Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 12
greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Nefndarálit stjórnarflokk-anna í utanríkisnefnd um Evrópusambands aðildina er áfangi á langri leið. Að sama skapi eru vonbrigði að ekki skuli hafa tekist breiðari samstaða um svo veigamikið mál. Það felur í sér áform um stöðu Íslands í alþjóða- samfélaginu og lausn á framtíðar- stefnu í peningamálum og snýst þar af leiðandi um kjarnann í íslenskri pólitík. Upphafleg tillaga ríkisstjórnar- innar var afar ófullkomin. Við meðferð málsins í utanríkisnefnd hefur verið tekið tillit til hugmynda stjórnar andstöðuflokkanna um nauð- synlegan vegvísi í samningaviðræð- unum. Segja má að með því móti sé kominn hryggur í málatilbúnaðinn. Vegvísirinn er þó ekki gallalaus. Þeirri spurn- ingu er ósvarað hvers vegna ekki tókst víð- tæk samstaða um framgang málsins. Senni- legasta skýring- in er sú að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstöðu- flokkarnir hafi haft á því raunverulegan áhuga. Það er áhyggjuefni fyrir margar sakir. Sundurlyndi við upphaf þessarar vegferðar er líklegt til að hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Af nefndarálitinu einu og sér má ráða að VG hafi nú tekið upp fyrir- varalausa aðildarstefnu og hafi um leið horfið frá því markmiði að hafa krónuna sem framtíðar gjaldmiðil. Á hinn bóginn kemur ekki skýrt fram að VG hafi horfið frá fyrir varanum um að vera á móti samningi er þar að kemur, svo þverstæðukennt sem það er. Á þessu stigi er því erfitt að draga ákveðnar ályktanir um póli- t ískt gildi nefndarálitsins þegar úrslitin ráðast endanlega. Í ljósi þess hversu mikilvægt það er fyrir Ísland að aðildarumsókn nái fram að ganga vakna spurning- ar hvers vegna ríkisstjórnin gekk ekki lengra til að reyna að ná sam- stöðu. Einkum á það við um mismun- andi hugmyndir um stjórnskipulega lokameðferð málsins. Þær snúast um hvort þjóðin á að veita ráðgjöf eða hafa raunverulegt úrslitavald með því að samþykkja eða synja ákvörð- un Alþingis. Áfangi án samstöðu Hvers vegna vill ríkis-stjórnin ekki að þjóðin fái úrslitavald?Ein augljós ástæða lýtur algjörlega að þeim vanda VG að vilja bæði halda og sleppa. Mála- miðlunin sem flokkurinn hefur gert við Samfylkinguna felst í því að styðja aðildarumsókn en geta verið á móti aðildarsamningi þegar þar að kemur. Til þess að auðvelda það á þjóðin að greiða atkvæði um samninginn áður en Alþingi tekur afstöðu. Þannig getur VG verið á móti samningi sem hennar eigin ríkisstjórn hefur gert. Við venju- legar aðstæður myndi ríkisstjórn einfaldlega ekki gera samning sem hún væri ósátt við. Önnur ástæða lýtur að báðum stjórnarflokkunum. Eðlileg stjórn- skipuleg málsmeðferð er sú að heimila aðild með stjórnarskrár- breytingu, samþykkja síðan lög um aðildarsamning á Alþingi og bera þau þar á eftir undir þjóðar- atkvæði. Þetta kallar á kosningar til Alþingis vegna breytinga á stjórnarskrá. Báðir stjórnar- flokkarnir vilja komast hjá því að leggja mál sín í dóm kjósenda fyrr en almennu stjórnarskrár- reglurnar um lengd kjörtímabils segja til um. Þetta sýnast vera helstu skýring- arnar á því að ríkisstjórnarflokk- arnir voru ekki fúsir til að semja á breiðum grundvelli um framgang málsins. Utanríkis ráðherra virtist vera það í upphafi. For- menn stjórnar flokkanna hafa hins vegar aftekið það með öllu. Senni- lega hefði samkomulag um eðlilega lokamálsmeðferð verið stjórnar- samstarfinu ofraun. Vandinn er sá að sú leið sem ríkisstjórnin vill fara er bæði ólýðræðisleg og leiðir jafnframt til meiri óvissu um úrslit aðildarsamnings. Engin rök standa til þess að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar- umsókn. Verði það talið nauðsyn- legt gilda hins vegar sömu rök þar um og lokameðferðina. Rétt væri í því tilviki að þjóðin tæki afstöðu til tillögu sem Alþingi hefði þegar samþykkt. Ágreiningur eykur á óvissu Hvers vegna á þjóðin að hafa úrslitavald en ekki ráðgefandi hlutverk? Er ekki nóg að forsætis- ráðherra lýsi því yfir að þingmenn fari eftir ráðgjöfinni? Málið er ekki alveg svo einfalt. Íslensk stjórnskipun byggir á því að Alþingi og ríkisstjórn veiti landinu forystu. Rétt getur verið að takmarka vald Alþingis með þjóðar atkvæðagreiðslum. Ráðgjafar- hugmyndin snýr þessu hlutverki hins vegar við. Engin lýðræðis- hugsjón býr þar að baki því að þá gilti reglan um öll mál. Það er fyrst og fremst óeining um aðildarmálið en samhliða eining um að viðhalda ríkis stjórninni sem veldur. Í þessu samhengi má ekki gleyma að formföst umfjöllun Alþingis um einstök mál er ein og sér veiga mikill þáttur í lýðræðinu. Þrjár umræður með nefndarumfjöllun og álitsgjöf sérfræðinga og hagsmunahópa er talin nauðsynleg við almenna laga- setningu. Því fremur er þörf á slíkri málsmeðferð áður en aðild að Evrópu sambandinu er til lykta leidd. Í Icesave-málinu hefur einn ráð- herra ekki treyst sér til að taka afstöðu til eigin frumvarps fyrr en að lokinni þinglegri meðferð. Það sýnir gildi hennar fyrir lýðræðis- lega skoðanamyndun. Ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla gæti vissulega orðið afger- andi. En sömu líkur eru á að hún verði það ekki. Allt gæti það ferli því leitt til stjórnskipulegrar flækju. Kjarni málsins er þessi: Þjóðin á rétt á forystu og hún á rétt til úrslitavalds um jafn stórt mál. Það er hins vegar mikill ábyrgðarhluti að tefla framgangi þess í tvísýnu. Það verður þar af leiðandi mikil prófraun á alla þingflokka. Spurning um forystu og lýðræði ÞORSTEINN PÁLSSON Ý msir þeir sömu og hafa kvartað hæst yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur kvarta nú sáran yfir því að hún gangi of hratt til verks. Á það síðarnefnda bæði við um ríkisábyrgðina á Icesave-samningnum og aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Margt bendir til að afgreiðslu beggja mála ljúki innan viku á forsendum ríkis- stjórnarinnar. Það er eindregið fagnaðarefni ef ríkisstjórnin kemur þessum tveimur stóru málum í höfn. Með þeirri niðurstöðu væri hún að senda skýr merki um að hún hafi þann innri styrk sem þarf til að stýra landinu. Umfram allt væri þetta þó merki um að veruleg hreyfing er fram undan við löngu tímabært uppbyggingarstarf á fjármálakerfinu. Að viðtengingarhættinum slepptum þarf á hinn bóginn ekki að velkjast í neinum vafa um að ef Jóhanna og félagar landa ekki þess- um málum blasir við mikið óvissuástand. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur undanfarnar vikur stigið afgerandi fram sem hinn sterki leiðtogi ríkisstjórnar- innar. Hann hefur staðið í miðjum stormi Icesave- og nú Evrópu- sambandsumræðunnar án þess að gefa eftir eina tommu. Að auki hefur rignt yfir hann eldi og brennisteini frá talsmönnum andstæðra sjónarmiða. Það virðist ekki heldur bíta á hann. Fjármálaráðherra býr augsýnilega að því að vera búinn að koma sér upp þykkum skráp á löngum stjórnmálaferli. Það er sannarlega dýrmætur eiginleiki í því starfi sem hann hefur valið sér. Enn þá meira virði er þó sú ára trúverðugleika sem hann hefur yfir sér. Það fer ekki á milli mála að utan veggja þingsins fer virðing Stein- gríms vaxandi, kannski sérstaklega meðal þeirra sem deila ekki með honum pólitískum skoðunum. Það hefur komið heldur óvænt í ljós að Steingrímur getur nálgast hlutina á pragmatískan hátt. Það er hreint ekki öllum gefið en er ómetanlegt fyrir þá sem vilja hafa alvöru áhrif í stjórnmálum. Á þingi í gær sagði hann til dæmis að ef til vill mætti kalla það vissa „fórn“ að VG hefði samþykkt í stjórnarsáttmála að lögð yrði fram tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Var sú ákvörðun augsýnilega byggð á því mati Vinstri grænna að flokkur- inn kæmi fleirum stefnumálum sínum í framkvæmd í stjórnarsam- starfi með Samfylkingu en öðrum flokkum. U-beygja Steingríms í afstöðunni til samningaleiðar um Icesave er örugglega reist á sams konar köldu hagsmunamati. Fyrir þá sem efast um að ríkisábyrgðin á Icesave-samningnum sé óumflýjanleg, hlýtur að vera traustvekjandi að Steingrímur hafi leitt hann til lykta. Það segir meira en mörg orð að eftir að hafa kynnt sér alla málavexti leggur þessi fyrrum háværasti andstæðingur samn- ingaleiðarinnar nú pólitískt líf sitt að veði fyrir samningnum. Á undanförnum dögum hefur ríkisstjórnin sýnt að hún er tilbúin til að láta verkin tala. Gagnrýnin á þann kraft sem er hlaupinn í störf hennar er ósanngjörn. Okkur Íslendingum er ekki til setunnar boðið. Tími biðleikja er fyrir löngu að baki. Kyrrstaðan er ekkert val. Hún er bein ávísun á afturför við núverandi aðstæður. Á stjórn- völdum hvílir sú skylda að vísa veginn með afgerandi hætti. Jóhanna og Steingrímur spýta í lófana: Enginn tími fyrir biðleiki JÓN KALDAL SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.