Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 22
14 7. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR GUSTAV MAHLER (1860-1911) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Ef tónskáld gæti sagt í orðum það sem því liggur á brjósti myndi það ekki reyna að segja það með tónlist.“ Gustav Mahler var austurrískt tónskáld. Hann samdi meðal annars níu sinfóníur og fjöl- mörg sönglög. Þennan dag árið 1941 kom Bandaríkjaher til landsins og tók við vörnum þess af Bret- um. Er talið að það hafi verið hluti af samkomulagi milli Breta og Bandaríkjamanna frekar en vegna óskar ríkisstjórnar Ís- lands. Tilgangurinn var að leysa af breskar hersveitir á Íslandi enda var þörf fyrir þær annars staðar. Að auki var þetta liður í því að auka hlut Bandaríkjanna í stríði Bandamanna gegn Þjóð- verjum og samherjum þeirra í Evrópu. Sumir íslenskir stjórnmála- menn höfðu þó þegar leitt hug- ann að því að biðja um vernd Bandaríkjamanna þar sem margir höfðu ekki mikla trú á breska herliðinu ef til innrásar Þjóðverja kæmi. Breskar her- sveitir voru þó ekki alfarnar heldur höfðu Bretar hér töluvert herlið allt til stríðsloka. Heimild: Ísland í aldanna rás. ÞETTA GERÐIST: 7. JÚLÍ 1941 Bandaríkjaher tekur við TVÆR ÞJÓÐIR Bandaríkjamenn tóku við vörnum Íslands af Bret- um árið 1941. Steinunn Helga Lárusdóttir, mennt- unarfræðingur og lektor við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, hlaut ný- verið annað sæti í ritgerðasamkeppni bresku BELMAS-samtakanna 2009 fyrir doktorsritgerð sína. Ritgerðin ber heitið „Leadership, values and gender. A study of Icelandic head teachers“ eða Leiðtogahæfni, gildi og kyn, rannsókn á íslenskum skólastjórnendum. „Ég vann að ritgerðinni í fjögur ár en ég var í fjarnámi við kennaramennt- unardeild Lundúnaháskóla frá 2004 til 2008,“ segir Steinunn, sem varði rit- gerðina í apríl á síðasta ári. „Hugmynd- in að ritgerðinni vaknaði í raun í kjöl- far þess að ég starfaði sjálf sem skóla- stjóri í Reykjavík í tæpan áratug,“ segir Steinunn en hún var skólastjóri Æfinga- skóla Kennaraháskóla Íslands sem í dag heitir Háteigsskóli. „Ég var skólastjóri á tíunda áratugnum, sem var tími mik- illa breytinga í skólakerfinu. Þá gengu í garð ný grunnskólalög og skólarnir fóru frá ríkinu til sveitarfélaganna,“ segir Steinunn. Hún bætir við að sér hafi oft þótt starfið erfitt enda margar erfiðar ákvarðanir sem þurfti að taka. „Þegar ég var komin með fjarlægð á starfið og farin að lesa mér til um stjórnun og stjórnunarhætti, ákvarðanir og hvernig staðið væri að þeim, kviknaði hjá mér mikill áhugi á því sem kallað er gildi; lífsgildi eða persónuleg gildi, og hvort þau gætu orðið skólastjórum leiðarvísir í ákvarðanatöku.“ Við vinnslu ritgerðarinnar tók Stein- unn viðtöl við tíu reykvíska skóla- stjóra; fimm karlmenn og fimm konur, og einn meðstjórnanda í hverjum skóla. „Ég bað þá að segja mér frá erfiðum ákvörðunum sem þeir höfðu tekið og hvernig þeir hefðu leyst vandamál- in. Einnig hvernig og hvort þeir teldu að eigið kyn hefði áhrif á ákvarðanir og hvernig fólk kæmi fram við þá. Á grundvelli þeirra frásagna reyndi ég að greina hvaða gildi það væru helst sem þeir hefðu að leiðarljósi,“ segir Stein- unn. Ein meginniðurstaða hennar var sú að hún gat ekki greint að gildi skóla- stjóranna væru ólík eftir kyni. Helstu gildin sem hún greindi meðal skóla- stjóranna voru umhyggja, heiðarleiki, ábyrgð og virðing. Steinunn segist ekki hafa fundið nein sérstök neikvæð gildi. „Hins vegar er starf skólastjóra þannig að þeir lenda oft í skurðpunkti átaka þar sem takast á ólík sjónarmið og gildi. Þá fara gildi foreldra, nemenda og kennara ekki allt- af saman,“ segir Steinunn en margir skólastjóranna greindu frá því að þeir finndu fyrir innri togstreitu. Fyrir ritgerðina hlaut Steinunn eins og áður sagði önnur verðlaun BEL- MAS-samtakanna sem eru stærstu samtök innan háskólasamfélagsins á sviði forystu og stjórnunar í mennta- málum í Bretlandi. „Leiðbeinandi minn, Marianne Coleman, hvatti mig til að taka þátt og einn andmælandi ritgerðarinnar, dr. Michael P. Bottery við háskólann í Hull mælti einnig með henni,“ útskýr- ir Steinunn. „Mér fannst harla ólíklegt að fá verðlaun og var í raun bara glöð að leiðbeinandi minn og andmælandi skyldu mæla með mér,“ segir hún og því komu verðlaunin henni skemmti- lega á óvart. Í verðlaununum felst þó ekki annað en heiðurinn. „Þau eru mér samt mikil hvatning sem ég ætla að nýta til að halda áfram að rannsaka og skrifa,“ segir Steinunn. solveig@frettabladid.is STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR: HLÝTUR VERÐLAUN Í RITGERÐASAMKEPPNI Lítill munur á gildum eftir kyni MENNTUNARFRÆÐINGUR Steinunn Helga Lárusdóttir hlaut önnur verðlaun í ritgerðasamkeppninni BELMAS fyrir doktorsritgerð sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON timamot@frettabladid.is Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, Jóhann Briem fyrrv. framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. júlí klukkan 15.00. Ásta Kristín Briem Páll Jóhann Briem Haraldur Páll Briem Vera Nily Birna Jóna Jóhannsdóttir Þór Kristjánsson Kristín Briem Sigurjón H. Ólafsson Sigrún Briem Jón Viðar Arnórsson Jóhanna Björk Briem Guðmundur Þorbjörnsson Eiginmaður minn og faðir okkar, Guðmundur Karl Jónsson fyrrverandi forstjóri, Strikinu 4, Garðabæ, lést fimmtudaginn 2. júlí á Landspítalanum. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rannveig Björnsdóttir Jón Örn Guðmundsson Björn Þór Guðmundsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Kjartan Jónsson skrifstofumaður, Kríuhólum 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti þriðju- daginn 30. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 8. júlí klukkan 13.00. Einar Kjartansson Marcia Maren Vilhjálmsdóttir Árni Kjartansson Margrét Örnólfsdóttir Ólafur Kjartansson Kristín Dúadóttir Elín Kjartansdóttir Agnar Kristjánsson Arnfríður Kjartansdóttir Jóhann Ragnar Kjartansson Jónína Guðjónsdóttir Óttar Kjartansson Hanna Kristín Sigurðardóttir Bryndís Arngrímsdóttir afabörn, langafabörn og systkini hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig Jónsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 4. júlí. Guðlaugur Bergmundsson María K. Jónsdóttir Jón Bergmundsson Guðrún Þórunn Ingimundardóttir Hlöðver Bergmundsson Jóhanna Óskarsdóttir Ingibjörg Bergmundsdóttir Harald B. Alfreðsson Katrín Björk Bergmundsdóttir Egill Grímsson Sigrún Berglind Bergmundsdóttir Helgi Thoroddsen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, Hallgrímur Helgason (Haggi) Tröllagili 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 3. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 15. júlí kl. 13.30. F.h. aðstandenda, Sigurlaug Helgadóttir Björg Helgadóttir Páll Helgason. Móðursystir okkar, Margrét Halldórsdóttir Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést föstudaginn 26. júní. Útförin verður gerð frá Höfðakapellu fimmtudaginn 9. júlí klukkan 13.30. Kolbrún Matthíasdóttir Guðný Matthíasdóttir Jón Matthíasson Halldór Matthíasson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur Jónsson prófessor, Tómasarhaga 22, sem lést á Landspítala í Fossvogi sunnudaginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 13.00. Guðrún Stefánsdóttir Jón Baldursson Kristjana G. Eyþórsdóttir Ólafur Baldursson Hulda Harðardóttir barnabörn og barnabarnabarn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.