Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 6

Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 6
6 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR FR IGG K E EN NEWPORT H2 K E EN CORONADO Léttur fl ísfatnaður úr Polartec® Power Stretch®, efni sem teygist á fjóra vegu og heldur vægum hita á líkamanum. Fæst líka í svörtu. Flottir barnasandalar með táavörn, frönskum rennilás og mjög góðu gripi. Fæst líka í appelsínugulu. Barna strigaskór með góðum sóla. Með kaupum á Coronado skónum styrkir þú National Wildlife Federation sem vinnur að verndun dýralífs í heiminum. bolur og buxur barnasandalar barna strigaskór Verð bolur: 7.800 kr. Verð buxur: 6.800 kr. Verð: 6.200 kr. Verð: 6.500 kr. SJÁVARÚTVEGSMÁL Sjávarútvegs- ráðherra tilkynnti í gær átta prósenta samdrátt í aflamarki á þorski. Heimilt verður að veiða 150.000 tonn á næsta fiskveiðiári, en veiða mátti 162.500 tonn á yfir- standandi fiskveiðiári. Þorskafli næsta fiskveiðiárs miðast við tuttugu prósent afla úr viðmiðunarstofninum, og ætti því ekki að koma á óvart, segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Aflamark ýsu verður skorið niður um þriðjung; heimilt verð- ur að veiða 63 þúsund tonn, sam- anborið við 93 þúsund tonn á yfir- standandi fiskveiðiári. Ýsukvótinn er þó ekki skorinn jafn mikið niður og Hafrannsókna- stofnunin mælti með, en stofnun- in taldi ekki heppilegt að veiða meira en 57 þúsund tonn. Vísað er til þess í rökstuðningi ráðherra að ýsustofninn hafi náð óvenju mikilli stærð upp úr aldamótum, en stofn- inn fari nú minnkandi. Heimilt verður að veiða um fjórðungi minni ufsa, fimmtíu þúsund tonn samanborið við 65 þúsund tonn nú. Aflamark á aðrar tegundir mun í flestum tilvikum standa í stað eða minnka lítillega. „Þetta er mjög í takt við það sem mátti búast við,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ). Hann segir það þó skoðun LÍÚ að óþarfi hafi verið að lækka þorskkvótann í 150 þús- und tonn. Heppilegra hefði verið að fara ekki neðar en í 160 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra fór að ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunarinn- ar um aflamark á þorski, en í fjöl- mörgum tilvikum ákvað ráðherra að leyfa meiri veiði en ráðlegg- ingar stofnunarinnar gerðu ráð fyrir. Hann segir þar einkum um að ræða smærri tegundir þar sem meiri óvissa sé um stofnstærð. Á næstunni verður skoðað hvernig nýta megi þær laga- heimildir sem þegar eru til staðar, eða setja ný lög, til að styrkja full- vinnslu aflans hér á landi, segir Jón. Þar skipti miklu að tryggja íslenskum fiskvinnslum aðgang að fiski, í stað þess að hann sé seldur óunninn úr landi. Þá segist Jón íhuga að leggja fram lagafrumvörp sem taki á færslu aflaheimilda milli ára, og tilfærslum milli tegunda. brjann@frettabladid.is Þorskkvóti skertur um 12 þúsund tonn Heimilt verður að veiða 150 þúsund tonn af þorski á komandi fiskveiðiári, átta prósentum minna en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þriðjungs samdráttur verður á ýsukvóta. Í takti við það sem við var að búast segir framkvæmdastjóri LÍÚ. FRIÐRIK J. ARN- GRÍMSSON JÓN BJARNASON SKERÐING Þorskkvóti næsta árs verður um átta prósentum minni en á yfirstandandi fiskveiðiári, en aflamark ýsu skerðist um þriðjung. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR FRAKKLAND, AP Neðri deild franska þingsins tók á föstudag- inn til umfjöllunar tillögu sem gerir fleiri verslunum kleift að hafa opið á sunnudögum. Nicolas Sarkozy forseti hefur barist fyrir sveigjanlegri vinnu- löggjöf í þeim tilgangi að efla hagvöxt og gera landið vænlegra fyrir ferðamenn. Líklegt þykir að frumvarpið nái fram að ganga, þrátt fyrir að það hafi mætt and- stöðu í þinginu. - þeb Frumvarp í franska þinginu: Vilja hafa opið á sunnudögum Á Ísland að hefja aðildarvið- ræður við Evrópusambandið? Já 48,1% Nei 51,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er eftirsjá að Hótel Valhöll á Þingvöllum? Segðu þína skoðun á visir.is KOSTARÍKA, AP Vonir um að sættir tækjust í deilunni um stjórnar- byltingu í Hondúras dvínuðu þegar fundur andstæðra fylkinga skilaði engum árangri. Þeir Manuel Zelaya forseti, sem hrakinn var úr landi í lok júní, og Roberto Micheletti, sem tók við af honum, héldu báðir til Kostaríku á fimmtudag, en hitt- ust ekki á sameiginlegum fundi heldur ræddu sitt í hvoru lagi við Oscar Arias, forseta Kostaríku, sem reyndi að miðla málum. „Við gerum okkur engar grill- ur,“ sagði Arias að fundunum loknum. „Þetta getur tekið lengri tíma en við héldum.“ - gb Viðræður um Hondúras: Sáttavon dvínar BÚRMA, AP Vitnaleiðslum í máli Nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi frá Búrma lauk í gær. Vitni í málinu héldu því fram að engin lög hefðu verið brotin enda byggði kæran á lögum sem voru afnumin fyrir 21 ári. Suu Kyi er sökuð um að hafa brotið lög þegar hún hýsti amer- ískan ríkisborga sem mun hafa synt yfir vatn að heimili hennar. Suu Kyi hefur setið í stofu- fangelsi á heimili sínu í fjórtán af síðustu tuttugu árum þegar hún bar sigur úr býtum í kosningum í landinu. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi ef hún er fundin sek. - bþa Aung San Suu Kyi fyrir rétti: Vitni sögðu lög ekki brotin FÓLK Leikskólinn Laufásborg hefur ákveðið að gerast vina- leikskóli barnaheimilis í Aneho í Tógó. Íslenska styrktarfélagið Sóley & félagar hefur um nokkurt skeið styrkt barnaheimilið og aðra starfsemi systur Victo í Tógó. Haldið var upp á þetta í Hljóm- skálagarðinum í gær. Börnin á Laufásborg fengu mangóís frá Sólveigu Eiríksdóttur og tónlistar- konan Magga Stína tók lagið fyrir þau. Börnin fengu líka að smakka vesturafrískan drykk sem heitir bissap, en sá drykkur er vinsæll hjá börnunum í vinaskóla þeirra. - þeb Laufásborg hélt hátíð: Vinasamband við börn í Tógó Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM Viðstaddir fögnuðu vinasambandi við barna- heimilið í Aneho í Tógó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍTALÍA, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti sagði við lok G8-fund- arins á Ítalíu í gær að líklega hefði tekist að afstýra efnahagshruni í heiminum, sem hefði haft skelfi- legar afleiðingar. Enn væri þó langt í varanlegan bata. „Kæruleysi fárra kynti undir kreppu sem hefur farið um allan heiminn,“ sagði Obama og hvatti leiðtoga heims til að standa sam- einaðir að björgunaraðgerðum, sem fela bæði í sér strangar regl- ur um fjármál og auknar fjárveit- ingar til að koma efnahagslífinu af stað. Strax að loknum G8-fundinum hélt Obama á fund Benedikts XVI. páfa, en í dag ætlar hann að skreppa til Afríku, nánar tiltekið til Gana þar sem hann skoðar kastalann á Höfðaströnd. Heimsóknin hefur táknrænt gildi fyrir Obama, því í þessum kastala höfðu Bretar höfuð stöðvar þrælaverslunar sinnar fyrr á öldum. Obama hefur haft í nógu að snú- ast í vikunni, allt frá því hann hélt til Moskvu á mánudag að hitta bæði Dmitrí Medvedev forseta og Vladimír Pútín forsætisráðherra. Á leiðtogafundinum í L‘Aquila á Ítalíu í gær samþykktu G8- ríkin meðal annars að veita tut- tugu milljörðum Bandaríkjadala til stuðnings bændum í fátækum ríkjum, svo þeir gætu aukið fram- leiðslu sína. - gb Barack Obama heldur til Afríku að loknum leiðtogafundi G8-ríkjanna á Ítalíu: Segir efnahagshruni afstýrt BARACK OBAMA Lauk Ítalíuferðinni með heimsókn til páfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDBÚNAÐUR Nýjar íslenskar Premier-kartöflur komu á mark- að á höfuðborgarsvæðinu í gær. Gera má ráð fyrir að um þrjú tonn komi í fyrstu sendingu. „Fyrsta uppskera sumarsins er óvenju snemma á ferð í ár eða rúmri viku fyrr en venjulega. Það bíða margir spenntir eftir því að fá glænýjar íslenskar kartöflur á diskinn sinn og því selst fyrsta sending jafnan fljótt upp,“ segir Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda. Hefð hefur myndast fyrir því að Úlfar Eysteinsson, matreiðslu- meistari á Þremur frökkum, bjóði til sín landsþekktum áhugamönn- um um íslensku kartöfluna í rauðsprettu og glænýjar íslensk- ar kartöflur. - vsp Kartöfluuppskeran snemma: Þrjú tonn í fyrstu sendingu ÞRÍR FRAKKAR Jón Bjarnason land- búnaðarráðherra og Bjarni Jónsson, hjá Sambandi garðyrkjubænda, snæða rauðsprettu og nýjar kartöflur. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.