Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.07.2009, Blaðsíða 52
28 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Keppnismyndir Nordisk Panor- ama hafa verið tilnefndar. Fyrir hönd Íslands keppir Draumalandið í flokknum besta heimildarmynd- in. Um bestu stuttmyndina keppa Epik feil eftir Ragnar Agnarsson, Álagablettir eftir Unu Lorenzen og Sugarcube eftir Söru Gunn- arsdóttur. Þá keppir lokaverkefni Rúnars Rúnarssonar, Anna, fyrir hönd Danmerkur. Tilnefnd fyrir hönd landsins sem Ný norræn rödd er mynd- in Hnappurinn eftir Sigurbjörn Búa Baldvinsson. Á fjármögn- unarmessunni svokölluðu verða Adequate Beings, sem Poppoli Pictures framleiða, og Reynir the Strong, í framleiðslu Zeta Productions ehf., kynntar. Nordisk Panorama fagnar nú tut- tugu ára afmæli en hún er haldin í Reykjavík 25. til 30. september. Keppa fyrir hönd Íslands Í KLÓM DANA Stuttmynd Rúnars, Anna, keppir fyrir hönd Dana. Hreyfiþróunarsamsteypan vinn- ur nú að nýju dansverki fyrir Reykjavík Dansfestival í Djass- ballettskóla Báru. Seinasta verk þeirra, DJ Hamingja, var tilnefnt til Grímunnar. Nýja verkið heit- ir Shake Me, eða Hristu mig og hlaut styrk frá Prologos-leikrit- unarsjóðnum. Víkingur Krist jáns- son og Hannes Óli Ágústsson aðstoða þær við verkið. „Við erum að vinna með sum af verkum Shakespeares og skoða dramatískar dauðasenur þar sem aðalpersónur falla fyrir eigin hendi, eru myrtar eða deyja í bar- daga. Þessu er svo blandað saman við „power-ballöður“. Við erum því að vinna út frá tveimur ofsa- lega dramatískum viðfangsefn- um, ást og dauða,“ segir Katrín Gunnarsdóttir, ein úr hópnum. Hún segir viðfangsefnið hafa verið valið vegna þess hversu fjar- lægur dauðinn er fólki. „Við erum því að reyna að búa til drama og upplifa einhverjar sterkar tilfinn- ingar í gegnum Shakespeare eða ástarlög, því við upplifum þær ekki lengur í daglegu lífi.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hreyfiþróunarsamsteypan vinn- ur út frá leiktexta. Hún segir þær nálgast verkin fyrst og fremst sem dansarar. „Hvernig ætlum við að koma Shakespeare til skila í einhverju dansformi, er það yfirhöfuð hægt? Það verður bara að koma í ljós.“ En dramað tekur sinn toll. „Þegar maður deyr tuttugu sinnum á dag skil- ur það eftir sig ákveðin líkam- leg ummerki. Títus er svolítið ofbeldisfullur.“ - kbs Deyja margoft á dag ÁST OG DAUÐI Melkorka S. Magnúsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir drepa og deyja í nýju dansverki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bók sem inniheldur íslenskar lands- lagsmyndir eftir japanska ljósmyndar- ann Ariko er nú fáanleg í bókabúðum hér á landi. Ariko, sem er mjög eftir- sóttur ljósmyndari í heimalandi sínu og hefur unnið fyrir tímarit á borð við ID Magazine, er stödd hér á landi þess dagana við tökur á japönsku tónlistar- myndbandi. Ariko hefur heimsótt Ísland reglu- lega síðastliðin átta ár og eru mynd- irnar sem prýða bókina allar teknar á ferðum hennar um landið. „Ég bjó í fjögur ár í New York-borg og var í ljós- myndanámi við Parsons-háskólann. Þar kynntist ég nokkrum Íslending- um sem buðu mér með sér í heimsókn til Íslands. Þetta var árið 2002 og upp að því hafði ég alfarið einbeitt mér að portrett-ljósmyndun. Það breyttist þó þegar ég kom hingað og upplifði náttúrufegurðina hér. Ég hef ferðast mikið í gegnum árin vegna vinnunnar og kynnst ólíkum menningarheimum en þegar ég kom til Íslands þá fannst mér eins og ég væri í fyrsta sinn hluti af heiminum og jörðinni en ekki ein- hverri ákveðinni menningu.“ Ariko segir margt við Ísland minna sig á æskuslóðirnar í Kyoto og segir hún japanska lystigarða vera eins og smækkaða mynd af íslenskri nátt- úru. Bókin, sem á íslensku heitir Sól, kom út í Japan fyrir ári og hefur vakið mikla athygli þar og nú hefur Ariko ákveðið að deila Íslandssýn sinni með landanum. Hægt er að nálgast bókina í verslunum Pennans og í bókabúðinni Útúrdúr við hliðina á Nýlistasafninu. - sm Japönsk sýn á íslenskt landslag EINS OG Á ÆSKUSLÓÐUNUM Ariko segir að Ísland minni hana mikið á æskuslóðirnar í Kyoto. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta byrjaði á því að nokkrir krakkar í MH nenntu ekki að vera í leikfélaginu, vildu heldur stofna sitt eigið, sem mér fannst ógeðs- lega mikið brill. Þeir hringdu í mig og báðu mig um að vera sér innan handar,“ segir Tyrfingur Tyrfings- son, nemandi við fræði og fram- kvæmd, um leikhópinn Maddý. Hópurinn hefur sett á svið tvær sýningar, Jólahugvekju í gamla Fáfnishúsinu ásamt krökkum úr Fíladelfíu og Eru ekki allir í sundi? í Sundhöll Reykjavíkur. „Þetta var stuttu eftir hrunið og við vorum mikið að spá hvað allt væri skrítið. Við ákváðum að einbeita okkur að einhverjum einum heimi og snúa svolítið á það hvenær er hann rétt- ur og hvenær er hann rangur. Af hverju er skrítið að vera nakinn ofan í sundi en það er í lagi í sturt- unni? Það er bara einn metri sem skilur þar að. Hvenær er nekt eðli- leg og hvenær óeðlileg?“ Nýjasta verkefni hópsins er unnið í samstarfi við artFart og Gay Pride og kallast Margt að ugga, öfugugga. Þar skoðar hóp- urinn Gay Pride-fyrirbærið. „Þetta er eins og „fiest of fools“, fíflaveisla, dagar hommanna. Við ákváðum að nota það bara, gera almennilega veislu og sjá svo hverjir fíflin eru.“ Sýningin er margmiðla og verður sýnd 7. og 14. ágúst í Austurbæ. Þá verður Eru ekki allir í sundi? tekin upp að nýju á artFart. Er markmiðið að ganga fram af áhorfendum? „Markmiðið er ekki að ganga fram af heldur afhjúpa eitthvað sem við teljum satt, ein- hverja birtingarmynd sannleikans, eins skrítinn og ljótur og hann má vera.“ - kbs Fíflaveislan Gay Pride og nekt ALLT GETUR GERST Leikhópurinn Maddý hristir upp í fólki. MYND/ODDUR Tónlistarundrið Beck tók á dög- unum viðtal við Tom Waits fyrir vefsíðu sína. Bera þeir saman uppvaxtarár sín í Los Angeles og Waits lýsir pylsulöguðum bíl sem keyrði um hverfið og konunni sem notaði málverk eftir Van Gogh til að skýla sér fyrir sólinni svo fátt eitt sé nefnt. Þá ræða þeir félagar um tónlist og hvernig hún á það til að þýða mismunandi hluti fyrir fólk, jafn- vel eitthvað sem listamaðurinn sá ekki fyrir. Aðeins hefur verið birtur fyrri hluti viðtalsins. Skulu aðdáendur því hafa augun opin fyrir birtingu seinni hlutans í næstu viku, enda margt skemmtilegt sem gerist þegar tveir furðufuglar mætast. Waits í viðtal > BROTNAR SAMAN Glamúrgellan Katie Price sagði í viðtali við Piers Morgan að skilnaður hennar við söngvar- ann Peter Andre, væri alfarið honum að kenna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um hjónabandið og skilnaðinn og á einum tímapunkti brotnar hún niður og fellir nokkur tár. Peter hefur aftur á móti ákveðið að ræða ekki um skilnaðinn við fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.