Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 30
 11. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● landið mitt austurland Reiðtúrar um dali, firði og fjöll í fylgd staðkunnugra er sérgrein hins nýja fyrirtækis Skorrahesta í Norðfirði. Heima- gisting á Skorrastað er líka í boði. Húsfreyja þar er Theó- dóra Alfreðsdóttir. „Við eigum góða hesta og erum farin að taka fólk í prufureiðtúra en fyrirtækið heldur ekki úr hlaði af alvöru fyrr en í júlí. Þá verðum við með dagsferðir hér inn í dalina og yfir í Hellisfjörð og ein sex daga ferð er í bígerð sem endar á Neista- flugi í Neskaupstað. Svo erum við með gistingu líka. Þetta er allt í burðarliðnum.“ Þannig lýsir Theó- dóra í stuttu máli því sem í bígerð er hjá fjölskyldunni á Skorrastað á sviði ferðaþjónustu. Theódóra er líka handverkskona og hestar sem hún mótar úr leir hafa verið vin- sæl söluvara á fjórðungs- og lands- mótum. Spurð betur út í leiðirnar lýsir Theódóra reiðgötum meðfram veginum og svo ósnortinni náttúru í Seldal og Fannadal, Gæsadal og Hólahólum. „Þar er fagurt landslag og ofan af Hólafjalli er vítt útsýni yfir fjörðinn,“ segir hún. Hún nefn- ir einnig Oddsdal sem riðið er um þegar farið er í eyðifjörðinn Hell- isfjörð. „Þaðan er riðið fyrir nesið inn í Norðfjörð aftur um fjár- götu,“ lýsir hún. En eru ferðir um hin aust- firsku fjöll ekki erfiðar hest- um? „Við eigum duglega hesta sem eru kunnugir fjöllunum. Maðurinn minn, Þórður Júlí- usson, er líka vanur að smala þau og þekkir bestu leiðirn- ar,“ svarar hún og kveðst þora að mæla með honum sem leið- sögumanni því hann sé heima- alinn líffræðingur og kennari og fróður um alla skapaða hluti. Sex daga ferðin er í Vöðlavík, Krossa- nes og Viðfjörð. „Þá verður jafnvel riðið út á Mónesið en þaðan sést Gerpir og Sandvík,“ segir Theó- dóra. „Mjög tilkomumikið lands- lag.“ - gun Sýningar tengdar verkefninu Söguslóð á Suðausturlandi voru opnaðar um síðustu helgi í Löngu- búð á Djúpavogi og í Þórbergs- setri í Suðursveit. Söguslóð á Suðausturlandi myndar slóð frá Berufirði út á Skeiðarársand. „Hægt er að byrja á hvorum enda sem er. Á Djúpa- vogi byrjar slóðin á svæðistengdri sýningu í Löngubúð,“ segir Brynd- ís Reynisdóttir, ferða- og menn- ingarmálafulltrúi Djúpavogs- hrepps. „ Á leiðinni yfir á Skeið- arársand eru reglulega skilti með upplýsingum um sögu svæðisins. Á Þórbergssetri er svo sambæri- leg sýning og í Löngubúð. Við vildum gera meira úr menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu og koma þekkingunni áfram til heimamanna og ferða- manna til að tryggja að hún glat- ist ekki,“ útskýrir Bryndís. Sýningarnar verða opnar í sumar og eitthvað fram á haust. - mmf Þekkingu komið til skila Þórður á Skorrastað er þaulkunnugur austfirsku fjöllunum og hestarnir hans líka. MYND/ÚR EINKASAFNI Sprett úr spori í Vöðlavík. MYND/ÚR EINKASAFNI Útreiðar um austustu byggðir þessa lands Í Löngubúð verður sýning tengd verkefninu Söguslóð á Suðausturlandi í sumar. M YN D /Ú R EI N KA SA FN I Theódóra hús- freyja og Sleipnir frá Leysingja- stöðum. ● FARIÐ UM SKRIÐUR, ÁR OG LÆKI Hið árlega Barðsnes- hlaup fer fram laugardaginn 1. ágúst næstkomandi í tengslum við há- tíðina Neistaflug í Neskaupstað. Barðsneshlaupið er 27 kílómetra víðavangshlaup sem nú er haldið í þrettánda sinn. Þeir sem ekki vilja hlaupa 27 kílómetra langt hlaup geta tekið þátt í svokölluðu Hellisfjarðarhlaupi sem er hálft Barðsneshlaup, þrettán kílómetrar. Hellisfjarðarhlaupið er haldið í þriðja sinn í ár. Barðsneshlaupið liggur um þrjá firði; Víðifjörð, Hellisfjörð og Norð- fjörð. Hellisfjarðarhlaupið hefst innst í Hellisfirði og hlaupafólk fer í raun seinni helming Barðsneshlaupsins. Þátttakendur hlaupa eftir rollu- götum, skriðum, gömlum sinutúnum, yfir ár og læki og þjóðveginn seinasta spölinn inn í Neskaupstað þar sem hátíðarhöld í tengslum við Neistaflug í Neskaupstað verða í fullum gangi. ● FRUMLEG SÝNING Í HÖNDUM FATAHÖNN- UÐAR Forvitnileg sýning verð- ur opnuð á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní, í Minjasafni Austurl- ands. Þemað er ást, rómantík og kynlíf en sýningarstjórinn, Ríkey Kristjánsdótir, er vís með að setja upp skemmtilega sýn- ingu. Hún er útskrifaður fata- hönnuður og var til að mynda tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir búninga í sýningunni Gyðj- unni í vélinni. Hún hefur einn- ig rekið búð á Seyðisfirði og rak um skeið Hótel Ölduna. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.