Fréttablaðið - 11.07.2009, Síða 47

Fréttablaðið - 11.07.2009, Síða 47
LAUGARDAGUR 11. júlí 2009 23 Eiginmaður minn og faðir okkar, Guðmundur Karl Jónsson fyrrverandi forstjóri, sem lést fimmtudaginn 2. júlí, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 13. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningargjafasjóð Landspítalans. Rannveig Björnsdóttir Jón Örn Guðmundsson Björn Þór Guðmundsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Flosi Bjarnason lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þriðjudaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju þriðju- daginn 14. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Erla Flosadóttir Sigríður Flosadóttir Þórður Flosason tengdabörn, afa- og langafabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragnhildur Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á Lungnadeild Landspítalans í Fossvogi laugardag- inn 4. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. júlí kl. 13.00. Blóm vinsamlega afbeðin, þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eyjólfur Sigurðsson Sjöfn Ólafsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Gísli R. Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir Hlöðver Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, Guðborg Hera Guðjónsdóttir Hraunvangi 3, Hafnarfirði. verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi S. Guðmundsson Elfar Helgason Helga Helgadóttir Okkar ástkæri og yndislegi eiginmaður, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og vinur, Hafþór Hafsteinsson flugmaður, Skrúðási 9, Garðabæ, lést af slysförum fimmtudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 13. júlí, athöfnin hefst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Hjördís Líney Pétursdóttir Andri Pétur Hafþórsson Arnar Hugi Hafþórsson Elsa Smith Hafsteinn Sigurðsson Sigrún Jónatansdóttir Pétur Jóhannsson Íris Mjöll Hafsteinsdóttir Ríkarður Sigmundsson Hjördís Baldursdóttir Þorleifur Björnsson og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, Guðmundar Halldórs Atlasonar flugumsjónarmanns, Boðagranda 7, Reykjavík, sem jarðsunginn var frá Háteigskirkju í Reykjavík mánudaginn 29. júní sl. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Gjörgæslu Landspítala í Fossvogi, Reykjalundar, og Hjúkrunarheimilisins Skógarbæ. Lárus Atlason Nanna Guðrún Zoëga Atli Helgi Atlason Ingibjörg Gréta Gísladóttir Dóra Elín Atladóttir Johnsen Birgir Bárðarson og frændsystkini. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Valgerðar Þorsteinsdóttur Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík. Þorsteinn A. Jónsson Martha Á. Hjálmarsdóttir Helgi Jónsson Jónína Sturludóttir Þórður Jónsson Jytte Fogtmann barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Hálfdánardóttir Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á öldrunarlækningadeild Landspítala, Landakoti, fimmtudaginn 9. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingvar Hauksson Sigríður Axelsdóttir Elín Hauksdóttir Svavar Helgason Guðmundur Vignir Hauksson Lilja Guðmundsdóttir Sigurdís Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Kristín Sigurðardóttir Borgarbraut 65a, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 14. júlí kl. 11.00. Jarðsett verður í Hólmavíkurkirkjugarði sama dag. Þeim sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Sæunn Andrésdóttir Guðrún Andrésdóttir Konráð Andrésson Margrét Björnsdóttir Guðleif Andrésdóttir Ottó Jónsson Anna María Andrésdóttir Arnheiður Andrésdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ævisaga Sigurðar prests Stefánssonar í Vigur er nýkomin út. Hún nefnist Vigurklerkurinn. Höfundur er Sigurður sjálfur en hann lést fyrir 85 árum, árið 1924. Áður hafði hann lokið skráningu æviminninga sinna og hafa afkomend- ur hans lengi haft áform um að gefa þær út. Það er þó fyrst núna sem af því hefur orðið og það er fyrir tilstuðlan Sögu- félags Ísfirðinga sem jafnframt er útgefandi bókarinnar. Séra Sigurður Stefánsson var þjóðkunnur maður á sinni tíð, þingskörungur og áhrifamikill kennimaður og stjórn- málamaður. Hann var sóknarprestur í Ögurþingum í Ísa- fjarðardjúpi í 43 ár, frá 1881 til dauðadags árið 1924. Árið 1886 var hann síðan kjörinn alþingismaður og varð þingsaga hans bæði löng og viðburðarík. Fyrsta eintak bókarinnar var formlega afhent núverandi eigendum Vigur, þeim Salvari og Birni Baldurssonum, en séra Sigurður var langafi þeirra. Vigurklerkurinn kominn út Í VIGUR Stjórn Sögufélags Ísfirðinga og bræðurnir í Vigur. Salvar Baldursson, Valdimar Gíslason, Magni Guðmundsson, Guðfinna M. Hreiðars- dóttir, Geir Guðmundsson, Sigurður Pétursson og Björn Baldursson. MYND/ÚR EINKASAFNI Rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson hlaut Blóðdrop- ann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, þegar þau voru veitt við há- tíðlega athöfn á Borgarbóka- safninu í Tryggvagötu í gær. Verðlaunin hlaut Ævar fyrir bókina Land tækifæranna, sem verður einnig framlag Íslands til norrænu glæpa- sagnaverðlaunanna Glerlyk- ilsins árið 2010. Að þessu sinni voru níu bækur tilnefndar en það var samdóma álit dóm- nefndar að veita Ævari verðlaunin. Í áliti sem hún skilaði af sér segir meðal annars að sagan sé hvort tveggja í senn spennandi morðsaga og íslenskur sam- félagsspegill, þar sem sagan hefst strax eftir bankahrun í október 2008. Hvergi sé að finna finna hnökra í lýs- ingum á nýliðnum viðburð- um. Jafnframt hafi hún til að bera eitt helsta einkenni vandaðra glæpsagna, góða persónusköpun, þar sem persónur ræða kreppu og bankahrun og eru oft ósam- mála. Katrín Jakobsdótt- ir, menntamálaráðherra og meðlimur í dómnefnd, af- henti Ævari verðlaunin. Spennandi og sannfærandi samtímalýsing HANDHAFI BLÓÐDROPANS Ævar Örn Jósepsson hlaut verðlaun fyrir bók sín Land tækifæranna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.