Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 2
2 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
gefið út ákæru á hendur Jónasi
Inga Ragnarssyni og Tindi Jóns-
syni fyrir að hafa staðið saman að
framleiðslu fíkniefna í iðnaðar húsi
í Hafnarfirði. Úr upphafs efnunum
sem fundust í húsinu hefði mátt
framleiða að minnsta kosti 353
kíló af amfetamíni, að því er segir
í ákæru. Ákæran var birt tvímenn-
ingunum á fimmtudag.
Jónas Ingi og Tindur voru hand-
teknir vegna málsins um miðjan
október í fyrra. Á tveimur stöðum
í Hafnarfirði, að Móhellu og Rauð-
hellu, fundust 38 kíló af svokölluðu
P-2-NP-efni, sem er upphafs- eða
milliefni í amfetamínframleiðslu,
og þrír og hálfur lítri af svokölluð-
um P-2-P-vökva. Úr því hefði verið
unnt að framleiða minnst 353 kíló
af amfetamíni.
Þá fannst á stöðunum tveimur
búnaður fyrir milljónir til fíkni-
efnaframleiðslu. Sérfræðingur um
fíkniefnaverksmiðjur frá alþjóða-
lögreglunni Interpol, sem kom til
landsins sérstaklega vegna máls-
ins, sagðist aldrei hafa séð full-
komnari verksmiðju.
Til marks um umfangið var
að mennirnir fluttu til lands-
ins rúmt tonn af íblöndunar-
efnum.
Til viðbótar þessu er Jónas
Ingi ákærður fyrir að hafa
haft í vörslu sinni í öðru iðnaðar-
húsnæðinu rúm átján kíló af
kannabisefnum ætluðum til sölu,
og að hafa átt tæp 700 grömm af
amfetamíni í hinu húsinu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins gengst Jónas Ingi við því
að eiga fíkniefnin, en neitar því
hins vegar að hafa ætlað að fram-
leiða fíkniefni úr upphafsefnunum
sem fundust.
Jónas og Tindur gætu átt von á
tólf ára fangelsi fyrir brotið.
stigur@frettabladid.is
Hraði ekki hækkaður
Vegamálastjóri hefur hafnað
tillögum um að hámarkshraði á
Reykjanes braut verði hækkaður úr
90 kíló metrum á klukkustund í 100
kílómetra. Hann segir ekki víst hversu
mikilli þjónustu verði hægt að halda
úti þar á næstunni og því sé ekki
hægt að hækka hraðann.
REYKJANES
Hefði mátt búa til 353
kíló af amfetamíni
Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni hefur verið birt ákæra fyrir amfetam-
ínframleiðslu í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Jónas Ingi þrætir fyrir að hafa ætl-
að að framleiða amfetamín gengst við að eiga fíkniefni sem fundust í húsnæðinu.
Verð á mann í tvíbýli:
159.900kr.
Sérferð
18.–25. ágúst 2009
Fararstjóri: Margrét Árnadóttir
fjallaleiðsögumaður
Innifalið: Flug til Friedrichshafen með sköttum og öðrum
greiðslum, gisting á 4* Hotel Oberstdorf með hálfu fæði,
ferðir til og frá flugvelli erlendis, allar gönguferðir með
fararstjórn og kynningarfundur með veitingum fyrir ferð.F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Gönguferð í þýsku
Ölpunum
Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar
á expressferdir.is eða í síma 5 900 100
vinsamlegast sendið fyrirspurn á
info@expressferdir.is
ELDSVOÐI Eldur kom upp á sorp-
haugum höfuðborgarsvæðisins á
Álfsnesi aðfaranótt föstudags.
Engan sakaði í eldinum og
hvorki hús né önnur mannvirki
voru í hættu. Starfsmenn Sorpu
aðstoðuðu slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins við slökkvistarf í
gærmorgun.
Reyk lagði frá sorphaugunum í
nokkurn tíma. Líklegt er talið að
um sjálfsíkveikju hafi verið að
ræða. Hiti undanfarið gæti hafa
átt þátt í íkveikjunni. - þeb
Sorphaugar í Álfsnesi:
Sjálfsíkveikja á
sorphaugunum
ÁLFSNES Mikinn reyk lagði frá sorphaug-
unum fram eftir degi í gær og höfðu
margir samband við slökkviliðið vegna
hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ragnar, fór hún nokkuð að
grenja, skyttan?
„Það hefur verið óttalega mikill
grátur og grenj í kringum þetta.“
Eigendur sextán jarða í Rauðasands-
hreppi eru óánægðir með grenjaskyttu
sveitarfélagsins. Þeir vilja frekar aðra
skyttu. Ragnar Jörundsson er bæjarstjóri
Vesturbyggðar.
VARNARMÁL Tveir rannsóknar kaf-
bátar rússneska sjóhersins hafa
haldið sig við Norður-Atlantshafs-
hrygginn í sumar. Með þeim hafa
verið kjarnorkuknúnir árásar- og
þjónustukafbátar, að því er fram
kemur á vef Varnarmálastofnunar.
Þar segir að kafbátaleitar-
flugvélar hafi fylgst náið með ferð-
um kafbátanna og miðlað upplýs-
ingum til Atlantshafsbandalagsins.
Svo virðist sem kafbátarnir séu
notaðir til að vinna að kortlagn-
ingu og vísindarannsóknum.
Kafbátarnir héldu sig nokkra
tugi sjómílna austur og norðaustur
af íslensku efnahagslögsögunni í
lok júní og byrjun júlí. - bj
Kjarnorkukafbátar við lögsögu:
Rússar kanna
hafsbotninn
MENNING Óhætt er að segja að
kreppan sé fyrirferðarmikil á
Listasafninu á Akureyri um þess-
ar mundir. Málverkasýning undir
yfirskriftinni Kreppumálararnir
verður opnuð í dag þar sem sýnd
verða verk eftir
Jón Engilberts,
Þorvald Skúla-
son og fleiri
þjóðþekkta mál-
ara.
Um kvöld-
ið munu síðan
nafntogaðir
skemmtikraft-
ar beina spjót-
um sínum að
kreppunni á uppistandi í boði
safnsins. „Auðvitað er mjög
óvenjulegt að listasafn standi
fyrir uppákomu sem þessari.
En við lifum líka á óvenjulegum
tímum þar sem örvænting ræður
ríkjum og því er nauðsynlegt að
vega upp á móti ástandinu,“ segir
Bergur Ebbi Benediktsson, einn
þeirra sem troða upp.
- rve / sjá Inni og úti
Listasafnið á Akureyri:
Hlegið að
kreppunni
FÓLK Á litlu svæði nálægt Frankfurt í Þýskalandi
getur að líta nokkuð stórt auglýsingaskilti sem
auglýsir bjórtegundina Pfungstädter. Það væri
ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að
á skiltinu má sjá þrjár kynslóðir frægra íslenska
karlmanna.
Lengst til vinstri er Bragi Bergþórsson, einn
efnilegasti tenórsöngvari landsins, Páll Berg-
þórsson, fyrrum veðurstofustjóri, er fyrir miðju
og Bergþór Pálsson baritónsöngvari lengst til
hægri. Bragi er sonur Bergþórs og barnabarn
Páls.
„Ég tók þessa mynd fyrir tveimur árum og svo
hafði auglýsingastofa samband við mig og vildi
kaupa myndina eftir að hún sá hana á flickr-
heimasíðunni minni,“ segir Bragi Bergþórsson,
tenórsöngvari og sá yngsti í karlleggnum.
Segist hann ekki vilja gefa upp verðið sem
hann seldi myndina á en segir þetta aðallega
hafa verið í gríni gert. Þess ber að geta að Páll
hélt ekki á bjórflösku við myndatökuna. Hönd
hans var bætt inn á síðar. - vsp
Þrjár kynslóðir prýða bjórauglýsingaskilti í Þýskalandi:
Var aðallega í gríni gert
JETZT PFUNGT‘S! Þrjár kynslóðir í beinan karllegg auglýsa bjór í
Þýskalandi. Myndin var keypt af auglýsingastofu sem skoðaði flickr-
síðu Braga. Höndunum var bætt inn af auglýsingastofunni.
ALÞINGI Þingmenn ræddu kosti og
galla þess að senda Evrópusam-
bandinu (ESB) aðildar umsókn
í allan gærdag og fram eftir
kvöldi, og stóð þingfundur enn
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Uppnám varð í þinginu í gær
þegar Ásmundur Einar Daða-
son, þingmaður Vinstri grænna,
kvartaði undan þrýstingi frá sam-
flokksmönnum sínum. Ásmund-
ur sagði að sér hefði verið sagt
að styddi hann tillögu sjálfstæð-
ismanna um tvöfalda atkvæða-
greiðslu gæti komið til stjórnar-
slita, og ákvað að taka ekki
frekari þátt í umræðu á þinginu
í gær.
Þingfundur mun hefjast á ný
klukkan 10.30 í dag, en ólíklegt
er að atkvæði verði greidd um til-
löguna fyrr en eftir helgi, segir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis. Ekki verður
þingfundur á morgun.
Aðildarumsókn að ESB er
annað tveggja hitamála sem til
stendur að klára áður en sumar-
þingi lýkur. Þingið á einnig eftir
að fjalla um Icesave-samningana.
Ásta Ragnheiður segir ekki ljóst
hvenær það mál komi úr nefnd og
til umræðu í þinginu. Það verði
þó vonandi í næstu viku. Á því
velti hvenær sumarþingi ljúki.
- bj
Þingforseti reiknar með áframhaldandi umræðum um ESB-aðild næstu daga:
Kvartaði undan samflokksmönnum
TÓMLEGT Mikið líf var í þingsalnum við
upphaf þingfundar, en heldur fækkaði í
salnum þegar leið á umræðurnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hefur staðfest
fyrri úrskurð Samkeppniseftir-
litsins um að Vélar og verkfæri
ehf. hefði misnotað markaðsráð-
andi stöðu sína við sölu á efni
til að framleiða höfuðlyklakerfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Samkeppniseftirlitinu.
Í úrskurði áfrýjunar nefndar
samkeppnismála sem birtur var í
gær er staðfest að Vélar og verk-
færi séu í markaðsráðandi stöðu
og hafi brotið samkeppnislög.
Áfrýjunarnefndin ákvað hins
vegar að lækka sekt Véla og verk-
færa úr 15 milljónum í 10 milljón-
ir króna. - bþa
Vélar og verkfæri ehf. sektað:
Misnotuðu
markaðsstöðu
Sakaður um árás á yfirvaldið
Ríflega þrítugur maður hefur verið
ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni,
en honum er gefið að sök að hafa
ráðist með ofbeldi að opinberum
starfsmönnum í Leifsstöð í apríl í
fyrra. Hann er sakaður um að hafa
reynt að taka öryggisvörð hálstaki og
hóta tveimur lögregluþjónum lífláti.
DÓMSTÓLAR
BERGUR EBBI
BENEDIKTSSON
BÁÐIR HLOTIÐ ÞUNGA DÓMA
FULLKOMINN TÆKJABÚNAÐUR
Sérfræðingur frá Interpol sagði
verksmiðjuna eina þá fullkomn-
ustu sem hann hefði séð.
MYND/LÖGREGLAN
Jónas Ingi Ragnarsson, 37 ára, var
árið 2004 dæmdur í fangelsi í tvö
og hálft ár fyrir að láta undir höfuð
leggjast að koma Litháanum Vaidasi
Jucevicius til hjálpar þegar fíkniefna-
belgir sprungu í iðrum hans, og fyrir
ósæmilega meðferð á líki Vaidasar
þegar hann kom, ásamt öðrum, líkinu
fyrir í Neskaupstaðarhöfn.
Jónas neitaði alltaf sök í málinu, og
kom meðal annars fram í fjölmiðlum
til að bera af sér sakir, en í dóminum
sagði að framburður hans
væri svo fráleitur að
það tæki engu
tali.
Tindur Jónsson, 22 ára, var árið
2006 dæmdur í sex ára fangelsi fyrir
tilraun til manndráps, en hann réðst
á annan mann í samkvæmi og hjó
í höfuð hans með stórri sveðju. Þá
var hann einnig sakfelldur fyrir fjórar
aðrar líkamsárásir og fíkniefnabrot.
Tindur fékk að afplána hluta
refsingar sinnar á áfangaheimilinu
Vernd, til að hann gæti stundað nám
í efnafræði á sama tíma.
Jónas Ingi og Tindur hafa
báðir setið inni síðan amfetamín-
verksmiðjan uppgötvaðist og
af plánað eftirstöðvar dóma sinna.
JÓNAS INGI RAGNARSSON
SPURNING DAGSINS