Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 12
12 7. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Merkur athafnamaður, sem nú er kominn á efri ár, sagði mér eitt sinn frá því þegar hann var sendur í sveit í fyrsta sinn. Skömmu eftir komuna þangað var honum falið að sækja kýrnar. Hann var óðfús að fara, en ungur piltur á bænum brá á glens og taldi gagnslítið að senda kaup- staðarstrák þessara erinda. Bær- inn stendur í fjallshlíð og þar eru mörg dalverpi. Hann kvaðst hafa gengið lengi frá einu dalverpi til annars, en hvergi séð kýrnar. Á endanum hefði hann gefist upp og farið volandi heim. Var ungi maðurinn þá sendur í hans stað. Í ljós kom að drengurinn hefði fundið kýrnar, hefði hann farið einu dalverpi lengra. Hann sagði að þetta hefði verið lexía fyrir lífið. Kennt honum að gefast aldrei upp. Þegar mál virtust óleysanleg, gæti lausnin verið handan við hornið. Væri það reyndar alltaf ef maður væri nógu þrautseigur. „Ég lærði líka með tímanum, að ef maður er búinn að brjóta heilann lengi um eitthvert mál, getur verið gott að leggja það til hliðar, og þá lýstur lausninni kannski niður í hugann þegar maður situr í leikhúsi eða við matarborðið heima hjá sér. Það er eins og hugurinn vinni áfram að lausn mála þegar maður hvílir hann,“ sagði þessi heiðursmaður. Fyrr og nú Þó að við stöndum nú úrræða- lítil í brimgarðinum miðjum og menn séu á einu máli um að aðrar eins hremmingar séu einsdæmi, er naumast hægt að bera ástandið saman við þær djúpu efnahagslægðir sem hafa hrellt þjóðina gegnum tíðina. Aðstæður eru ekki sambærilegar. Við sitjum ekki skjálfandi úr kulda í lélegum húsakynnum af því að við eigum ekki fyrir kolum. Við sveltum ekki. Við þurfum ekki að standa í biðröðum eftir skömmtunar- seðlum fyrir brýnustu nauð- synjum. Við eigum verðmætar náttúruauðlindir, viður kenndar mennta- og menningarstofnanir sem eru öllum opnar, listamenn á öllum sviðum, sem hafa skapað sér nafn víða um heim. Við eigum hitaveitu, framúrskarandi húsakynni og erum með malbik- aða vegi um allt land og landið er orðið grænt. Þegar ekið er um bæi og borg, gæti maður verið í þorpum í Þýskalandi eða á Norður löndum. Þetta hefur gerst á örfáum áratugum. Samgöngur við önnur lönd eru greiðar. Ekk- ert af þessu var fyrir hendi í dýpstu efnahagslægðum síðustu aldar. Þetta verður ekki frá okkur tekið, þó að næstu misseri og jafnvel ár muni augljóslega reyna á þolrifin. Vensl og vinátta Netvæðingin hefur gert heiminn að einu þorpi. Þar eru engin landamæri. Það er því sjálfsagt að leita til bestu fagmanna sem völ er á þegar í óefni er komið, eins og gert hefur verið hér á landi. Hins vegar er það dálítið óíslenskt að kikna í hnjánum í samskiptum við útlenda sér- fræðinga sem við höfum ráðið til starfa. Einnig er athyglis- vert að ekki skuli farið út fyrir Norður löndin í þessu efni. Útlendingarnir hafa áhyggjur af of miklum vina- og vensla- tengslum í viðskiptum og stjórn- málum hér á landi. Hvað vilja þeir gera? Þetta er 300 þúsund manna þjóð. Hér þekkjast allir meira og minna. Hitta hvar- vetna fyrir eigin skólasystkini, fólkið í hverfinu sem það ólst upp í, var með í fótboltaliði eða skátafélagi eða ferðalagi um landið. Þó að einhverjir fari glannalega í umferðinni er óþarfi að tortryggja alla bif- reiðaeigendur. Ríkið er nú orðið stærsti atvinnuveitandi landsins, á banka, bíla og fyrirtæki. Reynslan kennir að bráða- birgðaaðgerðir við slíkar aðstæður hafa tilhneigingu til að vera ekki til bráðabirgða. Smám saman er þrengt að athafnafrelsi, yfirvöld fara að hafa vit fyrir almenningi, sem mótmælir fyrst en venst aðstæðum. Þegar flær eru settar í krukku byrja þær að hoppa alla leið upp í lokið, en eftir því sem þær hoppa lengur hitta þær sjaldnar lokið og eftir smátíma er hægt að taka lokið af, án þess að þær hoppi upp úr krukkunni. Þær hafa sætt sig við sín tak- mörk. Það megum við alls ekki gera. Við eigum að læra lexíu kúa- smalans; Ekkert er óleysanlegt – aldrei að gefast upp! UMRÆÐAN Baldur Þórhallsson skrifar um Evrópu- sambandið Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnar- samningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnu- leysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólit- ískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikil- vægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðing- ar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efna- hagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir. ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðug- um gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameigin legur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sér- staklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnu- tækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu sam- gangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum mennta- stofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi lands- manna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að sam- þykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahags- legt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðar- stefnu og hætti smáskammtalækningum. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Aldrei að gefast upp BALDUR ÞÓRHALLSSON ESB eykur efnahagslegt öryggi JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Ástand Íslands Skilaboð til almennings Harry Borghouts, erindreki hollensku drottningarinnar í Norður-Hollandi, ákvað í gær að segja af sér stjórnar- setu í ABP, eftirlaunasjóði opinberra starfsmanna í Hollandi. Áður hafði héraðsstjórn ríkisins sagt af sér í heilu lagi vegna gríðarlegs taps sjóðsins á peningum sem voru geymdir inni á Icesave-reikningum. Það er gömul saga og ný að Íslend- ingar í stjórnunarstöðum hvers konar þverskallist út í hið endalausa við að viðurkenna ábyrgð á nokkrum einasta hlut, og treysti fremur á að brigðult minni almenn- ings annað hvort haldi þeim á sínum stað eða skili þeim til svipaðra starfa áður en langt um líður. En þegar fréttir berast af heilu héraðsstjórnunum og opinber- um erindrekum sem axla ábyrgð á því sem þau gerðu eða gerðu ekki, þótt ekki sé nema til að „senda skilaboð til almennings,“ eins og í tilfelli Hollend- inganna, er skiljanlegt hversu margir furða sig á því að afsagnir embætta vegna efnahagshruns heillar þjóðar sé enn hægt að telja á helmingi fingra hálfrar handar Hómers Simpson. Heiðarlegt framsóknarfólk Eygló Þóra Harðardóttir, þingkona Framsóknar- flokksins, fær kaldar kveðjur samflokkskonu sinni, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, í status á fésbókarsíðu hinnar síðarnefndu: Á dauða mínum átti ég von en ekki því að ritari og þing maður Framsóknarflokksins legðist svo lágt að belgja sig út á því að kasta skít í fyrrverandi formann flokksins... Þingmaðurinn (sem raunar er ritari flokksins líka) þyrfti oftar að hugsa áður en hún geltir á samstarfsfólk sitt í þinginu og stíga varlegar til jarðar. Dónaskapur af þessu tagi verður ekki liðinn af heiðarlegu framsóknarfólki... Við þennan lestur vakna ýmsar spurningar, til dæmis hvort skárra sé að gelta á Fésbókinni en annars staðar, og hvort téður þingmaður (sem einnig er ritari flokksins eins og Helga Sigrún bendir ítrekað á) hræðist mjög réttláta reiði heiðarlegs framsóknarfólks. kjartan@frettabladid.is Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir E inn hornsteina ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins er að Fréttablaðið hefur ekki skoðun. Hefur það verið yfirlýst stefna blaðsins allt frá stofnun vorið 2001. Þetta er ástæðan fyrir því að þær skoðanir sem birt- ast í skoðanadálkum Fréttablaðinu eru settar fram af nafngreindum höfundum. Gildir það jafnt um það efni sem birt- ist á þessum stað, sem og í dálki á borð við Frá degi til dags hér til hliðar. Kvittað er við textann með nafni eða netfangi. Þrátt fyrir að þetta fyrirkomulagi hafi verið í gildi í ríflega átta ár gætir stundum enn þess misskilnings að þær skoðanir sem eru viðraðar séu jafnvel runnar undan rifjum einhverra annarra en þess sem setur þær fram. Eflaust má rekja það til þeirrar ritstjórnarstefnu, sem er til dæmis ríkjandi á Morgunblaðinu, að blöð og heilu ritstjórnirnar hafi eina samræmda skoðun. Svo slík stefna gangi upp þarf stranga miðstýringu um hvaða skoðanir eru í lagi og hvaða skoð- anir eru ekki í lagi. Frá stofnun var lagt upp með að forðast slíka skoðanamiðstýr- ingu á Fréttablaðinu. Var það hluti af því markmiði útgefenda Fréttablaðsins að það yrði grundvöllurinn að dagblaðalestri þjóðar innar. Það tókst með glæsibrag. Þann árangur má örugg- lega þakka meðal annars þeirri ákvörðun að Fréttablaðið hefur sem slíkt ekki skoðun heldur leitast við að endurspegla fjölbreytt sjónarmið í þjóðmálaumræðunni. Sú ákvörðun var nýstárleg á sínum tíma, enda hafði blaða- útgáfa á Íslandi verið um árabil að miklu leyti nátengd stjórn- málaflokkum, og blöðin haldið flokkslínunum í gegnum þykkt og þunnt. Aðstandendur Fréttablaðsins hafa nú tekið ákvörðun um að hnykkja enn frekar á þeirri stefnu að blaðið hafi ekki skoðun með því að opna forystugreinapláss blaðsins fyrir völdum hópi utanhússpenna. Í Fréttablaðinu í dag eru kynntir til leiks sex einstaklingar sem munu skrifa forystugreinar í blaðið. Á næstunni munu ef til vill fleiri bætast í þennan fjölbreytta hóp. Forystugreinar verða einnig áfram skrifaðar af starfsmönnum ritstjórnar blaðsins. Hlutleysi er orð sem virðulegir fjölmiðlar vilja gjarnan nota yfir efnistök sín. Í því felst þó ákveðin hræsni. Sá sem stýrir umfjölluninni kemst ekki hjá því að taka afstöðu, þó ekki nema til dæmis með vali á viðmælendum og sjónarhorni. Mun raun- hæfara er að hafa jafnvægi sem leiðarminni. Það þýðir að ná báðum hliðum, eða öllum eins og oftar er, og flytja í frétt. Hlutleysi er hins vegar ekkert spennandi í skoðanagreinum heldur á að taka afstöðu og rökstyðja hana. Þar snýst jafnvægið um að útiloka ekki tiltekin sjónarmið heldur veita fólki með ólíkar skoðanir vettvang til að tjá þær. Nýir liðsmenn Frétta- blaðsins munu án vafa nýta sér það tækifæri. Í hátíðarræðu yrði þessi stefna orðuð sem svo að tilgangurinn sé að deila fjórða valdinu með fólki utan ritstjórnar blaðsins. Jafnvægi í þjóðmálaumræðunni: Skoðanaskrif í Fréttablaðinu JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.