Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 16
16 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Kreditkortafyrirtækið Kreditkort hf. hefur gefið út nýtt kort sem mun vera það ódýrasta á markaðnum. Kortið kostar 100 krónur á mánuði og það er án allra hefðbundinna ferðatrygginga og punktasöfnunar. Þá hefur fyrirtækið endurskoðað innheimtuferli sitt með tilliti til þess að vanskil hafa aukist. Stefnan er tekin á að gera innheimtuna mannlegri og auka þannig sveigjanleika og hægja á hörðum innheimtuaðgerðum. ■ Kreditkortafyrirtæki Ódýrara kreditkort og mildari innheimta ■ Helga Braga Jónsdóttir leikkona er skynsöm þegar kemur að þrifnaði en lumar á góðu húsráði við vondri lykt. „Ég er nú voðalega dugleg í að halda húsinu hreinu og hafa hreint í kringum mig, kannski ekki spikk og span en þó hreint. Svo hef ég yfirleitt heitt á könnunni ef von er á gestum. En ég borða engan sykur svo það er ekkert bakkelsi í boði hjá mér. Svo leyfði ég vinum mínum að gista hérna eitt sinn og þau skildu eftir fisk í ísskápnum. Ég borða hvorki fisk né kjöt svo lyktin fannst mér ekki góð. Þannig ég þurfti að taka fisk- inn úr og setja niðursneiddar sítrónur í vatni inn í ísskápinn til að drepa fýluna.“ GÓÐ HÚSRÁÐ GEGN VONDRI LYKT Útgjöldin > meðalverð á þvottavél í maímánuði Neytendasamtökin hafa vakið athygli á því á heimasíðu sinni að Leigjendasam- tökin hafa verið endurvakin. Þar geta leigjendur leitað ráða, en ráðgjöf er í boði hjá samtökunum. Ráðgjöfin er í boði mánudaga, þriðjudaga og föstudaga milli 13 og 16 í síma 587-7730 og 897-0950, auk þess sem hægt er að senda tölvu- póst á netföngin isle@simnet.is og tenant@simnet.is. Samtökin eru í samstarfi við lögmann sem tekur að sér leigjendamál og aðstoðar leigusala og leigjendur við samningsgerð, tryggingu og fleira. ■ Þjónusta Leigjendasamtökin endurvakin „Bestu kaup sem ég hef gert eru án efa rúmið sem ég fjárfesti í fyrir tæpum tveimur árum,“ segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. „Aðdragandinn að því var einfaldlega sá að ég var nýkomin heim frá Íran, þar sem ég hafði sofið á mjög misgóðu undirlagi í heilan mánuð. Það hefði mátt ætla að fyrsta nóttin í eigin rúmi yrði frábær en þvert á móti vaknaði ég öll skökk og skæld. Þá ákvað ég að kaupa nýtt rúm, og það almennilegt. Nætursvefninn varð betri og starfsorkan meiri!“ Halla kveðst hins vegar hafa gert „óþægi- lega mörg“ slæm kaup um ævina, oftast tengd fötum. „Mér finnst skelfilega leið- inlegt að kaupa föt og verð stundum svo óþolinmóð að ég gríp það sem hendi er næst. Þannig hef ég keypt ófá pils sem mér finnst fín á að líta en fara mér illa eða þá að ég á ekkert til að vera í við þau. Ég á það einnig til að kaupa óþægilega skó með þeim rökum að þeir brúi þá að minnsta kosti bilið þar til ég finn almennilega skó. Vandinn er sá að ég geng mjög mikið og þá fara fæturnir oft að kvarta. Nú neyðist ég hins vegar til að snúa við blaðinu í þessum efnum, enda var lækn- irinn minn ekki lengi að finna skaðvaldinn þegar ég mætti til hans á dögun- um kvartandi undan sársauka í öðrum fætinum.“ NEYTANDINN: HALLA GUNNARSDÓTTIR, AÐSTOÐARKONA HEILBRIGÐISRÁHERRA Gott rúm, ljót pils og vondir skór Heimild: Hagstofa Íslands. 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 63 .5 40 56 .5 06 55 .6 49 52 .5 01 56 .8 47 65 .1 73 63 .8 72 61 .2 18 61 .2 18 58 .9 73 66 .2 53 84 .8 08 12 3. 79 8 Tjaldsvæði Fullorðnir Unglingar 1. Ásbyrgi 850 2. Akureyri 700-900 3. Bakkaflöt Skagafirði 800 4. Borgarfjörður eystri 750 5. Breiðavík 1.200 6. Flúðir 850 400 7. Fossatún í Borgarfirði 700-900 400 8. Hafnarfjörður 900 450 9. Heydalur, Mjóafirði 700 10. Húsafell 900 400 11. Höfn í Hornafirði 850 12. Kerlingafjöll 1.200 13. Kirkjubæjarklaustur 700 14. Landmannahellir 800 15. Laugardalur í Reykjavík 1.000 16. Seyðisfjörður 600 400 17. Stykkishólmur 800 18. Skaftafell 850 19. Úlfljótsvatn 1.000 20. Vestmannaeyjar 700 Tjaldsvæði á landinu eru um 180 talsins og er búist við mikilli aðsókn í sumar, enda hafa utanlandsferðir dregist saman. Kostnaður við að tjalda er misjafn, meðal verð er um 850 krón- ur fyrir fullorðinn. Flestir Íslendingar ætla að ferðast innanlands þetta sumarið frekar en að fara til útlanda samkvæmt könn- un sem gerð var nýlega. Flest hótel og sumarhús á landinu eru upppönt- uð en nóg er af tjaldsvæðum á land- inu. Þau eru 180 talsins. Fréttablaðið gerði stutta könnun á aðstöðu og verði á nokkrum tjald- svæðum. Verð fyrir fullorðinn er á milli 600 til 1.200 krónur á mann en frítt fyrir börn. Á sumum stöð- um er sérstakt gjald fyrir unglinga en á öðrum er borgað sama gjald og fyrir fullorðinn. Tjaldsvæðin sem skoðuð voru bjóða öll upp á salerni, sturtur og heitt og kalt vatn. Á mörgum tjald- svæðum er einnig eldunaraðstaða, grill, sími og þvotta- og þurrk- að staða, oftast gegn gjaldi. Þá hefur færst töluvert í vöxt að tjaldsvæði bjóði upp á rafmagn og netþjónustu. Þá er stutt í sundlaugar og verslanir á flestum tjaldsvæðum. Það ætti því ekki að fara illa um neinn á íslensk- um tjaldsvæðum í sumar. „Við erum með gott leiksvæði fyrir börn, stærra en gengur og gerist. Fólk er ekki bara að kaupa sér svefnpláss og aðgengi að sal- erni, heldur gríðarmikla afþrey- ingu,“ segir Steinar Berg Ísleifs- son, staðarhaldari að Fossatúni í Borgarfirði. Innifalið í verði er meðal annars nettenging, 18 holu minigolfvöllur og leikurinn Skrið- kringla. „Það sem gerir okkur sérstök er að þetta er heill dalur út af fyrir sig og engin önnur byggð í daln- um,“ segir Stella Guðmundsdóttir, staðarhaldari í Heydal í Mjóafirði. Í Heydal er að finna náttúrulaug sem talið er að Guðmundur góði hafi vígt og er allra meina bót að sögn Stellu. „Það er kannski okkar helsta vandamál að þetta heitir Útilífsmið- stöð Skáta á Úlfljótsvatni. Marg- ir halda að þetta sé eingöngu fyrir skáta, en þetta er opið almenningi allan sumartímann,“ segir Þor- steinn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Bandalags Íslenskra skáta. Innifalin í tjaldgistingu er veiði, rafmagn og sturta. Hægt er að nálgast ýmsar upp- lýsingar um tjaldsvæði eftir lands- hlutum á vefsíðunum www.tjalda.is og www.tjald.is Tjaldgisting er ódýr og góður kostur fyrir fjölskyldufólkið TJALDAÐ Ferðamenn tjalda í Laugardalnum í Reykjavík en það er eitt af fimm stjörnu tjaldsvæðum Íslands. 5 12 9 3 2 1 4 16 11 18 13 20 14619 15 8 10 7 17 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út júní 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 50 g. 15% afsláttur NICOTINELL munnsogstöflur. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 64 75 0 6 /0 9 Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.