Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 22

Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 22
● Forsíðumynd: Valgarð Gíslason Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Stein- grímsson s. 512 5439 og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5462 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. SUMAR SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR ● inni&úti S umarið hefur misjafna þýðingu í hugum fólks. Fyrir sumum er sumarið göngutúr í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir sumum er sum- arið sólarlandaferð til Tenerife þar sem flatmagað er á strönd- inni. Fyrir mörgum er sumarið hins vegar tími tjaldferðalaga. Langflest- ir eiga minningar af fjölskylduferðum í íslenskri náttúru þar sem kvak lóunnar og brestir hrossagauksins vagga börnum sem fullorðnum í svefn. Þar liggur öll fjölskyldan þétt í einu fleti og hrotur pabba gamla halda vöku fyrir unglingnum sem nauðugur viljugur var teymdur með í ferðina. Við slíka upprifjun vakna minningar um gott nesti og kakó á brúsa, jafnvel af flatkök- um og kókómjólk í íslenskum móa. En rómantísk minning um fuglasöng og fersk- an gróðurilm nær þó ekki að breiða yfir það hve langt maðurinn er í raun kominn frá náttúr- unni. Því til staðfestingar má benda á bakeymsli þeirra sem sofa á þunnri dýnu á harðri jörðinni, svefnleysi vegna tákulda og hálsríg vegna þess að lopapeysan var notuð í stað kodda. Því er kannski ekki að furða að tjaldferða- menningin hafi breyst mjög mikið á síðustu árum. Það taldist nokkuð eðlilegt á níunda áratugnum að fimm manna fjölskylda hefðist við í litlu kúlutjaldi en það þykir ekki bjóðandi í dag. Nú virðist útilegubúnaður þróast samhliða aldri. Unglingar og ung- menni gera sér hefðbundnu tjöldin að góðu enda eru þau handhægust á útihátíðum. Velja þau jafnvel ódýrustu tjöldin svo ekki hljótist mikið fjárhagslegt tjón ef þau fjúka burt eða brenna. Fjölskyldufólk kýs heldur að leggja aðeins meiri kostnað í tjöldin enda hægt að fá tjöld í öllum stærðum og gerðum, jafnvel risastór tjöld með nokkrum herbergjum og jafnvel álmum. Næsta stig í þróuninni er tjaldvagninn. Hann er hentugur fyrir unga foreldra sem nenna ekki lengur að liggja á jörðinni og þykir óþægilegt að geta ekki staðið uppréttir í tjaldinu. Svo eru það fellihýsin sem bjóða enn meiri þægindi, en efsta stig útilegu- menningarinnar finnst í hjólhýsum og húsbílum. Þar er maðurinn sann- arlega kominn eins langt frá upp- runa sínum og kostur er en getur samt sem áður sagst vera í útilegu. Undir tjaldhimni Það taldist nokkuð eðlilegt að fimm manna fjölskylda hæfist við í litlu kúlutjaldi á níunda áratugnum en það þykir ekki bjóðandi í dag. „Ég fór í fyrsta skipti í nokkurra tíma svifvængjaflug í Póllandi á síðasta ári en byrjaði fyrir alvöru í mars,“ segir svifvængja flugmað- urinn Szczepan Pawluszek, sem Ís- lendingar kalla Stebba. „Með vor- inu hef ég flogið meira þó að þetta sé aðallega stundað á sumrin.“ Stebbi segir að svifvængjaflug hafi verið draumur síðan hann var ungur. „Þegar ég var lítill langaði mig að prófa því oft var flogið yfir bænum mínum. Ég fór upp á lítið fjall nálægt bænum og fylgdist með og fannst það spennandi.“ Stebbi sló Íslandsmetið í lengsta svifvængjaflugi fyrir stuttu. Flaug hann 75 kílómetra frá Herdísarvík til Geysis en fyrra metið var rúm- lega 50 kílómetrar. „Ég vissi ekki að ég hefði slegið metið og varð hissa,“ segir Stebbi hlæjandi en flugið tók um fjóra tíma. Stebbi er beðinn um að lýsa leið sinni sem hófst í Herdísarvík. „Ég fór yfir veginn sem liggur að Þor- lákshöfn og ég sá að bílar stopp- uðu og fylgdust með mér. Svo fór ég að Hengli en þar vonaðist ég til að fá hitauppstreymi og var hepp- inn,“ útskýrir Stebbi og segir að hann hafi vitað eftir gönguferð um Hengil að þar væri jarðhiti og gufa sem hann gæti nýtt á ferðinni. Næst lá leið Stebba að Þingvalla- vatni. „Ég var að hugsa um að fara beint yfir vatnið en var hræddur við það og fór því hægra megin við miðju. Það var skemmtileg reynsla og blátt vatnið lítur allt öðruvísi út úr lofti,“ segir hann. „Ég var hræddastur við að lenda í hrauni,“ upplýsir Stebbi sem fór frá Þingvallavatni í átt- ina að Geysi. „Ég lenti að lokum hjá sumarhúsi þar sem krakkar sátu í heitum potti. Þau hoppuðu úr vatninu, komu til mín og spurðu hvaðan ég kæmi og ég svaraði að ég kæmi af himnum ofan,“ segir Stebbi sem komst til baka í Her- dísarvík á puttanum. Hvernig er tilfinningin að svífa um loftin blá? „Maður er frjáls eins og fuglinn. Mér finnst þetta snúast um ánægjuna við að fljúga og sjá fallega, íslenska landslagið frá öðru sjónarhorni.“ - mmf Frjáls eins og fuglinn ● Pólverjinn Szczepan Pawluszek, sem býr á Íslandi, hefur einungis stundað svifvængja- flug í nokkra mánuði en hefur nú þegar slegið Íslandsmetið í lengsta svifvængjaflugi. Stebbi segir að svifvængjaflug sé aðallega stundað á sumrin á Íslandi en þó fari hann og þeir allra hörðustu á veturna líka. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● ÞÆGILEGT OG FLOTT Fyrirtækið G.H. Design sérhæfir sig í alls kyns lausnum fyrir garða. Áherslan er oft á einfalda og skemmtilega hluti eins og þessi bekkur er til vitnis um. Hann er hannaður af Nancy Favier og upphaflega hugsaður fyrir nútímalegt sundlaugarsvæði í Kaliforníu. Hins vegar þykir sýnt að bekkurinn henti í nánast hvaða garð sem er, jafnvel í stofuna ef því er að skipta. inni&úti LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2009 Sumarblað Fréttablaðsins ● LIST HLEGIÐ AÐ KREPPUNNI ● HEIMILI STÉTTAR OG STEINABEÐ ● SZCZEPAN PAWLUSZEK METHAFI Í SVIFVÆNGJAFLUGI GAMAN Í GARÐINUM Fyrirtækið Jiande Chenyi Leisure Products hannar skondnar rólur. SÍÐA 5 TÍMABÆRT AÐ SNYRTA Sumarið er tilvalinn tími til að snyrta og klippa runna. SÍÐA 4 11. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.