Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 6
6 7. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR RÚSSLAND, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti og Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti voru á einu máli um að bæta samskipti ríkjanna frá því sem verið hefur. Á fundi þeirra í Moskvu í gær undirrituðu þeir meðal annars bráðabirgðasamkomulag, sem miðar að því að fækka kjarnorku- vopnum beggja landanna. Sam- komulagið verður nánar útfært á fundum samninganefnda ríkjanna næstu mánuðina. „Við verðum að sýna gott for- dæmi, til þess erum við hingað komnir,“ sagði Obama í glæsisal Kremlar í Moskvu, þar sem þeir forsetarnir svöruðu spurningum blaðamanna. „Medvedev forseti og ég erum staðráðnir í að segja skilið við tortryggni og fjandskap fortíðar- innar,“ sagði Obama enn fremur. Bandaríkin og Rússland eiga samanlagt meira en níutíu prósent af kjarnorkuvopnum heimsins. Samkvæmt núgildandi samkomu- lagi, sem rennur út í desember, er báðum ríkjunum heimilt að eiga að hámarki 2.200 sprengjur og 1.600 skotpalla á hjólum. Í bráðabirgðasamkomulaginu felst að bæði ríkin fækki kjarn- orkusprengjum sínum hvort um sig niður í 1.500 til 1.675, og skot- pöllum á hjólum verði fækkað í 500 til 1.100. Medvedev sagði þetta „sann- gjarna málamiðlun“. Þeir samþykktu einnig að hefja á ný hernaðarsamstarf landanna, sem var lagt af eftir að Rússar réð- ust inn í Georgíu fyrir tæpu ári, auk þess sem samkomulag náðist um ýmis önnur mál, sem sum hver hafa verið deilumál milli ríkj- anna. Meðal annars lofaði Obama því að endurskoðun á áformum um eldflaugavarnir, sem fyrri Banda- ríkjastjórn ákvað að setja upp í Póllandi og Úkraínu, yrði flýtt og henni lokið fyrir haustið. Obama neitaði að fara út í vanga- veltur um það hver færi í raun með völdin í Rússlandi, Medvedev for- seti eða Vladimír Pútín forsætis- ráðherra, sem áður var forseti. „Minn skilningur er sá að Med- vedev forseti sé forsetinn og Pútín forsætisráðherra sé forsætisráð- herrann,“ var það eina sem Obama hafði um þau mál að segja. Athygli vakti að stuttu eftir að blaðamannafundur þeirra hófst í gær var sjónvarpsútsending frá honum rofin en í þess stað sýnt frá fótboltaleik. Blaðamannafundinn átti síðan að sýna síðar. gudsteinn@frettabladid.is Sömdu um fækkun kjarnorkuvopna Barack Obama og Dmitrí Medvedev kynntu áform um bætt samskipti og lausn- ir á sumum helstu deilumálum ríkjanna. Vel fór á með þeim í Moskvu í gær. Obama sagði þá staðráðna í að segja skilið við tortryggni og fjandskap. VEIÐI Met var slegið í laxveiði sumarið 2008 í íslenskum ám. Alls veiddust 84.124 laxar á stöng en af þeim var 17.178 sleppt aftur. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 174 tonn. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 60.980 voru smálaxar og 5.966 stórlaxar. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 4.264 stór- laxar. Flestir laxar veiddust á Vestur- landi en á Suðurlandi var veiðin litlu minni. Í netaveiði var aflinn 9.403 laxar sumarið 2008, sem samtals vógu 21.862 kg. - shá Metveiðisumarið 2008: Lönduðu 174 tonnum af laxi YTRI-RANGÁ 2008 Svona var stemningin í fyrra. Áin endaði í rúmlega fjórtán þúsund löxum, sem er Íslandsmet. MYND/SUNNLENSKA SÖFNUN Gunnlaugur Júlíusson, sem þessa dagana hleypur frá Reykjavík til Akureyrar, hóf annan dag hlaupsins snemma í gær- morgun. Hélt Gunnlaugur af stað frá Borgar- nesi og var ætlunin að ná eins langt upp á Holtavörðuheiði og unnt væri. Gunnlaugur áætlar að hlaupa að jafnaði um sjötíu kíló- metra á dag. Hlaupið fer fram undir merkjum fjár- öflunar átaks fyrir Grensásdeildina og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Það er jafnframt minningarhlaup um Jón H. Sigurðsson, hlaupara frá Úthlíð. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Sigurður Guð- mundsson hjá UMFÍ. „Fólk sýnir framtak- inu mikinn áhuga og margir hafa lýst áhuga á að hlaupa hluta leiðarinnar með Gunn- laugi, sem er mjög jákvætt.“ Meðal þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum til átaksins er Staðarskáli, sem veitir Gunn- laugi og aðstoðarmönnum hans frían mat og gistingu. Bílaleiga Akureyrar lagði bifreið til átaksins, en hún fylgir hlauparanum eftir alla leiðina til Akureyrar. Í dag er ætlun Gunnlaugs að hlaupa austur fyrir Hvammstanga og á miðvikudag sem lengst inn í Langadal í áttina að Vatnsskarði. Stefnt er að því að ljúka hlaupinu á föstu- dags kvöld á Íþróttaleikvangi Akureyrar við setningu 26. Landsmóts Ungmennafélags Íslands. Forsvarsmenn Depils hafa komið staðsetn- ingartæki fyrir á Gunnlaugi hlaupara og geta því áhugasamir fylgst beint með hlaup- inu á slóðinni http://depill.is/LiveTracking. aspx?alias=umfi. - kg Gunnlaugur Júlíusson safnar fyrir Grensásdeild með hlaupi frá Reykjavík til Akureyrar: Ætlar að hlaupa sjötíu kílómetra á dag LÖNG LEIÐ FYRIR HÖNDUM Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að bæta aðbúnað á Grensásdeildinni geta lagt inn á reikning 0130-26-9981, kt. 660269-5929. SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 22 á sunnudagskvöld þegar fjórtán ára piltur féll þrjá til fjóra metra niður af húsþaki sund- laugarinnar hjá Krossholti á Barðaströnd. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og er laus við alvarlega áverka og við góða heilsu, samkvæmt upplýs- ingum frá vakthafandi lækni á barnaskurðdeild spítalans. Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar og bað um aðstoð. Piltur- inn var meðvitundarlaus þegar læknir kom á staðinn um hálfri klukkustund eftir slysið. Lög- reglan á Vestfjörðum vinnur nú að rannsókn á tildrögum þess. - kg Þyrla Gæslunnar kölluð út: Piltur féll niður af húsþaki Stefna vegna Kambalands Ræktunarmiðstöðin sf. hefur stefnt Kambalandi efh., Hveragerðisbæ, Orkuveitunni, Rarik og fleirum vegna ógreidds þrettán milljóna króna reiknings vegna vinnu við gatnagerð í Kambalandi. Verkið stöðvaðist í mars vegna peningaleysis. HVERAGERÐI A T A R N A Öll tilboð gilda til og með 10. júlí 2009 eða á meðan birgðir endast. Stórglæsileg tilboð í verslun okkar. Fjöldi tilboða á smátækjum, ljósum og símtækjum aðeins þessa vikuna. Umboðsmenn um land allt. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is 4.90013.900 Blandari Tilboðsverð: kr. stgr. Fullt verð: 16.900 kr. stgr. 11.900 Töfrasproti Tilboðsverð: kr. stgr. Fullt verð: 14.900 kr. stgr. Tilboðsvika 173.900 Dyrasímastöð Tilboðsverð: kr. stgr. Fullt verð: 234.700 kr. stgr. Brauðrist Tilboðsverð: 6.300 kr. stgr. Fullt verð: 7.600 kr. stgr. Spieler – borðlampar Tilboðsverð: kr. stgr. Fullt verð: 7.900 kr. stgr. Borðlampi Tilboðverð: 6.900 kr. stgr. Fullt verð: 8.900 kr. stgr. Vegglampi Tilboðverð: 4.900 kr. stgr. Fullt verð: 6.900 kr. stgr. Stavanger-línan Ráðast gegn skattaskjólum Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, og Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti samþykktu í gær að lokafrestur til þess að leggja refsiaðgerðir á ríki sem veita skattaskjól yrði í mars árið 2010. Þeir halda báðir á leiðtogafund G8-ríkjanna á Ítalíu á morgun. FRAKKLAND FORSETAR BANDARÍKJANNA OG RÚSSLANDS Í KREML Barack Obama gekk á fund Dmitrí Medvedev í gær til að koma samskiptum ríkjanna í gang á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAN, AP Ali Khameini, æðsti leið- togi Írans, segir að afskipti leið- toga Vestur- landa af stjórnmálum í Íran geti haft neikvæð áhrif á samskipti Írans við þessi lönd. „Þessi stjórn- völd verða að gæta sín á fjandsamlegum ummælum sínum og framferði,“ segir Khameini. Hann ítrekaði jafnframt stuðning sinn við Mah- moud Ahmadinejad forseta og sagði úrslitin úr forsetakosning- unum nýverið „varanlegan og hreinan sannleika“. Stjórnarandstæðingar í Íran segja úrslitin orka tvímælis og leiðtogar á Vesturlöndum krefj- ast þess að írönsk stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum. - gb Æðsti leiðtogi Írans: Viðvörun til Vesturlanda ALI KHAMEINI Veist þú um fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur þrátt fyrir að vera í vinnu? Já 27% Nei 73% SPURNING DAGSINS Í DAG Þekkir þú einhvern sem hefur orðið gjaldþrota í kreppunni? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.