Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.07.2009, Blaðsíða 8
8 7. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Tíu af tólf stofnunum sem standa illa, samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar, heyra undir menntamálaráðuneytið. Laga þarf vandann strax sam- kvæmt skýrslunni. Landbúnaðar- háskóli Íslands (LBHÍ) er í verstri stöðu og er gert ráð fyrir 265 millj- óna króna uppsöfnuðum halla í árs- lok, eða um 47,7 prósent af fjár- heimild. Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ, segir hallann fortíðarvanda. Lag- færa hafi átt hallann í síðustu fjár- lögum. Staðan sé hins vegar mun betri í ár. „Í maí á þessu ári vorum við innan rekstraráætlunar.“ Ólafur Halldórsson, framkvæmd- a stjóri Háskólans á Akureyri, segir ekkert benda til annars en að stað- ið verði við rekstrar áætlanir. Gert sé ráð fyrir að uppsafnaður halli verði um 89 milljónir, um 6,5 pró- sent af fjárheimild. Uppsafnaður halli Árnastofnunar verður sautján milljónir króna í árslok, um 5,9 prósent af fjárheim- ild, samkvæmt skýrslunni. Þórunn Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Árnastofnunar, segir skýringuna vera oftaldar tekjur. Við sameiningu fimm stofnana í Árnastofnun árið 2006 varð Fjár- sýslu ríkisins á mistök, samkvæmt Þórunni og oftaldi tekjur um sextán milljónir. Þau mistök voru leiðrétt í mars 2008. Aftur voru tekjur oftaldar árið 2008 um rúmar fjórar milljónir, að sögn Þórunnar. Sigtryggur Magnason, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, segir þessar stofnanir eiga það sam merkt að þær eigi uppsafnaðar skuldir sem verið sé að vinna upp. - vsp Tíu af tólf stofnunum sem standa illa heyra undir menntamálaráðuneytið: Safnaðar skuldir sem vinna á upp Nafn Áætlaður rekstrarhalli Prósent af fjárheimild Landbúnaðarháskóli Íslands 265 m. kr. 47,7 Hólaskóli 77 m. kr. 29,4 Námsmatsstofnun 25 m. kr. 19,7 Árnastofnun 17 m. kr. 5,9 HA 89 m. kr. 6,5 Raunvísindast. HÍ 19 m. kr. 4,8 FB 77 m. kr. 8,6 Flensborg 30 m. kr. 6,3 Laugaskóli 7 m. kr. 4,5 Listasafn Íslands 15 m. kr. 9,1 Landspítali 1.622 m. kr. 4,9 Heilsugæslan 453 m. kr. 11,3 STOFNANIR SEM STANDA ILLA Jón Helgi hafði samband með sögu af varahlutum. „Ég vinn við bifreiðaverkstæði hér í bæ og vildi benda á hvað varahlutir í bíla hafa hækkað úr öllu valdi,“ skrifar hann. „Ómerkilegir hlut- ir sem kosta ekki mikið í fram- leiðslu hafa hækkað ótrúlega. Mér datt í hug að senda þetta bréf þar sem mér blöskraði mikið eftir ferð upp í Brimborg. Ég var þar til að kaupa lítið plast á Mözdu- bíl sem er lok fyrir rúðupissið á stuðara. Þetta litla stykki kostar litlar 55.000 kr! Allur stuðarinn kostar aðeins 170.000 kr. (án lokana). Þetta er bara lítið dæmi um hvað varahlutir hafa hækkað eftir hrunið.” Jón Helgi sendi mynd af lokinu með bréfinu. Hólmar Ástvaldsson hjá Brimborg svarar: „Við erum í raun alveg sammála að þetta er mjög dýrt og eðlilegt að fólki ofbjóði þetta verð. Við töldum í upphafi að um mistök væri að ræða en eftir að hafa skoð- að þetta í kjölinn er ljóst að þetta er rétt verð. Helsta skýring á háu verði er að ekki er bara um lok/hlíf að ræða heldur er í þessu spíss fyrir ljós og hluturinn er málaður í sama lit og bíllinn og fæst ekki öðruvísi. Þrátt fyrir þetta er innkaupsverðið að okkar mati mjög hátt og við bætist síðan óhagstæð gengisskráning og aðflutningsgjöld. Við erum að leita frekari skýringa á þessu háa innkaupsverði hjá okkar birgjum og látum vita ef frekari skýringar fást.“ Neytendur: Svakalegt verð á varahlutum Plaststykki á 55.000 kall PLASTSTYKKI Myndir þú borga 55.000 krónur fyrir eitt svona? SVEITARSTJÓRNIR Reykjavíkurborg samdi við MP banka um að borga fyrirtækinu 42,5 milljónir króna fyrir umsjón með fimm milljarða króna lántöku borgarinnar hjá líf- eyrissjóðum þrátt fyrir að fyrir- tækið Virðing hafi boðist til að vinna verkið fyrir aðeins 17,5 millj- ónir. Þetta fullyrða fulltrúar minni- hlutans í borgarráði. Í fyrirspurn frá borgarráðsfull- trúum Vinstri grænna og Sam- fylkingar segir að í desember síð- astliðnum hafi verið samið við MP banka um skuldabréfaútboð sem síðan hafi ekki gengið upp. Í fram- haldinu hafi verið reynt að semja beint við lífeyrissjóðina í gegnum verðbréfafyrirtækið Virðingu en það hafi heldur ekki gengið eftir því sjóðirnir hafi viljað veð til trygg- ingar lánunum. Virðing var stofn- að af Sameinaða lífeyrissjóðnum og lífeyrissjóðnum Lífiðn. „Hins vegar hafi sömu lífeyrissjóðir verið tilbúnir að aflétta þeirri kröfu með milligöngu MP banka. Það hefur enn fremur verið upplýst að MP banki fékk 42,5 milljónir í þóknun fyrir verkið en Virðing hafi boð- ist til að taka 17,5 fyrir sömu þjón- ustu,“ segir í fyrirspurninni. Þorleifur Gunnlaugsson, borgar- ráðsfulltrúi VG, segir það hafa verið mjög óeðlilegt af hálfu opin- berra lífeyrissjóða að setja borg- ina í þá stöðu að geta ekki samið beint um lánið með aðstoð Virðing- ar nema gegn veði en að í gegnum einkabanka hafi síðan verið fallið frá þeirri kröfu. „MP banki kom aftur inn í málið og á mjög skömmum tíma afléttu lífeyrissjóðirnir kröfu um veðið. Eins og ég skil þetta notaði MP banki þá vinnu sem Virðing var búin að vinna. Þetta er bara einn samningur í raun og veru sem MP kláraði og fær þessar 42,5 milljónir fyrir. Þetta er allt mjög skrítið og lyktar ekki vel,“ segir Þorleifur, sem telur að bjóða hefði átt verkið út og að þóknunin hafi verið allt of há. „Mér er sagt að þetta hafi verið hálfs dags vinna hjá reyndum miðl- ara en þótt það hafi verið hálf vika eða jafnvel hálft ár þá eru þetta átta ára laun kennara,“ segir borgar- fulltrúinn. Friðjón Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Virðingar, er í sumarfríi og ekki náðist í staðgeng- il hans í gær. Friðrik Einarsson, forstöðu- maður fyrirtækjasviðs MP banka, segir bankanum ekki heimilt að veita upplýsingar um samning sinn við Reykjavíkurborg fremur en aðra viðskiptaaðila fyrirtækisins. Það sé borgaryfirvalda að ákveða slíka upplýsingagjöf. Hjá fjármálaskrifstofu borgar- innar fengust þau svör að fyrir- spurninni yrði svarað á fundi borgar ráðs 16. júlí næstkomandi. gar@frettabladid.is Segja þóknun til MP 25 milljónum of háa Fulltrúar minnihlutans í borgarráði vilja fá því svarað hvers vegna borgin valdi að borga MP banka 42,5 milljónir króna fyrir verk sem Virðing hafði boðist til að vinna fyrir 17,5 milljónir. Greidd séu átta árslaun kennara fyrir hálfs dags verk. ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON RÁÐHÚSIÐ Í REYKJAVÍK Gengið var frá fimm milljarða króna láni frá lífeyrissjóðum til borgarinnar í sumarbyrjun. MP banki fékk 42,5 milljónir króna fyrir að ganga frá því sem samningnum tengdist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.