Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 18
 7. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● golf Bleiki toppbikarinn nefnist móta- röð sem Krabbameinsfélag Íslands og Golfsamband Íslands standa að í sameiningu. Golfmótið hefur ein- ungis verið fyrir konur en í sumar var báðum kynjum leyfð þátttaka. Allur ágóði rennur beint til rann- sókna á brjóstakrabbameini. Fyrst þegar mótið var haldið árið 2005 var keppt á tveimur stöðum en nú í sumar er keppt á sjö stöðum. „Við fáum þúsund þátttakendur ár eftir ár,“ segir Gústaf Gúst- afsson, markaðsstjóri Krabba- meinsfélagsins. „Þetta er stærsta mótaröðin í golfi á Íslandi.“ Haldið er lokamót á hverju sumri og fær sá golfklúbbur sem á sigur- vegara lokamótsins bikar afhentan til geymslu í ár. Næsta mót verður 26. júlí hjá Golfklúbbi Reykjavík- ur. Lokamótið verður svo haldið 12. september í Borgarnesi. - vsp Stærsta móta- röð á Íslandi Frá fyrstu umferð Toppbikarsins í sumar. Sigurvegarar voru hjónin Fylkir Þór Guðmundsson og Matthea Sigurðar- dóttir. Í öðru sæti voru mæðgurnar Guðlaug María og Petrea Jónasdóttir. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL Evrópumót áhugamanna í kvenna- flokki er að þessu sinni haldið á golfvelli við vatnið Bled í Slóveníu. Keppt er dagana 7. til 11. júlí. „Golfsambandinu var að berast SMS frá Bled, þar er veður ekki gott, rigning, rok, þrumur og eld- ingar og hefur liðsstjóri frestað æfingahring leikmanna. Veður- spá fyrir morgundaginn er ekki góð og útlit fyrir að fresta þurfi fyrsta keppnisdegi en engin ákvörðun hefur þó verið tekin um frestun,“ sagði Stefán Garðars son hjá Golfsambandi Íslands í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Lands- lið Íslands skipa þær Eygló Myrra Óskarsdóttir, Ólafía Þórunn Krist- insdóttir, Ragna Björk Ólafsdótt- ir, Signý Arnórsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir. Karlalandslið Íslands í golfi keppti í Conwy í Wales á dögunum og hafnaði í tólfta sæti af tuttugu þjóðum. - vsp Kvennaliðið ræst í dag Íslenska kvennalandsliðið í golfi ásamt Karli Ómari Karlssyni landsliðsþjálfara og Steinunni Eggertsdóttur liðsstjóra. „Þessi mót eru komin til að vera,“ segir Hans Guð- mundsson, skipuleggjandi ABC-móta raðar innar og ABC-bikarsins. Um tvenns konar mót er að ræða. Annars vegar er ABC-mótaröðin sem er eins konar framhald af GSÍ-mótaröðinni þar sem krafist er að keppendur hafi að lágmarki 5,1 í for- gjöf. Hins vegar er ABC-bikarinn þar sem engin forgjafarmörk eru en keppt er með útsláttar- fyrirkomulagi með forgjöf. Nafn mótaraðarinnar er komið til vegna sam- starfs við ABC barnahjálp. 500 krónur af hverju mótsgjaldi renna óskiptar til ABC barnahjálpar. Hans áætlar að safnast hafi um 150 til 200 þúsund krónur það sem af er sumri. „Sú upphæð nægir til að styrkja um fjögur börn frá ABC barnahjálp,“ segir Hans. Hann segir að í haust verði hægt að fylgjast með þeim börnum sem styrkt eru á vef- síðu mótaraðarinnar, golf18.is. Hann segir að mótaröðin muni halda áfram á næsta ári og stefnt sé að því að fjölga þeim börnum sem styrkt eru á komandi árum. Hans segir að um áttatíu hafi skráð sig til leiks í ABC-bikarinn og um 140 í ABC-mótaröðina. Hann segir að margir af þekktustu kylfingum landsins séu með í ABC-bikarnum og má þar nefna Ragn- hildi Sigurðardóttur og Örn Ævar Hjartarson. - bþa Golfmót til góðs Hans Guðmundsson, skipuleggjandi mótaraðarinnar, ásamt verðlaunagripnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.