Fréttablaðið - 11.07.2009, Side 14

Fréttablaðið - 11.07.2009, Side 14
14 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR V oltaic heitir gripurinn sem endar Volta-ævintýri Bjark- ar Guðmundsdóttur. Þar má finna DVD-upptökur af tón- leikum frá París og Íslandi, plötu með endurhljóðblönd- unum af lögum Voltu eftir aðra listamenn, „live“-hljóðupptöku af Björk með hljómsveit í Olympic Studios og DVD þar sem öll þau myndbönd sem gerð voru fyrir plötuna má finna. Það er bið eftir Björk, en allir miðlar landsins keppast um að ná tali af henni. Svo birtist hún, bleikklædd og fáguð í stíl, að vanda. Hún býður mér inn í borðstofuna á veitingastaðnum Við tjörnina. Þetta er svo yndislegt hús, segi ég. „Já, mann langar bara að flytja inn hérna,“ svarar hún. Við vitum báðar að við erum ekki komnar til þess. Ég er mætt til að leika blaðamann, hún er stjarnan sem situr fyrir svörum. Um margt að velja Upptökurnar úr Olympic Studios, af hverju ákváðuð þið að nota þær frekar en upptöku af tónleikunum? „Við tókum upp tónleikana fyrir útvarp, áður en við fórum á túrinn. Svo notuðum við það ekki, ég man ekki út af hverju, en við hugsuðum vá, en gott að eiga þetta sem heimild og geta gefið þetta út sjálf, seinna.“ Hún segir hljómsveitina svo hafa verið sívaxandi á túrnum og safn- ið sýni þróunina vel. „Þannig að ef þú hefur áhuga þá ertu með Voltu, plötuna, síðan ertu með hljómsveitina, búna að æfa lögin áður en hún fer á túr og síðan eftir túrinn, þegar við erum búin að vera að spila í tvö ár og orðin pínu sjúskuð og ég orðin hás og svolít- ið rokkuð á því.“ Á mynddisknum eru tvær upptökur, frá París og Íslandi. „Ég ætti náttúrlega ekki að vera að segja frá þessu, en á Parísartónleik- unum lenti ég í rosalegum vandræðum og gat ekki tekið háu nóturnar mínar. Þannig að þegar við héldum kirkjutónleikana hér tókum við bara rólegu lögin, sem er erfið- ari að syngja. Ég var í raun enn með hnút á raddböndunum þá, en nú er hann farinn.“ Margar hliðar raddarinnar Í viðtali við Interview varstu spurð hvort tónleikaupptökur væru raunverulegri heim- ild um mismunandi hliðar raddar þinnar en upptökur í hljóðveri. Er þessi heimildar- söfnun um það, að fanga þessar hliðar? „Já, í rauninni. Þegar ég túra þá er ég alltaf að hugsa meira um tónlistina heldur en rödd- ina mína. Til dæmis á Parísartónleikunum, sem eru aðaltónleikarnir, þar var ég með vandamál. Ég gerði Parísartónleikana og svo þremur dögum seinna voru Náttúrutón- leikarnir og eftir þá aflýsti ég öllum tón- leikum í tvær vikur og fór til London til sjö lækna. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég lenti í svona vandræðum.“ Upptökurnar eru því af söngkonunni í erfiðleikum með röddina. „Síðan er ég núna, ár síðan túrinn var, búin að fara til hellings af sérfræðing- um og læra alveg nýjan kafla af tækni sem ég kunni ekki og hvernig maður á að læra að eldast.“ Björk tekur fram að það sé ekki að merkja í dag, en röddin er þreyttari en blaðamaður hefur áður heyrt hana. „Það var „reunion“ hjá hópnum i gær, því hljóðmaðurinn fór í dag. Við fórum á Boston og dönsuðum til þrjú og öskruðum, þannig að ég er óvenju hás í dag. En það er eins og þú segir, þegar maður er í stúdíóinu þá tekur það mig venju- lega tvö ár að gera plötu eða eitthvað. Maður er að dúlla sér við útsetningar og bítin. Svo vakna ég einn morguninn og bara, vá, ég er í toppformi í dag og syng. Ég tek kannski fjórar, fimm tökur og svo finn ég þá bestu en á tónleikum hefur maður ekki þann lúxus. Þannig að það er í raun sannara. Þegar maður labbar á sviðið verður maður bara að vinna með það sem maður hefur þann dag- inn. Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Ég hef gaman af þessum andstæðu pólum.“ Full mynd- og hljóðgæði Tónleikarnir verða sýndir í Háskólabíói á miðvikudögum og laugardögum. „Já, ég er rosalega fegin og yrði mjög glöð ef fólk myndi sjá þetta í miklum hljóðgæðum. Nátt- úrutónleikarnir voru erfiðir, bæði var svo- lítið kalt og raddarlega séð voru það verstu tónleikarnir. Svo var svo bjart þar, sem er auðvitað æðislegt, sumarnæturnar á Íslandi, en við gátum ekki verið með neitt af ljósun- um okkar og leiserana. Í bíó fær fólk að sjá allt það. Mér fannst það vera hluti af þessu Volta-ævintýri, það var svolítið neon-frum- stætt. Þess vegna var gaman að draga leis- erinn fram. Hann var í tísku fyrir tuttugu árum, skilurðu? Við fengum gamaldags reif-leiser. Mennirnir voru bara, heyrðu, við getum gert miklu flottara dót með leis- er. Ég bara, nei, nei, nei, nei, við viljum retró leiser. Það var hluti af útlitinu, þetta træbal-reif. En já, ég yrði rosalega glöð ef fólk myndi koma að sjá þetta.“ Komin annað í huganum Í huganum virðist Björk nú þegar búin að skilja við Voltu og komin allt annað. „Ég er náttúrlega bara byrjuð að vinna næstu plötu. Maður er enn þá í myrkrinu í þoku og getur ekki lýst neinu. Það kemur í ljós seinna.“ Hún beinir því sjónum sínum alfarið að tónlistinni í bili. „Ég tók alveg fjóra mán- uði fyrir jólin í þessa náttúrubaráttu hérna heima. Það kom mér á óvart, maður var alveg átján tíma á dag í því. Í janúar ákvað ég að ég þyrfti að fara alveg í tónlistina. Ég geri meira gagn þar, held ég. Ég fór til New York, ákvað að fara alla leið í slipp, og fór vikulega til osteopata sem sérhæfir sig í söngvurum og raddþjálfara og talþjálfara og söngþjálfara og næringarfræðings, ég tók allan pakkann. Það var mjög gaman. Það tekur alltaf svolítið úr manni að túra. Maður þarf yfirleitt að fara í slipp á eftir.“ Lærir að tala að nýju Er eitthvað sem þú komst að um sjálfa þig í því ferli öllu? „Já, alveg gomma.“ Björk vand- ar sig við svarið. „Góð spurning. Ég komst að því af hverju að alltaf þegar ég labba þá anda ég eðlilega en þegar ég er kyrr þá fer öndunin öll í hakkabuff hjá mér. Það var svo augljóst að það þurfti einhver að segja mér það (hlær). Þegar ég er að syngja á tónleik- um þá er ég hlaupandi út um allt, því ég kann það miklu betur en að vera kyrr.“ Hún segir sönginn þó aldrei hafa verið vandamálið. „Ég fór til Engel Lund þegar ég var átján ára og þá sagði hún mér að ég talaði eins og mús. Ég pældi aldrei í því. Svo fór ég til raddþjálfara og hún sagði mér að vandamálið væri hvern- ig ég tala. Hún var aðallega að leiðrétta það, ekki söngröddina, hún kemur af einhverri eðlisávísun, það er ekkert að henni. Það var mjög áhugavert. Svona er þegar maður er búinn að gera eitthvað vitlaust í fjörutíu ár.“ Björk hlær að þessu. Það virðist aldrei taka á hana að ræða raddarvandræði sín, hún er reynslunni ríkari. Nýr staður í sjónmáli Ég las einhvers staðar að þú hefðir verið í Gvatemala. Hvað varstu að gera þar? „Ég var bara að semja, fór á bátnum og samdi á honum. Ég var í smá rannsókn. Ég fór til Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldisins, Kúbu, Belís, Mexíkó og Gvatemala að reyna að finna stað til að semja á. Mér finnst svo erfitt að vinna í New York, ég er ekki mikið borgarbarn. Í ákveðinn tíma finnst mér rosa- lega gaman að fara í háhælaða skó og setja á mig varalit en ég get ekki búið þar eða samið. Þannig að ég var að reyna að finna einhvern stað sem væri nálægt New York en samt í náttúrunni. Ég held að ég sé búin að finna hann núna, Púertó Ríkó sé málið. Það er líka stutt að ferðast þangað. Það er næsta plan að fara þangað.“ Staðsetningin er að mörgu leyti fullkom- in til að geta eytt tíma bæði með tónlistinni og fjölskyldunni, en Matthew Barney, sam- býlismaður Bjarkar, vinnur í New York og þau eyða helmingi ársins þar. Björk virðist því komin með stað í tilverunni aftur eftir tveggja ára túr, stríð við röddina sína, nátt- úruverndarbaráttu og rót. Ég spyr hana hvort við þetta sé einhverju að bæta, veit að ég er að renna út á tíma og Bjarkar bíða enn blaða- menn í hrönnum. „Nei, ég er alveg góð.“ Með því skil ég við Björk. Hefur fundið sinn stað í lífinu Björk Guðmundsdóttir kveður Volta-ævintýrið með bíósýningum og útgáfu. Sjálf er hún komin allt annað, jafnvel alla leið til Puerto Rico. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir ræddi við Björk um atburði síðustu ára og framtíðina. VOLTA-ÆVINTÝRIÐ BÚIÐ Björk kemur til frumsýningar á Voltaic í Háskólabíói í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÞÓR Voltaic kemur út í þremur mis- munandi útgáfum; þrefaldri hágæða vínylútgáfu með DVD, geislaplötuútgáfu ásamt DVD í sérútgáfu og staðlaðri CD/DVD útgáfu. Voltaic DVD-tónleikaupptaka Upptaka af tónleikum Bjarkar í París 1. Brennið þið vitar 2. Earth Intruders 3. Hunter 4. Immature 5. Joga 6. Pleasure Is All Mine 7. Vertebrae by Vertebrae 8. Where Is the Line 9. Who Is It 10. Desired Constellation 11. Army of Me 12. Bachelorette 13. Wanderlust 14. Hyperballad 15. Pluto 16. Declare Independence Upptökur af tónleikum Bjark- ar í Langholtskirkju 17. Pneumonia 18. My Juvenile 19. Vökuró 20. Sonnets / Unrealities XI 21. Mouth‘s Cradle Tónleikamynddiskurinn færir fólki Volta-tónleika eins og þeir gerðust bestir en veita þó innsýn í raddarvandræði Bjarkar. Hvergi vantar þó upp á spilagleðina, framkomuna, búningaskipti eða annað það sem gerir tónleika hennar jafn eftirminnilega og raun ber vitni. Helst ber að nefna einstakar útgáfur af lögum Medúllu. Upptökur í Olympic Studios frá því fyrir hljómleikaferða- lagið. 1. Wanderlust 2. Hunter 3. Pleasure Is All Mine 4. Innocence 5. Army of Me 6. I Miss You 7. Earth Intruders 8. All Is Full of Love 9. Pagan Poetry 10. Vertebrae by Vertebrae 11. Declare Independence Upptaka sem bætir fáu við plötur Bjarkar en fangar samhljóm hljómsveitarinnar sem tekst á við magnaðar útsetningar. Hálfgerð „Best of“ sem virkar á mann eins og léttir hádegistónleikar, enda tekið upp með útvarp í huga. Voltaic Volta mixes 1. Earth Intruders - Spank Rock remix 2. Innocence - Simian Mobile Disco remix 12“ 3. Declare Independence - Mathew Herbert 12“ 4. Wanderlust - Ratatat remix 5. The Dull Flame of Desire - Modeselektor‘s RMX for girls 6. Earth Intruders - lexx remix 7. Innocence - Sinden Remix 8. Declare Independence - Ghostigital In Deep End Dance Remix 12“ 9. The Dull Flame of Desire - Modeselektor’s RMX for Boys 10. Innocence - Alva Noto Unitxt Remodel 12“ Version 11. Declare Independence - Black Plus mix 12. Innocence - Simian Mobile Disco dub remix Dansvænar útgáfur af dans- vænum smellum. Tilvalið í sveitt partí og áhugavert sem skoðun á hljóðblöndunartækni og taktpælingum dagsins í dag. Voltaic, Volta-myndböndin 1. Earth Intruders 2. Declare Independence 3. Innocence - Version 1 (sig- urvegari) 4. Wanderlust 5. The Dull Flame of Desire 6. Innocence - David Saghiri 7. Innocence - Dimitrio Stankowicz 8. Innocence - Etienne Strubbe 9. Innocence - Juliet Himmer 10. Innocence - Laurent Labouille 11. Innocence - Mario Caporali 12. Innocence - Miko o_o 13. Innocence - Misi Park & Pierre Khazem 14. Innocence - Christiano Leal 15. Innocence - Roland Matusek Myndbönd við lög Bjarkar eru alltaf áhugaverð, hvað þá þegar snillingar eins og Michel Gondry koma þar að. Hér er einnig að finna allar útgáfur Innocence sem efnt var til keppni um. Safnið er þó helst fyrir harða aðdáendur. ➜ VOLTA Í HNOTSKURN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.