Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 2
2 7. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir MENNTAMÁL Umferð um Bústaðaveg mun aukast töluvert þegar Háskól- inn í Reykjavík tekur til starfa í Vatnsmýrinni. Um 2.500 nemend- ur og kennarar flytjast yfir í nýja húsnæðið um áramótin. Reynt verður að bjóða út Hlíðar fótinn, veginn frá Hringbraut að Hótel Loftleiðum, sem fyrst til að vinna bug á vandamálinu. „Við höfum áhyggjur af þessu og höfum verið í samstarfi við Reykjavíkurborg um hvernig best er að leysa þetta,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæð- inu. Útkallsþjónusta Slökkviliðsins er í Skógarhlíð, við Bústaðaveg, og við flutning HR gæti slökkviþjón- usta tafist. „Við höfum líka spáð í það hvort ekki væri sniðugra að hafa útkalls- þjónustuna annars staðar því við erum svolítið innikróuð og höfum verið lengi. Það væri æskilegra að vera nær stofnbraut og nú er líklega meiri þörf á að leggjast í greiningarvinnu um hver besta staðsetningin er,“ segir Jón Viðar. Hins vegar tekur að sögn hans langan tíma að vinna að breyttri staðsetningu og því er verið að reyna að finna bestu lausnina í núverandi ástandi. Unnið er að því að bæta sam- göngur við Vatnsmýrina vegna komu HR. Verið er að breikka Flugvallarveg, sem er varanleg framkvæmd. Einnig verður ráðist í bráðabirgðaveg frá Hringbraut að Hótel Loftleiðum sem jafnan kallast Hlíðarfótur. „Reynt verður að bjóða Hlíðar- fótinn út sem fyrst en við vitum ekki nákvæmlega hvenær það verður,“ segir Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Hlíðarfóturinn verður tilbúinn um það leyti sem HR kemur inn í húsið, að sögn Kristínar. Flytja á tækni- og verkfræði-, tölvunarfræði- og viðskiptadeild HR úr öðru húsnæði yfir í Vatns- mýrina um áramótin. Þetta eru um 70 prósent af starfsemi skólans, um 2.300 nemendur og 200 kenn- arar og annað starfsfólk. Restin af starfseminni flytur í húsið haust- ið 2010. „Við erum ekki hrædd við umferðarteppur þegar Hlíðarfót- urinn kemur svo þetta ætti að vera í lagi,“ segir Þorkell Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs hjá HR. HR mun aðlaga sig að aðstæð- um til að dreifa álaginu, að sögn Þorkels. Til dæmis gæti hugsast að deildir byrji á mismunandi tímum á morgnana til að dreifa umferðar- álaginu. vidirp@frettabladid.is Slökkvilið kvíðir um- ferðarþunga að HR Umferð mun aukast um Bústaðaveg þegar um 2.500 manns flytja í nýtt hús- næði HR um áramótin. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur og segir stöðina hafa verið innikróaða lengi. Unnið er að bættum samgöngum að Vatnsmýrinni. HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Byggingin er komin langt á leið og verður tilbúin í desem- ber, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar. Starfsemin flytur um áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING Fyrstu tónleikarnir í nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu voru haldnir í gær. Það voru samtökin Samtónn sem héldu tónleikana og spiluðu píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og hljómsveitin Hjaltalín á þeim. Tónleikarnir fóru fram í einum af minni sölum hússins. Spilað var í þrjátíu mínútur og fengu tón- leikagestir hjálma, stígvél og var- úðargalla við komuna í öryggis- skyni. Hafist hefur verið handa við uppsetningu á glerhjúpi utan um húsið. Tónleikarnir voru upphaf Íslensks tónlistarsumars, sem Samtónn stendur fyrir í sumar. Næstu daga og vikur verða fjöl- margir tónlistarviðburðir í boði, meðal annars tónleikar Megasar og Senuþjófanna í Hljómskála- garðinum á föstudag. - þeb Víkingur Heiðar og Hjaltalín spiluðu við upphaf Íslensks tónlistarsumars: Fyrstu tónleikarnir í tónlistarhúsinu VÍKINGUR HEIÐAR Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson spilar hér fyrir áhorfendur í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í gær. Af öryggisástæðum fengu allir 85 gestir tónleik- anna öryggisbúnað; varúðargalla, stígvél og hjálma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ólafur, verður þetta þá ekki svaka partí? „Kemur ykkur ekki við.“ Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðar- maður leggur Búðardal undir sig á næstu dögum þar sem ný kvikmynd hans verð- ur tekin upp í bænum. Þó að Ólafur sé sjálfur frá Búðardal er hann ekki hrifinn af laginu Heim í Búðardal. Við erum ekki hrædd við umferðarteppur þegar Hlíðarfóturinn kemur svo þetta ætti að vera í lagi. ÞORKELL SIGURLAUGSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞRÓUNARSVIÐS HR ALÞINGI Ólögleg viðskipti með gjald- eyri verða refsiverð innan skamms, samkvæmt frumvarpi sem við- skiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar. Þegar gjaldeyris lögum var breytt eftir bankahrunið síð- asta haust fórst fyrir að gera gjald- eyrisbrask refsivert, og er talið að nokkuð hafi verið um að óprúttnir aðilar hafi nýtt sér það. Í frumvarpinu er kveðið á um að Fjármálaeftirlitinu verði heimilt að leggja stjórnvaldssektir á þá sem stunda gjaldeyrisviðskipti án þess að hafa til þess sérstaka heimild frá Seðlabanka Íslands. Þá geti Fjármálaeftirlitið jafn- framt vísað meiri háttar brotum til lögreglu og heimilt verði að beita sektum eða fangelsi allt að tveimur árum fyrir brot gegn lögunum. Þá er í frumvarpinu lagt til að heimildir Fjármálaeftirlitsins til rannsóknar á brotum gegn gjaldeyris lögum verði styrktar. Því verði gert heimilt að krefjast upplýsinga og gagna, kalla menn til skýrslugjafar, krefjast kyrrsetn- ingar eigna og þess að leyfislausri starfsemi verði hætt. Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins segir að breyt- ingarnar sem kveðið er á um í frumvarpinu muni ekki koma til með að hafa aukin útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð. - sh Frumvarp um breytingar á gjaldeyrislögum til meðferðar hjá viðskiptanefnd: Gjaldeyrisbrask gert refsivert MIKIÐ BRASKAÐ Talið er að nokkuð sé um að menn reyni að hagnast á því að kaupa gjaldeyri á Íslandi og selja hann fyrir krónur í útlöndum. MÓTMÆLI Öryrkjar stóðu fyrir þvottasnúrumótmælum á Austur- velli í gær. Tilefnið var ályktun Öryrkjabandalags Íslands frá því í síðustu viku um kjaraskerð- ingu lífeyrisþega í nýjum lögum um ríkisfjármál. Hópurinn sem stóð fyrir mótmælunum kallar sig aðgerðahóp háttvirtra öryrkja. Ályktun Öryrkjabandalagsins var hengd upp á þvottasnúrur ásamt öðru lauslegu. Í ályktuninni er sagt að skerð- ing lífeyristekna með aðeins nokkurra daga fyrirvara sé sið- laus og það gagnrýnt að fulltrúar öryrkja og eldri borgara hafi ekki verið hafðir með í viðræðum um þjóðarsátt. - þeb Aðgerðahópur öryrkja: Mótmælti kjaraskerðingu MÓTMÆLT Strengdar voru þvottasnúrur milli ljósastaura og ýmislegt lauslegt hengt á þær í mótmælaskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GOLF Félagsgjöld Golfklúbbsins Tudda fyrir árið 2009 eru þrjú hundruð þúsund krónur og segir Bjarni Magnússon, formaður klúbbsins, gjaldið lík- lega vera fremur hátt. „Það var ákveðið að gjaldið yrði svona hátt í ár en fram- haldið ræðst á næsta aðal- fundi,“ segir Bjarni og bætir við að nú þegar hafi tvær umsóknir í klúbbinn bor- ist. Golfklúbburinn Tuddi var stofnaður í lok síðasta árs og varð nýlega meðlimur Golfsambands Íslands en samkvæmt upplýsing- um þaðan ber ekki að tilkynna sambandinu hversu hátt gjald innheimt er. - mmf / sjá Golf Dýr golfklúbbur: Tuddarnir borga mikið GOLF Félagsgjöld Tudda eru í hærri kantinum. Enn haldið sofandi Manninum sem komst lífs af úr flugslysinu í Vopnafirði 2. júlí er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Einn maður lést í slysinu, sem var þegar flugvél var flogið á raflínu. SLYS FÉLAGSMÁL Tæpur fjórðungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kyn- ferðislegu ofbeldi á heimili sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknar, sem náði til um 2.700 kvenna, og greint er frá í tímaritnu Journal of Advanced Nursing. Könnunin var send um 7.000 konum á Íslandi á aldrinum átján til 67 ára og bárust svör frá um 2.700. Rannsóknin er ein sú viða- mesta á þessu sviði sem gerð hefur verið. Að henni stóðu Brynja Örlygsdóttir, doktor í hjúkrunar- fræði, og Erla Kolbrún Svavars- dóttir, prófessor við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands. - sh Rannsókn á íslenskum konum: Fjórðungur beittur ofbeldi Drengur í öndunarvél Ungur drengur er í öndunarvél eftir að ekið var á hann á Reykjanes- braut laust eftir klukkan þrjú í gær. Slysið átti sér stað á móts við Ásvelli í Hafnarfirði. Drengurinn var á göngu yfir Reykjanesbrautina þegar ekið var á hann. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél en ástand hans mun vera stöðugt. LÖGREGLUMÁL Aðstandendur Fréttablaðsins hafa ákveðið að opna forystu- greinaplássið á skoðanasíðu blaðsins fyrir völdum hópi utanhússpenna. Tilgangurinn er að hnykkja á þeirri yfir- lýstu ritstjórnarstefnu að Fréttablaðið hefur ekki skoð- un og að leitast við að endur- spegla fjölbreytt sjónarmið í þjóðmálaumræðunni. Sjá síðu 10 og 12. Fréttablaðið: Nýir pennar SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.