Fréttablaðið - 11.07.2009, Side 29

Fréttablaðið - 11.07.2009, Side 29
LAUGARDAGUR 11. júlí 2009 3 „Starfsemin í setrinu er þríþætt. Hér er veitingasala, verslun og myndræn sýning um fornan nor- rænan átrúnað,“ segir Guðbrand- ur Gíslason, framkvæmdastjóri Iðavalla sem voru opnaðir nýverið í gamla húsnæði Eden í Hvera- gerði. „Hugmyndin að setrinu hafði verið í vinnslu í nokkur ár en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs sem ákvörðunin var tekin um að opna á þessum stað,“ segir hann. Í veitingasal Iðavalla er boðið upp á nýstárlegan matseðil þar sem ferskt hráefni og íslenskar sjávarafurðir eru í öndvegi í rétt- um sem kenndir eru við persón- ur og atburði úr norrænum goð- sögum. Þar er jafnframt sérstök Völuspárstofa þar sem hið mikla fornkvæði Völuspá, þar sem segir frá sköpun veraldarinnar, heims- myndinni og loks ragnarökum, er túlkað í glæsilegum refilmyndum sem þekja veggi. „Í minjagripaversluninni má síðan kaupa fallega minjagripi, íslenska hönnunarvöru, glerlist og handprjónaða íslenska prjóna- vöru,“ segir Guðbrandur. Skrautfjöður Iðavalla er viða- mikil sýning um norræna goða- fræði og goðsögur sem ber yfir- heitið Urðarbrunnur. „Sýningin er hryggjarstykkið í starfseminni. Gesturinn er leidd- ur í gegnum þennan forna hug- myndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt, þar sem myndlist, frásögn og tónlist flétt- ast saman í eina heild,“ segir Guð- brandur en nokkrir listamenn komu að uppsetningu sýningar- innar. „Ingunn Ásdísardóttir er hug- mynda höfundur sýningarinnar, Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði og teiknaði hana og Hilm- ar Örn Hilmarsson samdi seið- magnaða tónlistina,“ segir Guð- brandur og bætir við að ekki megi gleyma hlut Páls Ragnarssonar, ljósameistara Íslensku óperunn- ar, sem sá um að lýsa sýninguna og skapa dulúðlega stemningu. „Um átján mínútur tekur að fara í gegnum sýninguna og þegar fólk hefur farið í gegnum hana er það búið að fá nokkuð góða hugmynd um hvað þetta var sem forfeður okkar trúðu á í mörg hundruð ár,“ segir Guðbrandur stoltur. Ætlunin er að nota sýninguna sem kennslutæki á veturna. „Við ætlum að bjóðum öllum grunnskól- um landsins að koma til okkar og sækja í framhaldi af því námskeið um þennan menningararf,“ segir Guðbrandur ákafur. Þá verða í vetur einnig sérsniðin námskeið fyrir eldri borgara, erlenda ferða- menn og háskólaborgara. En hvað með ísinn sem svo margir hafa keypt í Eden í gegn- um tíðina? „Ísinn er til staðar og hefur aldrei verið betri enda búinn til í næsta húsi.“ solveig@frettabladid.is Heiðingjar yfirtaka paradís Hið víðfræga Eden í Hveragerði hefur breyst í Iðavelli, setur norrænnar goðafræði. Þar má fræðast um goðin en einnig kaupa minjagripi, fá sér gott í gogginn og svo er ísinn góði á sínum stað. Urðarbrunnur kallast sýningin á Iðavöllum. Þar getur fólk fræðst um goð og goð- heima. MYND/ÚR EINKASAFNI Sögugangan Hús úr húsi og fræðsluganga um Hrísey verða farnar á vegum Minjasafns Akur- eyrar á morgun í tilefni safna- dagsins. Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir óvenjulegri sögugöngu á morgun þar sem þátttakendur ganga hús úr húsi um elsta bæjar- hluta Akureyrar. Gengið verður frá elsta húsi Akureyrar, Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, klukkan 14. Byggingarlist innbæjarins verð- ur í hávegum höfð í göngunni. Farið verður inn í Laxdalshús, Friðbjarnar hús og Gamla spítal- ann. Þar fær göngufólk innsýn í þær endurbætur sem unnar hafa verið á þessum friðuðu húsum. Hanna Rósa Sveinsdóttir, sér- fræðingur í húsverndarmálum á Minjasafninu, leiðir gönguna. Sama dag stendur Minjasafn- ið einnig fyrir fræðslugöngu um Hrísey. Þorsteinn Þorsteinsson, Hríseyingur og fuglaáhugamaður, leiðir gönguna og segir frá Hrísey fyrr og nú og gróður- og fuglalífi eyjunnar. Gangan hefst á bryggj- unni í Hrísey klukkan 14, og tekur um tvo tíma. Ferjan leggur af stað frá Árskógssandi klukkan 13.30. Byggingarlist í elsta hluta Akureyrar Mörg gömul og falleg hús er að finna í miðbæ Akureyrar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.