Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 30
22 7. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. svín, 6. úr hófi, 8. stykki, 9. fuglahljóð, 11. í röð, 12. veiðarfæri, 14. dútl, 16. hola, 17. atvikast, 18. bók, 20. frá, 21. ból. LÓÐRÉTT 1. hlið, 3. í röð, 4. tungu- mál, 5. skjön, 7. inngangskafli í tón- verki, 10. ot, 13. sníkjudýr, 15. hugga, 16. heyskaparamboð, 19. drykkur. LAUSN LÁRÉTT: 2. grís, 6. of, 8. stk, 9. rop, 11. aá, 12. troll, 14. stúss, 16. op, 17. ske, 18. rit, 20. af, 21. flet. LÓÐRÉTT: 1. port, 3. rs, 4. ítalska, 5. ská, 7. forspil, 10. pot, 13. lús, 15. sefa, 16. orf, 19. te. „Það fer mikið eftir skapi og veðri en þessa dagana er ég aðallega að hlusta á Holly Go- lightly, nýja Wilco ásamt Here We Go Magic, Hudson Wayne og jafnvel Sk/um og Fleetwood Mac ef út í það er farið. “ Valdís Thor, dreifingarstjóri hjá Kimi Records. Katrín Rut Bessadóttir mældi göturnar ei lengi eftir að þátturinn Mér finnst … á ÍNN var settur á ís. Katrín hefur verið ráðin á Smuguna og kemur þar inn fyrir Björgu Evu Erlendsdóttur ritstjóra sem á í önnum sem ritari flokka- hóps vinstri sósíalista og grænna í Norðurlandaráði. Ragnar Bragason leikstjóri veit sem er að það er fullkomlega eðlilegt að breyta um skoðun. Eftir Dagvaktina gaf hann út þá yfirlýsingu að ekkert framhald yrði á þessari vinsælu sjónvarpsseríu en senn lítur þriðja syrpan, Fangavaktin, dagsins ljós. Kvikmynd er í vinnslu og nú heyrir Fréttablaðið að aðdáendur þeirra Georgs, Ólafs og Daníels fái hugsanlega bók þar sem þeir eru til umfjöll- unar en Jón Gnarr mun vera að velta þeim mögu- leika fyrir sér að setjast að skriftum sem byggja á þessum söguheimi. Haffi Haff er að slá rækilega í gegn á Möltu þar sem hann kom fram á mikilli fegurðarsamkeppni. Möltubúar taka Haffa opnum örmum og var mikið innslag í malt- neska sjónvarpinu þar sem rætt var við Haffa og Írisi Hólm auk þess sem lagið Give me sexy var spilað með og undir. Annar sem er kátur þessa dagana er Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, en í síðustu viku mátti RÚV þola minna áhorf í aldurs- hópnum 12 til 49 ára samkvæmt Capacent. Og vilja Stöðvar 2 menn meina að það sé saga til næsta bæjar þegar læst sjónvarps- stöð er með meira áhorf en skyldustöð frá ríkinu – sem nú virðist í sumardróma. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Óvíst er hvort fjallagarpurinn, blaðamaðurinn og rithöfundur- inn Páll Ásgeir Ásgeirsson myndi skrifa fyrir Íslendinga það sem hann lætur eftir sér í texta ætluð- um erlendum túristum í bókinni The Real Iceland sem er nýút- komin. Páll Ásgeir var um helg- ina staddur á Hornströndum, utan kallfæris og því ekki hægt að inna hann eftir því. En í bókinni leið- ir hann túrista í allan sannleika um Íslendinga, matarsiði þeirra og venjur og frægt fólk – þjóðar- sálin í spaugilegu ljósi. Þannig segir Páll til dæmis frá því í bók- inni að vilji ferðamenn sjá skýrt dæmi um það þegar smekkleysi og peningar fari saman þá sé Arnar- nesið staðurinn. Þá er hætt við að fjölskyldu Bjarkar bregði í brún þegar þau uppgötva hvaða mynd er dregin af þeim í bókinni. Páll Ásgeir segir Hildi Rúnu Hauks- dóttur vera sextíu ára gaml- an hippa sem búi við Grett- isgötu 40. „Þú ættir að knýja dyra og þykjast villtur. Nei, grín. Ekki gera það,“ skrifar Páll. Hann segir Íslendinga sem með sanni geti talist heimsfræg- ir rúmast í litlum japönsk- um bíl. Það væru þá Björk og Sigur Rós. Páll bendir ferðamönnum á að það sé ekki til siðs að umgang- ast frægt fólk öðru vísi en aðra óbreytta. En þó megi bregða á þetta ráð: „Heimili Bjarkar er jörðin en lögheimili hennar er við Ægisíðu 94. Þú getur tekið leigubíl og látið taka mynd af þér fyrir utan heimili hennar. Ef þú ert alger- lega forfallinn. Uppkom- inn sonur Bjarkar, Sindri Eldon, sem Björk á með gítarleikaranum í Sugar Cubes – er sagður búa í húsinu stop- ult þó. Hann er lif- andi eftirmynd móður sinnar en er þekktur fyrir stirt skap, svo ekki raska ró þei r ra . Björk er oft á Íslandi og er sögð tíður gestur í Sundlaug Vestur bæjar. Þú gætir hugsanlega séð hana í sturtu þar,“ skrifar Páll – með þeim hætti að Eiríkur Jóns- son, ritstjóri Séð og heyrt, hlýt- ur að velta því fyrir sér hvort Pál vanti ekki starf. - jbg Geta séð Björk í sturtu í Vesturbæjarlaug „Ég ætla að syngja um hommann sem býr í öllum karlmönnum. Verið kræfur til kvenna? Jájá, en það gerir að verkum að maður skilur hommana. Neinei, ef við hættum að fíflast þá snýst þetta um að gang- ast við mennskunni í sjálfum sér og sjá tærleikann í vatninu,“ segir Bubbi Morthens. Bubbi kemur fram fyrsta sinni á Gay Pride og mun opna hátíðina 6. ágúst í Háskólabíói. Bubbi gengur glaður til þess verkefnis. „Ég vona bara að einn daginn opni Árni Johnsen Gay Pride. Það væri ekki slæmt fyrir hann að láta sauma bleikan þríhyrning í jakkann sinn og syngja. Blóðið í okkur öllum er rautt. Og hjartslátturinn sá sami. Þetta snýst um að gleðjast yfir því að öll erum við mennsk.“ Árið 1984 söng Bubbi eftirminnilega um Strákana á Borginni. Á þeim tíma voru málefni homma og lesbía miklum mun meira tabú en nú. „Ég man eftir atviki á Hótel Holti. Þar voru hjón sem svívirtu mig hátt og snjallt í matsalnum fyrir framan alla. Þeim var reyndar vísað á dyr. En það kom fyrir á þeim árum að maður fékk svívirðingar fyrir að hafa samið og sungið þetta lag. Svo gerði ég lag sem heitir Bleik- ir þríhyrningar sem er á plötunni Þrír heimar, ef ég man rétt. Jájá, ég hef allaveganna blandað mér í þessa umræðu. En þetta verður gaman.“ - jbg Bubbi opnar Gay Pride í ár PÁLL ÁSGEIR Strýkur hugsanlega þjóðar- sálinni öfugt í bók þar sem hann gefur erlendum ferða- mönnum ýmis ráð. BUBBI MORTHENS FYRSTA SINNI Á GAY PRIDE Opnar hátíðina og hyggst syngja um hommann sem býr innra með hverjum karlmanni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BJÖRK Raunverulega frægir Íslendingar komast fyrir í japönsk- um smábíl. Björk er ein þeirra og hana má oft sjá í sturtu í Vestur- bæjarlauginni, að sögn Páls Ásgeirs. Hundurinn Dímon veigrar það ekki fyrir sér að spranga í Vest- mannaeyjum. Eigandinn segist vera stoltur af hundinum og von- ast til að hann geti kennt öðrum dýrum að spranga. „Hann er alltaf sprangandi, hann bara elskar það. Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann er ekkert hrifinn af boltum eða öðru slíku, hann vill bara spranga,“ segir Marika Fed- orowicz, eigandi Dímons. Þau fara að spranga á hverjum degi, en þurfa stundum að bíða færis ef þröng er á þingi. Dímon bítur eða stekkur í reipið og spyrnir í, eins og alvanur Eyjamaður á Spröng- unni svokölluðu. Dímon er tveggja ára Rott- weiler, en Marika keypti hann í Reykjavík fyrir einu og hálfu ári. Hann kynntist ekki aðaláhugamáli sínu fyrr en komið var til Vest- mannaeyja. „Við vorum bara að labba þegar hann sá fólk spranga í fyrsta skipti. Hann varð alveg óður þannig að við fórum aftur og ég leyfði honum að prófa. Ég vissi ekki að honum fyndist þetta skemmtilegt. Það kom mér mjög á óvart auðvitað, hvaða hundur sprangar?“ Þau Marika og Dímon eru því alsátt í Eyjum. Hún segir Dímon ekki rétt- nefni. „Af því að hann er Rottweil- er heldur fólk að hann sé grimm- ur. Hann er það alls ekki, hann er mjög góður hundur.“ Hún segir vegfarendur reka upp stór augu þegar þeir sjá til hans. „Auðvitað. Það eru allir mjög hissa á þessu.“ Hún veit ekki til þess að nokkur annar hundur geri þetta. Sjálf er hún hrædd við að spranga. „Ég gerði það einu sinni og dó næstum. Ég datt og mig langar ekki til þess síðan.“ Er hundurinn þá hugrakkari en eigandinn? „Algjörlega, og hann er miklu sterkari en ég,“ segir Marika og hlær. Mariku dreymir um að stofna dýrahótel í Vestmanneyjum. „Ég er alin upp í kringum hunda og ég elska þá. Ég elska öll dýr. Kannski þegar kreppan er liðin, en ekki nákvæmlega núna.“ Kannski Dímon geti þá kennt hinum dýrun- um að spranga? „Kannski. Hann er rétti kennarinn.“ kbs@frettabladid.is MARIKA FEDOROWICZ: Á ROTTWEILERHUND MEÐ SÉRSTAKT ÁHUGAMÁL Hundinum Dímon finnst skemmtilegast að spranga HVER ÞARF HENDUR? Hundurinn Dímon spyrnir vel í Spröngunni. Eigandinn Marika leyfir honum að spranga á hverjum degi. MYNDIR/ÓSKAR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.