þá. Að því leyti sem við munum ræða við þá er það í lokin, þegar við erum komin með heildarmyndina á lánveitingum til þeirra. Endurskoð- endasvið okkar er að vinna í því hörðum höndum og við þurfum að fá botninn í það áður en við getum fylgt því eftir. En því verður fylgt eftir í ákveðnum tilvikum sem við erum að sjá þar,“ segir Páll. Hann vill ekki segja hverjir hafi verið kallaðir fyrir nefndina, „en við höfum fengið til okkar ráðherra, fyrrverandi ráðherra, þingmenn og bankastjóra, embættismenn úr stjórnarráðinu, Seðlabanka og víðar, þannig að það er allt í fullum gangi.“ ENGIR ÚTRÁSARVÍKINGAR YFIRHEYRÐIR Í lögum um rannsóknarnefndina var gert ráð fyrir að hún skilaði niður- stöðum í nóvember næsta, en gæti skilað áfangaskýrslum fyrr. Páll segir verkefnið á áætlun, en fallið hafi verið frá hugmyndinni um áfangaskýrslur. „Okkar niðurstaða var sú að þetta væri svo samtvinnað allt að það væri ekki hægt að kljúfa þetta niður með góðum hætti. Um leið og þú ferð að skoða eitthvað eitt þá þarftu að skoða hvað gerðu bankarnir og hver var stjórnunarstefna þeirra og þetta hangir á endanum allt saman. Þetta er svo nátengt.“ ENGAR ÁFANGASKÝRSLUR Rannsóknarnefnd Alþingis skoðar ákveðna þætti einkavæðingar bankanna. „Við skoðum forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Spurningin er á hvaða grundvelli þetta var gert. Þarna voru spilin gefin um eignarhaldið, sem við erum síðan að skoða hvort hafi haft áhrif á þá atburði sem urðu,“ segir Páll Hreinsson. EINKAVÆÐINGIN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 25° 18° 16° 14° 15° 20° 19° 19° 22° 16° 26° 24° 34° 18° 19° 17° 17° Á MORGUN Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. LAUGARDAGUR Hæg norðlæg eða breytilega átt. 9 8 10 9 7 9 9 14 13 11 10 6 3 2 3 3 3 2 1 1 2 3 4 11 12 8 8 13 12 12 14 7 6 9 GÓÐ HELGARSPÁ Lítilla breytinga er að vænta fram yfi r helgina og verður áfram hægviðra- samt og yfi rleitt úrkomulaust. Góðar líkur eru á bjartviðri um landið vestanvert á laugardag en það er útlit fyrir lítils- háttar skúraleiðing- ar norðaustan- og austan til. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður RANNSÓKNARNEFNDIN Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson og Sigríður Benedikts- dóttir sitja í rannsóknarnefnd Alþingis, sem skoðar orsakir bankahrunsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANKAHRUNIÐ „Það er ljóst að ég hefði ekki veitt þetta viðtal hefði mig grunað til hvers það gæti hugsanlega leitt. Í því sambandi vil ég benda á að ég hef enga reynslu af opinberu starfi sem þessu,“ segir dr. Sigríður Bene- diktsdóttir. Þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd, en Jónas Fr. Jónsson krefst þess að Sigríður víki úr rannsóknarnefnd Alþingis, eins og greint er frá í frétt hér að neðan. Sigríður bendir á að hún hafi engan hag af því að komast að einhverri ákveðinni niðurstöðu í málinu, og því síður, starfsframa hennar vegna, að nýta gögn til að komast að hlutlægum niðurstöð- um. Hún hafi unnið að verkefninu síðan 1. janúar. „Mér þætti mjög miður að þurfa að yfirgefa þetta starf,“ segir hún. Aðallögfræðingur Alþingis, Ásmundur Helgason, telur í minnisblaði til forseta Alþing- is að draga megi óhlutdrægni Sigríðar í efa, þótt hún til- greini engan ákveðinn aðila í skólablaðsviðtalinu. Eftir- litsstofnanir með fjármála- markaði séu fáar á Íslandi. Lögmaður Sigríðar hefur sent nefndinni gagnstætt álit. Forsætisnefnd spurði svo dr. Ragnhildi Helgadóttur, sérfræð- ing í stjórnskipunarrétti, og Mar- gréti V. Kristjánsdóttur lektor, álits á málinu. Í áliti þeirra segir að meiri vafi leiki á vanhæfi hennar en minnisblað aðallög- fræðingsins gefi til kynna. - kóþ Aðallögfræðingur Alþingis telur doktor Sigríði Benediktsdóttur vanhæfa: Þætti mjög miður að hætta JÓNAS FR. JÓNSSON Fyrrum forstjóri Fjármála- eftirlitsins hefur krafist þess að Sigríður Benedikts- dóttir víki úr rannsóknar- nefnd, vegna viðtals í skólablaði. STJÓRNSÝSLA „Það er fullkomlega óeðlilegt að leggja hæfi sann- leiksnefndar sem þessarar undir pólitískar nefndir Alþingis, sem hafa alls konar skoðanir,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Um þá niðurstöðu, að láta rann- sóknarnefndina sjálfa meta hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, hafi verið einhugur í forsætisnefnd. „En það eru auðvitað skiptar skoðanir meðal lögfræðinga. Samkvæmt áliti sem við létum gera segir að í lögum um rann- sóknarnefndina sé lögð megin- áhersla á sjálfstæði hennar,“ segir Ásta. - kóþ Forseti Alþingis um vanhæfi: Nefndin á að vera sjálfstæð ÚTIVIST „Þegar vetur gengur í garð mun fjölskyldufólk geta boðið börnunum sínum upp á hlýrri barnalaug,“ segir Kjartan Magnússon, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þil úr ryðfríu stáli verður sett upp í Vesturbæjar- lauginni í sumar til að skilja að fullorðinslaug og barnalaug. Í nokkurn tíma hefur verið kvartað yfir kulda í barnalaug- inni. „Laugarnar eru það lítið aðskildar að þegar hitinn er hækkaður barnamegin kvarta þeir fullorðnu,“ segir Kjartan. Líklegt er að kostnaður við framkvæmdirnar verði um fimm milljónir króna. Laug- inni verður lokað í nokkra daga meðan á þeim stendur. - kg Köld barnalaug í Vesturbæ: Laugin verður heitari í haust RYÐFRÍTT ÞIL Framkvæmdir fara fram í sumar. Kýldi mann og nefbraut Átján ára piltur hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir líkamsárás á Reyðarfirði. Piltur- inn, sem er af erlendum uppruna, kýldi mann í andlitið og nefbraut hann. Framvísaði vegabréfi annars Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa vegabréfi annars manns við komuna á Keflavíkurflugvöll. Hann játaði sök fyrir dómi. DÓMSTÓLAR GENGIÐ 10.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,658 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,82 128,44 209,37 210,39 180,03 181,03 24,174 24,316 20,356 20,476 16,723 16,821 1,3053 1,3129 197,45 198,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.