Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 42
● inni&úti
„Auðvitað er mjög óvenjulegt að
listasafn standi fyrir uppákomu
sem þessari. En við lifum líka á
óvenjulegum tímum þar sem ör-
vænting ræður ríkjum og því er
nauðsynlegt að vega upp á móti
ástandinu með því að sjá skoplegu
hliðarnar á tilverunni,“ segir Berg-
ur Ebbi Benediktsson, sem ætlar
ásamt Dóra DNA, Jóhanni Alfreð
Kristinssyni, Árna Vilhjálmssyni
og Ara Eldjárn að vera með uppi-
stand í Ketilhúsinu í kvöld klukk-
an 21. Listasafnið á Akureyri stend-
ur fyrir viðburðinum, sem nefnist
Hláturkvöld.
„Við ætlum bara að skemmta
okkur og öðrum í leiðinni,“ segir
Bergur Ebbi glettinn og bætir við
að meðal annars standi til að gera
óspart grín að kreppunni. „Við
ætlum að taka stöðu gegn ástand-
inu, fattarðu,“ segir hann og hlær.
„Fá útrás fyrir útrásina, meðal ann-
ars með því að ræða alls kyns hluti
sem hafa verið að pirra okkur. Jó-
hann ætlar til dæmis að taka fyrir
viðskiptafréttir frá góðærinu, þar
sem líf einhverja bisnesskarla var
gert að algjörri glansmynd. Meðan
þessar greinar birtust var hinn
venjulegi maður í hálfgerðu fang-
elsi, en nú er hann laus úr prísund-
inni.“
Bergur Ebbi segir mikið tilhlökk-
unarefni að koma fram við þessar
heldur óvenjulegu aðstæður, þar
sem félagarnir hafi aðeins reynslu
af uppistandi á skemmtistöðum þar
sem stemningin er allt önnur. Þeir
hafi því ekki staðist mátið þegar
Hannes Sigurðsson, sýningarstjóri
á Listasafninu á Akureyri, leitaði
til þeirra eftir að hafa hrifist af
uppistandi hjá þeim.
„Mér fannst bara tilvalið að fá
þessa stráka til liðs við mig, þar
sem uppistandið kallast, jú, á við
sýninguna sem verður opnuð á
safninu í dag klukkan 15. Þarna
mætast nútíð og fortíð,“ útskýrir
Hannes og á þar við sýninguna
Kreppu málarana, þar sem verk
eftir Þorvald Skúlason, Jón Engil-
berts, Gunnlaug Scheving og Snorra
Arinbjarnar verða til sýnis.
Um sýninguna segir hann:
„Hún er liður í viðleitni okkar til
að veita ákveðna sýn á samfélagið.
Til marks um það vorum við með
sýningu, Stríðsmenn hjartans –
Hund rað milljónir í reiðufé, árið
2005 þar sem peningahrúgum var
stillt upp og svo kvöddum við það
tímabil í fyrra með sýningunni Bæ
bæ Ísland – Uppgjör við gamalt
konsept, reyndar löngu fyrir banka-
hrun. Á þeirri fyrri var komið fyrir
á stöplum svellþykkum og flóðlýst-
um búntum eins og um stórmerki-
leg listaverk væri að ræða. Í bak-
grunni blöstu við heljarinnar por-
trettmyndir af fólki í móki á öllum
helstu vímuefnum sem til eru: LSD,
kókaíni, hassi og svo framvegis. Nú
kemur þessi sýning sem varpar
ljósi á hvernig fólk lifði í kreppunni,
en auk málverkanna ætlum við að
sýna gamla matarskammtamiða,
bréf yfir ómaga á framfæri, kola-
bing og eftirmynd af alþýðuheim-
ili frá fjórða áratugnum. Svo gáfum
við út sérstakt fréttarit með frétt-
um frá þessum tíma, sem minna
okkur á að við höfum staðið í þess-
um sporum áður.“ - rve
Veita útrás fyrir útrásina
● Nokkrir af nafntoguðustu mönnum í íslensku skemmtanalífi troða upp í Ketilhúsinu í kvöld
í boði Listasafnsins á Akureyi. Kreppugrín og landsbyggðarbrandarar verða á dagskrá.
Verða með uppistand á Akureyri í kvöld. Frá vinstri: Jóhann, Ari, Arni, Bergur Ebbi og Dóri DNA. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þorvaldur Skúlason: Frá Reykjavíkur-
höfn. Frá árinu 1931. Olía á striga, 80
sinnum 95 sentimetrar. Í eigu Listasafns
Íslands.
Jón Engilberts: Kröfuganga, frá árinu
1934. Kol á pappír, 140 sinnum 193
sentimetrar. Í eigu ASÍ.
N ýtt gallerí á Laugavegi, ART67, var formlega opnað á fimmtu-
daginn en þrettán listakonur reka
það. „Við gengum niður Laugaveginn,
fannst hann vera heldur dapur og
vildum glæða hann lífi,“ segir Birna
Smith listakona. „Það er náttúrlega
ömurlegt að fólk þurfi að horfa upp
á Reykjavík í þessu ástandi þannig að
við tókum okkur saman og björguð-
um einmana húsi á Laugaveginum.“
Aðspurð segist Birna hafa fengið
hugmyndina ásamt listakonunni
Ragnheiði Guðjónsdóttur. „Við tókum
húsið á leigu og hringdum í alla sem
okkur datt í hug sem eru að selja
myndlist, leir og gler. Þetta er 250 fer-
metra gallerí í fallegu, gömlu húsi og
við höfum fengið rosalegar góðar við-
tökur.“
Í kjallaranum á galleríinu eru lista-
konurnar með vinnustofu sem hægt
er að kíkja inn í. „Þar erum við að vinna
á daginn til skiptis.“ ART67 er á Lauga-
vegi 67 og er opið á milli 11 og 18.
- mmf
Björguðu einmana húsi
ART67 er nýtt gallerí sem var opnað
formlega á Laugaveginum á fimmtudag-
inn. MYND/BIRNA SMITH
ÚTSALAN
ER HAFIN
20–50 %
AFSLÁTTUR
AF VÖLDUM VÖRUM
Hjálpaðu
umhverfinu
með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
11. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR6