Fréttablaðið - 11.07.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 11.07.2009, Síða 20
20 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Núna. Ef þú værir ekki gítarleikari, hvað myndirðu þá vilja vera? Píanóleikari. Sex strengir eru stundum ekki nóg. Hvert er uppáhaldstónskáld- ið þitt? Mateu Malondra Flaquer. Eitt besta tónskáld Spánar. Hvað er það versta sem hefur verið sagt við þig? Reyni að gleyma því, með ágætum árangri. Ef þú byggir ekki í Amster- dam hvar myndirðu vilja búa? Á Djúpavogi. Þar er svo stutt til allra átta. Draumahelgin þín? Barcelona. Kíkja á eitt eða tvö listasöfn, fá sér kaldan bjór og tapas, siesta, á tónleika og svo út að borða. Ef þú ættir að spila Jackson-lag, hvaða lag yrði fyrir valinu og af hverju? Myndi aldrei reyna það. Hvert er versta starf sem þú hefur unnið? Reyndi einu sinni að vinna á togara en var sjóveik- ur allan tímann. Það var erfitt að æfa sig á gítarinn í svoleiðis fíl- ing. Uppáhaldsstaðurinn þinn í heiminum? Erfitt að segja. Var nýlega í Berlín og féll alveg fyrir þeirri borg. Annars er Stöðvar- fjörður alltaf flottastur. Ef þú ættir tímavél, hvert mynd- irðu vilja fara og af hverju? Myndi bara geyma hana inni í stofu og strjúka henni annað slagið. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Þegar ég horfði á Ricky Gervais Politics-uppistandið. Bók eða bíómynd? Bók. Hollendingarnir Cees Nooteboom og Geert Mak í uppáhaldi núna. Hvað er best við Ísland? Nátt- úran. En verst? Kuldinn. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Friður á jörð og allt það. Hvaða lag á að spila í jarðarför- inni þinni? Stöð í Stöð. Hvað er næst á dagskrá? Ein- leikstónleikar á Gljúfrasteini sunnudaginn 12. júlí kl. 16.00. Sama dag kl. 20.00 spila ég með bandaríska píanóleikaranum Shu- ann Chai í Húsinu á Eyrarbakka. Síðan held ég til Mallorca á Spáni og held tónleika þar og tek mér smá frí til að skoða eyjuna og drekka í mig sólina. sigridur@frettabladid.is Of sjóveikur til að spila á gítar Svanur Vilbergsson gítarleikari segir stutt til allra átta á Djúpavogi og þar myndi hann vilja búa ef hann flytti frá Amsterdam. Hann heldur stofutónleika á Gljúfrasteini á morgun. SVANUR VILBERGSSON Myndi aldrei reyna að spila lag eftir Michael Jackson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Svanur Davíð Vilbergsson FÆÐINGARÁR: 1981 LÍFIÐ Í HNOTSKURN: Ég er upp- alinn á Stöðvarfirði en lærði tónlist í Englandi, á Spáni og í Hollandi. Starfa sem klassískur gítarleikari, bý í Amsterdam en hef meðal annars spilað í Boston, Seattle, Amsterdam og London og svo auðvitað á Íslandi. ■ Á uppleið Afskriftir Björgólfs- feðgar fá niðurfellda milljarða og við hin bíðum spennt eftir að fá helmingsafslátt á lánunum okkar. Það hlýtur að koma að því bráðum. Sykrað gos Við þurfum alla þá orku sem við getum náð í og því er málið að drekka sykrað gos en eltast ekki við sykurskert sull. Það er bara bull. Tjöld Tjöld eru réttu græjurnar fyrir árið 2009 en fellihýsi svo 2007. Það er bara halló að teppa hálft tjaldstæðið með ofvöxnu felli- hýsi eða risavöxnum húsbíl. Esjan Þetta fallega fjall sem gnæfir yfir höfuðborginni er eitt besta útivistarsvæðið sem hægt er að komast í tæri við á höfuðborgar- svæðinu. Ekki skemmir fyrir að fjallganga er bæði ódýr líkamsrækt og holl fyrir sálarlífið. Og er það ekki einmitt það sem þjóðin þarf? ■ Á niðurleið Tvíhöfði Voru frá- bærir í minningunni en hafa ekki elst vel. Gamlir aðdáendur ættu að forðast að hlusta á nýju plötuna þeirra, það fellir bara goðin af stallinum. Dýrar veiðigræjur Partíið er búið eins og allir vita. Það er miklu meira kúl að standa á árbakkanum með veiðistöng úr Europris og ánamaðk úr garðinum en dýra merkja- vöru. Pepsi-deildin Á þetta að vera eitthvað djók? FH-ingar eru komnir langleiðina með að klára deildina, eru með tólf stiga forrystu og næstu leikir snúast um hvort Hafnarfjarðarliðið slái einhver stigamet. Önnur lið þurfa að girða sig í brók. Facebook Vefsíðan er að útrýma hugtakinu „besti vinur“ enda eiga margir vel á annað hundrað, ef ekki þúsund, vini. Þá hefur síðan reynst gróðrar- stía fyrir net níðinga og hún hefur orskað sambandsslit. Vonandi er tími bréfaskrifta að renna upp aftur. MÆLISTIKAN 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is AUKAKRÓNUR 2 iPod Shuffle á ári fyrir Aukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur keypt þér tvo iPod Shuffle á ári í Apple-búðinni fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. *

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.