Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 24
● inni&úti Aron Björn Arason skrúðgarð- yrkjufræðingur er í óða önn að ganga frá stétt og steinabeði í vesturbæ Reykjavíkur. Hann kveðst hafa byrjað í garðyrkju fyrir fimmtán árum og segir tísk- una hafa breyst talsvert síðan. „Fólk aðhyllist æ meira viðhalds- fría garða. Það vill stórar plöntur, timburpalla og steinlagðar stéttar þannig að garðurinn verði skjól- sæll og hentugur til útivistar,“ lýsir hann. Aron stofnaði Garðasmíði árið 2003 með Ólafi bróður sínum. „Við gerum það sem fólk vill og göngum frá garðinum frá A til Ö. Sinnum aðallega uppbyggingu á görðum en ekki viðhaldi. Þó kemur fyrir að við fáum garða í órækt og gerum þá eins og nýja,“ segir Aron og kveðst vinna ýmist eftir teikningum arkitekta eða út frá hugmyndum garðeigendanna. „Verkefnin eru langmest í heima- görðum enda er fjölbreyttasta og skemmtilegasta vinnan þar.“ Mikið hefur verið talað um áhuga almennings á matjurta- rækt á þessu vori en Aron kann- ast ekkert við hann. „Það hefur enginn talað um matjurtir við mig frá því að ég byrjaði í þessu fagi nema Jói Fel,“ segir hann og kveðst aðspurður aldrei hafa potað niður kartöflum. „Flest- ir vilja bara vera úti á palli og slappa af. Aðrir eru viljugri, rækta hin ólíkustu blóm og hafa stórar flatir að slá,“ segir Aron sem viðurkennir að dregið hafi úr verkefnum frá því í fyrra og hittiðfyrra. „Við höfum þurft að fækka fólki en erum fjórir núna og gengur vel.“ - gun Flestir vilja vera úti á palli ● Mikil vinna felst í að móta nýja garða og koma upp þeim mannvirkjum sem henta. „Það hefur enginn talað um matjurtarækt við mig frá því ég byrjaði í þessu fagi nema Jói Fel,“ segir Aron Björn skrúðgarðyrkjufræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Harðviðarpallur og Óðals hleðslusteinar setja svip á þennan garð. Einir og kvistar eru í beðunum í kring um pottinn. MYND/GARÐASMÍÐI Hvít, norsk möl frá Malbikunarstöðinni prýðir beðin í þessum garði. Háu plönturnar í þeim eru hengibaunatré. MYND/GARÐASMÍÐI Hleðslusteinn hlaðinn í boga utan um grasflöt og runna. MYND/GARÐASMÍÐI Ýmsir blómrunnar, á borð við sýrenur, eru um þessar mundir að ljúka blómgun. Haf- steinn Hafliðason, garðyrkju- fræðingur í Garðyrkjufélagi Íslands, segir þetta því tilvalinn tíma til að snyrta og klippa runnana. Þá vaxi nýir sprotar seinnipart sumars sem nái að þroska blómvísa fyrir haustið og blómgist svo næsta ár. Hafsteinn skrifar um klippingu runna á vef Garðyrkjufélagsins, www. gardurinn.is: „Klipptu framan við sprota sem leita upp og út frá runnun- um. Þá halda þeir nokkuð náttúrulegu formi.“ Þar segir Hafsteinn einnig að gott sé að grisja mjög þétta runna á vorin eða veturna áður en þeir laufgist, þá sjáist form runnanna betur. Sumir halda að ekki megi klippa tré á sumrin. Það er rangt. Sumar- klipping trjáa er, að sögn Hafsteins, hið besta mál. „Þá er vöxturinn mest- ur í gróðrinum og öll sár læknast og lokast fyrr og betur en þegar ein- ungis vetrarklippingu er beitt,“ segir hann. - sg Sýrena í blóma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góður tími til að snyrta 11. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.