Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 6
6 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR FR IGG K E EN NEWPORT H2 K E EN CORONADO Léttur fl ísfatnaður úr Polartec® Power Stretch®, efni sem teygist á fjóra vegu og heldur vægum hita á líkamanum. Fæst líka í svörtu. Flottir barnasandalar með táavörn, frönskum rennilás og mjög góðu gripi. Fæst líka í appelsínugulu. Barna strigaskór með góðum sóla. Með kaupum á Coronado skónum styrkir þú National Wildlife Federation sem vinnur að verndun dýralífs í heiminum. bolur og buxur barnasandalar barna strigaskór Verð bolur: 7.800 kr. Verð buxur: 6.800 kr. Verð: 6.200 kr. Verð: 6.500 kr. SJÁVARÚTVEGSMÁL Sjávarútvegs- ráðherra tilkynnti í gær átta prósenta samdrátt í aflamarki á þorski. Heimilt verður að veiða 150.000 tonn á næsta fiskveiðiári, en veiða mátti 162.500 tonn á yfir- standandi fiskveiðiári. Þorskafli næsta fiskveiðiárs miðast við tuttugu prósent afla úr viðmiðunarstofninum, og ætti því ekki að koma á óvart, segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Aflamark ýsu verður skorið niður um þriðjung; heimilt verð- ur að veiða 63 þúsund tonn, sam- anborið við 93 þúsund tonn á yfir- standandi fiskveiðiári. Ýsukvótinn er þó ekki skorinn jafn mikið niður og Hafrannsókna- stofnunin mælti með, en stofnun- in taldi ekki heppilegt að veiða meira en 57 þúsund tonn. Vísað er til þess í rökstuðningi ráðherra að ýsustofninn hafi náð óvenju mikilli stærð upp úr aldamótum, en stofn- inn fari nú minnkandi. Heimilt verður að veiða um fjórðungi minni ufsa, fimmtíu þúsund tonn samanborið við 65 þúsund tonn nú. Aflamark á aðrar tegundir mun í flestum tilvikum standa í stað eða minnka lítillega. „Þetta er mjög í takt við það sem mátti búast við,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ). Hann segir það þó skoðun LÍÚ að óþarfi hafi verið að lækka þorskkvótann í 150 þús- und tonn. Heppilegra hefði verið að fara ekki neðar en í 160 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra fór að ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunarinn- ar um aflamark á þorski, en í fjöl- mörgum tilvikum ákvað ráðherra að leyfa meiri veiði en ráðlegg- ingar stofnunarinnar gerðu ráð fyrir. Hann segir þar einkum um að ræða smærri tegundir þar sem meiri óvissa sé um stofnstærð. Á næstunni verður skoðað hvernig nýta megi þær laga- heimildir sem þegar eru til staðar, eða setja ný lög, til að styrkja full- vinnslu aflans hér á landi, segir Jón. Þar skipti miklu að tryggja íslenskum fiskvinnslum aðgang að fiski, í stað þess að hann sé seldur óunninn úr landi. Þá segist Jón íhuga að leggja fram lagafrumvörp sem taki á færslu aflaheimilda milli ára, og tilfærslum milli tegunda. brjann@frettabladid.is Þorskkvóti skertur um 12 þúsund tonn Heimilt verður að veiða 150 þúsund tonn af þorski á komandi fiskveiðiári, átta prósentum minna en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þriðjungs samdráttur verður á ýsukvóta. Í takti við það sem við var að búast segir framkvæmdastjóri LÍÚ. FRIÐRIK J. ARN- GRÍMSSON JÓN BJARNASON SKERÐING Þorskkvóti næsta árs verður um átta prósentum minni en á yfirstandandi fiskveiðiári, en aflamark ýsu skerðist um þriðjung. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR FRAKKLAND, AP Neðri deild franska þingsins tók á föstudag- inn til umfjöllunar tillögu sem gerir fleiri verslunum kleift að hafa opið á sunnudögum. Nicolas Sarkozy forseti hefur barist fyrir sveigjanlegri vinnu- löggjöf í þeim tilgangi að efla hagvöxt og gera landið vænlegra fyrir ferðamenn. Líklegt þykir að frumvarpið nái fram að ganga, þrátt fyrir að það hafi mætt and- stöðu í þinginu. - þeb Frumvarp í franska þinginu: Vilja hafa opið á sunnudögum Á Ísland að hefja aðildarvið- ræður við Evrópusambandið? Já 48,1% Nei 51,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er eftirsjá að Hótel Valhöll á Þingvöllum? Segðu þína skoðun á visir.is KOSTARÍKA, AP Vonir um að sættir tækjust í deilunni um stjórnar- byltingu í Hondúras dvínuðu þegar fundur andstæðra fylkinga skilaði engum árangri. Þeir Manuel Zelaya forseti, sem hrakinn var úr landi í lok júní, og Roberto Micheletti, sem tók við af honum, héldu báðir til Kostaríku á fimmtudag, en hitt- ust ekki á sameiginlegum fundi heldur ræddu sitt í hvoru lagi við Oscar Arias, forseta Kostaríku, sem reyndi að miðla málum. „Við gerum okkur engar grill- ur,“ sagði Arias að fundunum loknum. „Þetta getur tekið lengri tíma en við héldum.“ - gb Viðræður um Hondúras: Sáttavon dvínar BÚRMA, AP Vitnaleiðslum í máli Nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi frá Búrma lauk í gær. Vitni í málinu héldu því fram að engin lög hefðu verið brotin enda byggði kæran á lögum sem voru afnumin fyrir 21 ári. Suu Kyi er sökuð um að hafa brotið lög þegar hún hýsti amer- ískan ríkisborga sem mun hafa synt yfir vatn að heimili hennar. Suu Kyi hefur setið í stofu- fangelsi á heimili sínu í fjórtán af síðustu tuttugu árum þegar hún bar sigur úr býtum í kosningum í landinu. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi ef hún er fundin sek. - bþa Aung San Suu Kyi fyrir rétti: Vitni sögðu lög ekki brotin FÓLK Leikskólinn Laufásborg hefur ákveðið að gerast vina- leikskóli barnaheimilis í Aneho í Tógó. Íslenska styrktarfélagið Sóley & félagar hefur um nokkurt skeið styrkt barnaheimilið og aðra starfsemi systur Victo í Tógó. Haldið var upp á þetta í Hljóm- skálagarðinum í gær. Börnin á Laufásborg fengu mangóís frá Sólveigu Eiríksdóttur og tónlistar- konan Magga Stína tók lagið fyrir þau. Börnin fengu líka að smakka vesturafrískan drykk sem heitir bissap, en sá drykkur er vinsæll hjá börnunum í vinaskóla þeirra. - þeb Laufásborg hélt hátíð: Vinasamband við börn í Tógó Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM Viðstaddir fögnuðu vinasambandi við barna- heimilið í Aneho í Tógó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍTALÍA, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti sagði við lok G8-fund- arins á Ítalíu í gær að líklega hefði tekist að afstýra efnahagshruni í heiminum, sem hefði haft skelfi- legar afleiðingar. Enn væri þó langt í varanlegan bata. „Kæruleysi fárra kynti undir kreppu sem hefur farið um allan heiminn,“ sagði Obama og hvatti leiðtoga heims til að standa sam- einaðir að björgunaraðgerðum, sem fela bæði í sér strangar regl- ur um fjármál og auknar fjárveit- ingar til að koma efnahagslífinu af stað. Strax að loknum G8-fundinum hélt Obama á fund Benedikts XVI. páfa, en í dag ætlar hann að skreppa til Afríku, nánar tiltekið til Gana þar sem hann skoðar kastalann á Höfðaströnd. Heimsóknin hefur táknrænt gildi fyrir Obama, því í þessum kastala höfðu Bretar höfuð stöðvar þrælaverslunar sinnar fyrr á öldum. Obama hefur haft í nógu að snú- ast í vikunni, allt frá því hann hélt til Moskvu á mánudag að hitta bæði Dmitrí Medvedev forseta og Vladimír Pútín forsætisráðherra. Á leiðtogafundinum í L‘Aquila á Ítalíu í gær samþykktu G8- ríkin meðal annars að veita tut- tugu milljörðum Bandaríkjadala til stuðnings bændum í fátækum ríkjum, svo þeir gætu aukið fram- leiðslu sína. - gb Barack Obama heldur til Afríku að loknum leiðtogafundi G8-ríkjanna á Ítalíu: Segir efnahagshruni afstýrt BARACK OBAMA Lauk Ítalíuferðinni með heimsókn til páfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDBÚNAÐUR Nýjar íslenskar Premier-kartöflur komu á mark- að á höfuðborgarsvæðinu í gær. Gera má ráð fyrir að um þrjú tonn komi í fyrstu sendingu. „Fyrsta uppskera sumarsins er óvenju snemma á ferð í ár eða rúmri viku fyrr en venjulega. Það bíða margir spenntir eftir því að fá glænýjar íslenskar kartöflur á diskinn sinn og því selst fyrsta sending jafnan fljótt upp,“ segir Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda. Hefð hefur myndast fyrir því að Úlfar Eysteinsson, matreiðslu- meistari á Þremur frökkum, bjóði til sín landsþekktum áhugamönn- um um íslensku kartöfluna í rauðsprettu og glænýjar íslensk- ar kartöflur. - vsp Kartöfluuppskeran snemma: Þrjú tonn í fyrstu sendingu ÞRÍR FRAKKAR Jón Bjarnason land- búnaðarráðherra og Bjarni Jónsson, hjá Sambandi garðyrkjubænda, snæða rauðsprettu og nýjar kartöflur. KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.