Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 10
10 7. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið hefur fallist á að leggja til 90 pró- sent af þeirri upphæð sem þarf að greiða vegna skila á bygging- arlóðum í Hveragerði í kjölfar stóra jarðskjálftans í fyrravor. Áætlað er að borga þurfi 30 milljónir króna vegna skila á lóðum og mun ríkið því greiða 27 milljónir. Um er að ræða lóðir sem gerðar voru byggingarhæfar í kjölfar niðurrifs skemmdra hús eftir skjálftann. Bæjarráð Hvera- gerðis segir aðkomu ríkisins gera sveitarfélaginu kleift að leysa til sín lóðir sem ella myndu standa óbyggðar til framtíðar „hvorki bæjarfélaginu né lóðarhöfum til sóma“. - gar Skilalóðir í Hveragerði: Ríkið styrkir endurgreiðslur HVERAGERÐI Nokkrar skemmdir urðu á húsum í bænum í jarðskjálfta í fyrra. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar GE kæliskáparnir hafa innbyggða klakavél með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir. kr. 299.995 stgr. Fullt verð kr. 428.500 Afmælistilboð 30% afsláttur Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vanda- mönnum með SS grill- kjöti. Ljúffengur krydd- lögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir. Í góðum félagsskap www.ss.is Flugnanet fyrir glugga og hurðir. Varanleg lausn fyrir heimilið og sumarhúsið. Snyrtilegt og sérsmíðað eftir máli. SBD ehf. Sími 895-9801 oskar@sbd.is – www.sbd.is Nýjung á Ísland HONDÚRAS, AP Lokað var á alla flugumferð á aðalflugvellinum í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, í gær. Kvöldið áður höfðu stjórnvöld meinað lendingu flugvélar með Manuel Zelaya, hinum brottrekna forseta landsins, innanborðs. Mikil spenna er í landinu og fyrsta dauðsfallið varð í fyrrakvöld þegar einn stuðningsmanna forset- ans lét lífið í átökum við hermenn. Herinn beitti táragasi og skaut við- vörunarskotum. Tugir manna slös- uðust. „Ég skora á hersveitir Hond- úras að leggja niður vopn,“ sagði Zelaya í El Salvador í gær, en þang- að hélt hann eftir árangurslausa tilraun til að lenda í Hondúras. Hæstiréttur og þing landsins ráku forsetann fyrir rúmri viku og saka hann um tugi lögbrota. Ekkert ríki hefur hins vegar viðurkennt þessa aðgerð. Í staðinn fyrir að draga hann fyrir dómstóla eða bíða kosn- inga tóku stjórnvöld þá ákvörðun að beita hernum til að vísa honum úr landi. Þúsundir stuðningsmanna Zelaya biðu á flugvellinum í fyrra- dag þegar hann reyndi að snúa aftur. Hann sagðist í gær ætla að gera aðra tilraun. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti stjórn- völd til að hlífa almennum borgur- um, sem ættu rétt til að tjá skoðan- ir sínar án þess að sæta hótunum. - gb Zelaya enn staðráðinn í að endurheimta forsetaembættið í Hondúras: Ætlar að gera aðra tilraun BÝÐUR YFIRVALDINU BIRGINN Þessi maður ætlaði ekki að gefa sig þegar her- inn réðst til atlögu gegn stuðningsfólki Zelaya á flugvellinum í Hondúras. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Halla Tómasdóttir er rekstrarhagfræð- ingur. Hún var framkvæmda- stjóri Stjórnenda- skóla HR og Auðar í krafti kvenna og lektor við viðskiptadeild HR 1999-2005 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands 2005-2007. Halla er nú starf- andi stjórnarformaður Auðar Capital. Jón Sigurðsson er rekstrarhag- fræðingur. Hann var lengst af rektor Háskólans á Bifröst og síðar seðlabankastjóri og viðskiptaráð- herra. Nýir pennar til liðs við Fréttablaðið Sex höfundar bætast í hóp þeirra sem rita forystugreinar á skoðanasíðu Frétta- blaðsins. Fram til þessa hafa eingöngu starfsmenn á ritstjórn blaðsins ritað í þennan dálk. Reynsla hópsins er breið eins og kemur fram í eftirfarandi kynningu. Svanhildur Hólm Valsdóttir var um árabil frétta- og dagskrárgerðar- maður hjá Ríkis- sjónvarpinu og síðar hjá Stöð 2. Hún útskrifaðist í vor frá lagadeild Háskóla Íslands. Þorkell Sigurlaugsson er viðskiptafræð- ingur. Hann er framkvæmda- stjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík en var framkvæmda- stjóri hjá Eimskip og Burðarási fram til ársins 2004. Þorkell hefur skrifað nokkrar bækur, síðast bókina „Ný framtíðarsýn“ sem kom út í maí á þessu ári. Margrét Krist- mannsdóttir er viðskiptafræðing- ur og fram- kvæmdastjóri Pfaff hf. Hún var formaður Félags kvenna í atvinnurekstri frá 2005 til 2009 og er nú formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Stefán Pálsson er sagnfræðingur og áhugamaður um stjórnmál. Hann hefur starf- að að friðar- og afvopnunarmál- um um árabil og er formaður Sam- taka hernaðar- andstæðinga. Stefán starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.