Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 3golf ● fréttablaðið ● Einherjaklúbburinn er klúbbur þeirra sem hafa farið holu í höggi. Klúbburinn er sá golfklúbbur sem allir vilja helst komast í. „Þetta var alltaf kallað grísapunga- félagið af þeim sem ekki höfðu farið holu í höggi,“ segir Kjartan L. Pálsson, fyrrum formaður Ein- herjaklúbbsins til 33 ára. Einherjaklúbburinn var stofn- aður 17. október árið 1967. Inn- tökuskilyrði eru að hafa farið holu í höggi á löglegum keppnisvelli. Senda þarf öll gögn til Golfsam- bands Íslands, sem þarf að sam- þykkja afrekið. Árlegt golfmót Einherjaklúbbs- ins hefur verið haldið frá stofnun og er elsti bikarinn í golfíþróttinni á Íslandi, Röðulsbikarinn, veittur fyrir sigur. Hinn fornfrægi veit- ingastaður Röðull við Skipholt gaf þennan bikar. Allir sem fara holu í höggi fá viðurkenningu frá klúbbnum og margir taka viður- kenninguna alvarlega. Heyrst hefur að menn hengi hana jafnvel á hurðina framan á húsinu sínu, að sögn Kjartans. „Þetta er sá golfklúbbur sem allir vilja komast í,“ segir Kjartan. Hann hefur haldið utan um félaga- skrána frá upphafi og segir hann að um 1.600 manns hafi farið holu í höggi frá byggingu landsins. Ekki hefur hann strokað út nöfn þrátt fyrir andlát. „Sá fyrsti til að fara holu í höggi var dr. Halldór Hansen. Hann gerði það í Laugardalnum í júlí árið 1939, þannig að það eru ná- kvæmlega sjötíu ár síðan,“ segir Kjartan. Sú regla hefur myndast að sá gegni formennsku í klúbbnum sem farið hefur oftast holu í höggi. Kjartan hafði verið for- maður frá 1975 eða þar til Björg- vin Þorsteinsson sló metið, með sjö holur í höggi, og er hann því formaður nú. Golfsambandið mun hins vegar líklega taka yfir starf- semina á næstunni, gefa út við- urkenningar til afreksmannanna og halda utan um starfsemina al- mennt. - vsp Sjötíu ár síðan sá fyrsti fór holu í höggi á Íslandi Golfið heillar bæði yngri og eldri iðkendur en það kostar sitt að koma sér af stað. „Þegar fólk byrjar í golfi þá eru það járn númer 7 , 8 eða 9 sem það brúkar við að æfa sveifluna og svo pútterar,“ lýsir Rafn Stef- án Rafnsson í Erninum, golfversl- un í Húsgagnahöllinni á Bílds- höfða. Hann segir stakar kylfur fyrir byrjendur kosta frá 5.900 og sett frá 54.900. Í því eru þrjár tré kylfur, sjö járn- kylfur, pútter og poki. „Gott sett fyrir þá sem eru vissir um að ætla í golfið af alvöru,“ segir hann. Kúlurnar hljóta að teljast til staðalbúnaðar. Stakar kúlur kosta 150 krónur í Erninum og 18 kúlur saman af gerð- inni Slazenger XTC eru á 2.490, eða 138 krónur stykkið. Sérstakur golffatnaður telst ekki alger nauðsyn, nema skórnir og einn hanski að sögn Rafns Stefáns. „Við eigum enn skó frá því í fyrra sem eru frá 7.900 en skór sem voru að koma eru á 10.900. Ódýrasti hanskinn kostar 2.190 í herrastærð og í dömustærð 1.590.“ Golfsett fyrir krakka kosta 24.900 krónur. Í því eru tvær trékylfur, þrjár járn- kylfur, pútter og poki. „Því fyrr sem börnin byrja því betri verður sveiflan á end- anum,“ fullyrðir Rafn Stef- án. „Sá krakki sem fer með afa og ömmu út að spila býr að því þegar hann byrjar fyrir alvöru að æfa golf, kannski um tvítugt. Hann hefur vöðvaminn- ið. Það hjálpar til.“ - gun Vöðvaminnið hjálpar Barnasettið RAM er hent- ugt fyrir krakkana. ● ÍSLANDSMÓT UNGLINGA Keppni á Íslandsmóti unglinga í holukeppni fór fram á Garðavelli á Akranesi í síðustu viku og var leikið til úrslita föstudaginn 3. júlí síðastliðinn. Keppni hófst síðasta miðvikudag með höggleik sem skar úr um hverjir komust í holukeppnina sjálfa. Sextán bestu í hverjum flokki komust áfram. Úrslitin í hverjum flokki má finna á www.golf.is. Guðmundur Á. Kristjánsson var hlutskarpastur í flokki pilta 17 til 18 ára en Eygló M. Óskarsdóttir sigraði í flokki stúlkna 17 til 18 ára. Magnús B. Sigurðsson var efstur í flokki 15 til 16 ára drengja og Guðrún B. Björgvins- dóttir hreppti fyrsta sætið í flokki telpna, 15 til 16 ára. Í fyrsta sæti í flokki 13 til 14 ára stráka var Ragnar M. Garðarsson og Guðrún Pétursdóttir var efst í flokki 13 til 14 ára stelpna. - hs Kjartan L. Pálsson, fyrrum formaður Einherjaklúbbsins til 33 ára, með allar sex kúl- urnar sem hann fór holu í höggi með. Þær eru heilagar og verða aldrei notaðar aftur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.