Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 2
2 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR Guðríður, þarf að taka bók- haldslyklavöldin af Gunnari? „Já, það er bókað mál.“ Rannsókn endurskoðunarfyrirtækis á viðskiptum Kópavogsbæjar við fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra leiddi í ljós að reikningar hafi oft verið bókaðir á ranga bókhaldslykla. Guðríður Arnardóttir er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. HOLLAND Stjórn hollenska fylkis- ins Norður-Hollands sagði af sér í heilu lagi í gærdag. Ástæðan er tap fylkisins af fjárfestingum, aðallega vegna Icesave-málsins. Fylkið tapaði alls 98 milljón- um evra, þar af voru 78 milljón- ir í Icesave og 20 milljónir vegna falls Lehman Brothers. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að fylkið hefði ekki farið eftir sínum eigin fjár- festingarreglum og því ákvað stjórnin að segja af sér. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem fylkisstjórn segir af sér í heilu lagi. - þeb Norður-Holland tapaði miklu: Fylkisstjórn sagði af sér vegna Icesave KÓPAVOGUR Framtíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í Kópavogi veltur á því hvort Gunnar Birgisson fæst til að hætta sem bæjarstjóri. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, tjáði Gunnari þetta á fundi þeirra í gærmorgun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir herma að framsóknar- menn í Kópavogi séu tilbúnir til að sættast á þá niðurstöðu að Gunn- ar standi upp úr bæjarstjórastóln- um fyrir annan fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins en sitji þó áfram sem bæjarfulltrúi. Gunnar hefur hins vegar þver- tekið fyrir að það sé möguleiki og því eru miklar líkur á að upp úr samstarfinu slitni. Í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi vildi Gunnar ekki gefa út neinar yfir- lýsingar en sagðist opinn fyrir því að setja á fót viðræðuhóp um málið milli stjórnarflokkanna. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins séu alls ekki ánægðir með tugmilljónaviðskipti bæjarins við dóttur Gunnars frekar en aðrir bæjarfulltrúar. Niðurstöðurnar í skýrslu Deloitte frá því á þriðjudag skipti þar ekki höfuðmáli, enda þyki hún hroðvirknislega unnin. Það sé einfaldlega ekki siðferðislega rétt að dóttir bæjarstjórans vinni í svo ríkum mæli fyrir bæinn. Samherjar Gunnars í bæjar- stjórnarflokknum telja rétt að hann víki til að halda lífi í meirihlutan- um, samkvæmt heimildum blaðs- ins. Hann sé hins vegar kjörinn fulltrúi og verði ekki vikið úr bæj- arstjórn gegn vilja sínum. Auk þess hangi meirihlutinn á einum manni, sem þýðir að Gunnar getur látið af stuðningi við hann ef ákveðið verður að reka hann úr starfi bæj- arstjóra. Boltinn sé því alfarið hjá Gunnari sjálfum. Einn bæjarfulltrúa flokksins orð- aði það þannig í samtali við blaðið að það væri djöfullegt ef Gunnar myndi taka sína persónu fram yfir flokkinn. Fyrirhugað er að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins fundi eftir helgi. Heimildarmaður blaðsins úr Sjálfstæðisflokknum segir að Gunnar hafi komið sínu fólki vel fyrir í fulltrúaráðinu og eigi vísan stuðning þar. Fulltrúaráð Framsóknarflokks- ins í bænum mun hittast á fundi í dag. „Við munum mæla fyrir því að Sjálfstæðisflokknum verði gefið ráðrúm til að leggja fram lausn, sem við munum síðan taka afstöðu til,“ segir Gestur Valgarðsson, formað- ur framsóknarfélagsins í bænum. Engin tímamörk verði gefin fyrir það andrými en ljóst sé að lausn málsins þolir ekki langa bið. stigur@frettabladid.is Samherjar Gunnars vilja að hann hætti Meirihlutinn í Kópavogi stendur á brauðfótum. Framsóknarmenn vilja að Gunnar Birgisson víki úr bæjarstjórastólnum, eigi samstarfið að lifa. Samherjar Gunnars telja að hann eigi að taka hagsmuni flokksins fram yfir sína eigin. BANDARÍKIN, AP Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína, Rússland, Japan og Suður-Kórea hafa komið sér saman um tillögur að hertari refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkutil- raunir hinna síðastnefndu. Þetta er gert til að greiða leiðina fyrir því að fá samþykki Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna sem fyrst. Tillagan gerir ráð fyrir því að banna vopnasölu til Norður-Kóreu, takmarka fjármálaviðskipti lands- ins við umheiminn og frysta eignir fyrirtækja. Þá verða heimildir til að skoða skip á leið frá og til landsins rýmkaðar verulega. Í tillögunni kemur einnig fram að Öryggisráðið fordæmi kjarnorkutil- raunir Norður-Kóreu og krefjist þess að þeim verði hætt, landið fari eftir alþjóðasamningum um kjarn- orkuafvopnun og leyfi Sameinuðu þjóðunum að framkvæma kjarnorkuskoðanir í landinu. Fyrri refsiaðgerðir hafa haft lítil áhrif á fyrirætl- anir Norður-Kóreu. Talið er að á næstu vikum verði ráðist í frekari tilraunir. Dagblað í Norður-Kóreu hefur greint frá því að landið muni líta á hvers kyns refsiaðgerðir af hálfu Öryggisráðsins sem stríðsyfir- lýsingu og muni bregðast hart við öllu slíku. - þeb Stórveldi koma sér saman um tillögur að aðgerðum gegn Norður-Kóreu: Frekari refsiaðgerðum beitt SUÐUR-KÓREA Wi Sung-lac, embættismaður í Suður-Kóreu, fór til Kína til að ræða við utanríkisráðherra landsins um kjarn- orkumál Norður-Kóreu. Löndin eru meðal þeirra sem settu fram tillögur um málið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FLÓTTAMENN „Þarna kemur fram að við erum að haga þessum málum á skynsaman og yfirvegaðan hátt og eins og hin Norðurlöndin eru að gera,“ segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður allsherjar- nefndar. Nefndin fjallaði nýlega um skýrslu dómsmálaráðuneytisins um stöðu hælisleitenda í Grikk- landi. Í henni kemur fram að „alvarlegir annmarkar“ séu á meðferð hælisumsókna þar og að Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna leggist enn gegn því að flóttamenn séu sendir aftur til Grikklands. Hins vegar hafi aðstæður í Grikklandi skánað og í flestum tilfellum sendi Norður- löndin aftur flóttamenn til Grikk- lands. Lagt er til að svo verði einn- ig gert á Íslandi, en að hvert tilfelli verði metið fyrir sig. „Miðað við það sem ég hef séð af aðstæðum suður í Grikklandi kemur mér á óvart að menn ætli að fara þessa leið,“ segir Arnar Þór Jónsson, lögmaður sex hælis- leitenda, sem segja líf sitt í hættu í Grikklandi. Þeir hafa flestir verið hér í meira en hálft ár. „Og í ljósi þess hve lengi umbjóð- endur mínir hafa verið hér á landi og hvað þetta mál hefur tekið langan tíma væri ábyrgðarhluti að senda þau aftur til Grikklands. Það er alls óvíst að Grikkir telji sig bera ábyrgð á þeim,“ segir Arnar Þór. Skýrslan var unnin að frum- kvæði Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra. - kóþ Skýrsla dómsmálaráðuneytis um stöðu hælisleitenda og Dyflinnarreglugerðina: Sendum áfram til Grikklands STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR RAGNA ÁRNADÓTTIR EVRÓPUMÁL Evrópusamtökin hafa valið Benedikt Jóhannesson, framkvæmda- stjóra og rit- stjóra, Evrópu- mann ársins 2009. Bene- dikt var virkur í umræðunni fyrir alþingis- kosningarnar í apríl og tal- aði fyrir því að Sjálfstæð- isflokkurinn tæki upp þá stefnu að ganga ætti í Evrópusambandið. „Hann hefur sýnt þor með því að ganga gegn ríkjandi öflum í sínum flokki og ekki þá verið að huga að eigin frama í þeim efnum,“ sagði Anna Kristinsdótt- ir, varaformaður samtakanna, við verðlaunaafhendinguna. Stjórn samtakanna var ein- róma í vali sínu. - sh Evrópumaður ársins: Benedikt talaði gegn flokknum BENEDIKT JÓHANNESSON MENNTUN Aldrei hafa fleiri inn- ritað sig í Háskóla Íslands, en 4.761 hefur skráð sig inn á næstu önn en það eru um 800 fleiri en skráðu sig á sama tíma í fyrra. „Það er líka ánægjulegt að segja frá því að það er metaðsókn í lagadeild,“ segir Kristín Jónas- dóttir, skrifstofustjóri á nem- endaskrá. „Umsækjendur þar núna eru 441 sem er aukning um tæp hundrað manns. Þar að auki er kynjaskiptingin nokkuð jöfn sem er einnig afa ánægjulegt.“ Umsóknarfrestur rann út 5. júní síðastliðinn. - jse Nemendaskráningu lokið: Metaðsókn í Háskóla Íslands Á NEMENDASKRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS Kristín fer yfir nemendafjöldann og Vilborg Norðdahl fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA WASHINGTON, AP Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur gefið leyfi til framleiðslu lyfsins Palladia, sem er fyrsta lyfið sem ætlað er að meðhöndla krabba- mein í hundum. Þar til nú hafa öll krabbameinslyf sem notuð hafa verið í dýralækningum verið þróuð fyrir mannfólk. Lög vestra heimila dýralæknum að nýta slík lyf undir ströngu eftirliti. Palladia er framleitt af fyrir- tækinu Pfizer Animal Health. Lyfið verður notað til að með- höndla ákveðna tegund af krabba- meini sem veldur einu af hverj- um fimm tilfellum af húðæxlum í hundum. - kg Nýjung í Bandaríkjunum: Krabbameinslyf fyrir hunda Karlmaður hefur verið dæmdur í fjög- urra mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að slá mann í andlitið í Þorláks- höfn. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmar 211 þúsund krónur í skaðabætur. DÓMSTÓLAR Skaðabætur og skilorð Í skýrslu Deloitte kemur fram að lög um opinber innkaup hafi hugsanlega verið brotin í viðskiptum bæjarins við Frjálsa miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars, þar sem ekki fór fram útboð vegna verkanna. Ritari Kópavogsbæjar sendi Deloitte bréf í gær vegna málsins, þar sem fullyrt var að endurskoðunarfyrirtækið hefði farið rangt með, enda næðu umrædd lagaákvæði um opinber innkaup ekki til sveitarfélaga. Fulltrúi Deloitte sendi svar um hæl, sagðist standa við það sem fram kemur í skýrslunni, og boðaði viðauka við skýrsluna með viðbótarrökstuðn- ingi í dag. LÖGBROT EÐA EKKI? FALLVALTUR Gunnar Birgisson hefur legið undir ámæli eftir að viðskipti bæjarins við dóttur hans komust í umræðuna. FRÉTTABLAÐIÐ / HARI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.