Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 10
10 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR Paul Bennett er einn af eig- endum IDEO, framsækins og skapandi hönnunarfyrir- tækis. Fyrirtækið var valið meðal fimm framsæknustu fyrirtækja Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, Apple og Facebook. Hann er að koma til landsins í fjórða sinn og vill gera hvað hann getur til að hjálpa til. „Við erum að vinna með ráða- mönnum um að opna vettvang þar sem fólk getur komið með hug- myndir og sameina fólk í baráttu í endurreisn landsins,“ segir Paul Bennett. Hann er einn af eigendum hönnunar-, ímyndar- og sköpunar- fyrirtækisins IDEO auk þess að vera hönnunarstjóri hjá fyrir - tækinu. Paul segir að hann hafi fest kaup á léninu www.DesignAndRecov- ery.is sem hann vonast til að eigi eftir að vera vettvangur hugmynda og sköpunar á næstunni. „Við von- umst eftir að koma henni í loftið á næstu níutíu dögum,“ segir Paul. „Við viljum ná ráðamönnum og aðilum vinnumarkaðarins í sam- ræmt átak. Þetta er erfitt þar sem margir koma að þessu en ég er von- góður um að þetta hafist enda eru allir að vinna að sameiginlegum málstað“. „Það sem Ísland þarfnast er sví- virðilega einfaldar lausnir,“ segir Paul. Hann bætir við að þær séu þó ekki auðfundnar. Hann segir að hann horfi til þeirra aðferða sem Barack Obama hafi gripið til. „Hann er ekki endilega að gera afskaplega mikið en hann upp- lýsir almenning um hvað hann er að gera, sem fyllir fólk bjart- sýni.“ Hann bendir á að ríkis- stjórn Obama standi fyrir vefsíðu sem eigi að auðvelda almenningi að hjálpa samfélaginu á einhvern hátt og fylgjast með aðgerðum hins opinbera. Aðspurður segir Paul að ef hann væri í forsvari fyrir íslensku þjóð- ina um þessar mundir myndi hann einbeita sér að því að auka gegnsæi allra aðgerða. „Íslenskir ráðamen þurfa að forðast að vinna bak við luktar dyr. Það fólk sem ég hef rætt við er tvístigandi um það hvort það vill samþykkja Icesave eða ganga í Evrópusambandið en er sammála um að þessari óvissu sem nú ríkir þurfi að ljúka,“ segir Paul. Paul er að koma til landsins í fjórða skipti síðan allt fór í kalda kol og segir að hann hafi fund- ið fyrir því að fólk vilji hjálpa og gera uppbyggilega hluti. „Fólk er ekki endilega að leitast eftir því að fá borgað fyrir sína vinnu, það er einungis að leita eftir því að taka þátt í uppbyggingu landsins. Það þarf að finna eitthvað að gera fyrir fólk og gefa því tækifæri á að taka þátt í þjóðhagslega og samfé- lagslega hagkvæmum verkefnum.“ Hann segir Íslendinga að mörgu leyti líka fólki í Kísildal (e. Silicon Valley) í Kaliforníuríki. „Fólk er frjótt og hefur ákaflega mikið af hugmyndum. Það þarf að búa til eitthvað sem er gerlegt og raun- verulegt auk þess sem það verður að taka afar skamman tíma,“ segir Paul. Aðspurður segir Paul að ekki sé þörf á að skapa nýja ímynd fyrir Íslands. „Allir vilja hjálpa litla Íslandi. Þetta snýst um að hefja endurreisnina.“ Paul segir að hann eigi í viðræðum við BBC og fleiri erlenda fjölmiðla um að koma hing- að til lands til að hjálpa við að auka jákvæða umfjöllun um endurbygg- ingu landsins. Fyrirtækið sem Paul á hlut í og starfar fyrir, IDEO, vinnur aðallega að vöruþróun, ímyndar- vinnu og annarri sköpunarvinnu. Meðal viðskiptavina fyrirtækis- ins eru bandaríska ríkið, Proctor & Gamble og Microsoft. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið að verkefn- um í Afríku til að bæta aðgengi að vatni. Vinna þess er því ákaflega fjölbreytt. Fyrirtækið var valið eitt af fimm framsæknustu fyrirtækj- um Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, GE, Apple og Facebook. Paul hvetur alla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu að hafa samband við sig persónulega á net- fangið pbennett@iedo.com. Einn- ig er hlekkur á umræðuvef á Face- book á vefsíðu fyrirtækisins, www. ideo.com. bta@frettabladid.is Svívirðilega einfaldar lausnir PAUL BENNETT Þetta er fjórða heimsókn Pauls til landsins. Hann hóf að fylgjast með málefnum Íslands eftir að Íslendingur benti honum á ástand mála hérlendis. IDEA var valið eitt af fimm framsæknustu fyrirtækjum í heiminum árið 2008 og var þar í hópi með Google, Apple, GE og Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTAVIÐTAL: Paul Bennett, hönnunarstjóri og einn af eigendum fyrirtækisins IDEO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.