Fréttablaðið - 11.07.2009, Síða 56

Fréttablaðið - 11.07.2009, Síða 56
32 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Eftir erfiða tíma í sænska boltanum átti Margrét Lára Viðarsdótt- ir stórleik á miðvikudaginn þegar hún lék sinn fyrsta leik í byrjunar liði Kristianstad í 3-2 sigri á AIK. Margrét Lára kom Kristianstad í 2-0 úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. „Maður renndi nokkuð blint í sjóinn. Þrátt fyrir að hafa æft með liðinu í viku þá vissi maður ekki alveg um styrkleika þess. En liðið kom mér skemmtilega á óvart, það er mikið hjarta í þessu liði,“ segir Margrét, sem var fremst í leikkerfinu 4-5-1. „Oft er vörn besta sóknin fyrir lið sem eru í neðri hlutanum. Þetta var nýtt fyrir manni en til að fá tækifæri fram á við þarf lið að vera þétt til baka. Við vorum bara miklu betri í þessum leik og ég hefði ekki getað beðið um betri byrjun hjá félaginu,“ segir Margrét en Kristianstad skoraði sigurmarkið í lokin. „Við sýndum mikinn karakter með því að rífa okkur aftur upp eftir að þær jöfnuðu. Upp á framhaldið að gera held ég að það hafi ekki verið hægt að biðja um þetta betra. Liðið hafði ekki náð að vinna leik þegar það hafði fengið mark á sig fram að þessu. Þetta sýnir bara að þó að við fáum á okkur mark þá er leikurinn alls ekki búinn.“ Elísabet Gunnarsdóttir sagði eftir leikinn að hann hefði verið eins og jólapakki sem inniheldur allt. Hún sagði Margréti hafa verið besta mann vallarins að sínu mati. „Það er mjög mikilvægt að vera í umhverfi þar sem leikmenn og þjálfarar hafa trú á manni. Ég finn það bara að leikmennirnir treysta á mig og það gefur mér aukið sjálfstraust. Ég hef verið gagnrýnd fyrir form og ýmislegt fleira en andlega hliðin skiptir oft meira máli, svo fylgir hitt með,“ segir Margrét. Hún er nú komin til Íslands enda landsliðsverkefni framundan, vináttulandsleikir gegn Englandi og Dan- mörku sem leiknir verða á Englandi 16. og 19. júlí. „Það er alltaf gaman að tala íslensku og æfa með stelpunum. Það eru erfiðir leikir framundan en þessi vinna sem leikmenn hafa verið að leggja á sig mun líklega skila sér. Leikmenn eru í toppstandi og íslensku stelpurnar í Svíþjóð hafa til dæmis verið að vekja mikla athygli,“ segir Margrét Lára. MARKADROTTNINGIN MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR: SPILAÐI FANTAVEL Í SÍNUM FYRSTA BYRJUNARLIÐSLEIK Gaman að tala íslensku og æfa með stelpunum FÓTBOLTI Stórleikur dagsins í Pepsi-deild karla er milli erki- fjendanna í KR og Val. Það hefur bæði ýtt undir eftirvæntinguna fyrir leiknum að Atli Eðvaldsson mun þarna stjórna Valsliðinu í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni sem og að liðin munu mætast aftur í bikarnum seinna í þessum mán- uði. Leikurinn hefst klukkan 16 á KR-vellinum. Atli Eðvaldsson er nú kom- inn aftur í Val eftir tæplega tut- tugu ára fjarveru en hann lék sinn síðasta leik fyrir félag- ið á móti Fram 17. ágúst 1989. Atli er búinn að loka hringnum en hann hefur nú bæði spilað með og þjálfað Val og KR. Það sem er merkilegra er að KR og Valur hafa alltaf komið við sögu í frumraun Atla á hverjum stað og svo verður einnig í Frosta- skjólinu í dag. Fyrsti leikur Atla í efstu deild var með Val gegn KR hinn 10. júní 1974. Atli kom þá inn á sem varamaður og tryggði Val 2- 2 jafntefli með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Atli lék alls þrettán deildar- og bikar- leiki með Val á móti KR og enginn þeirra tapaðist. Atli skoraði 7 mörk í leikjum 13. Þegar Atli sneri heim úr atvinnumennsku vorið 1990 ákvað hann að ganga til liðs við KR og fyrsti deildar- leikur hans með Vestur- bæjarliðinu var einmitt á móti Val á Hlíðarenda. Valur vann leikinn 2-1. Atli mætti Val tíu sinnum í deild og bikar og tapaði þremur þeirra leikja, þar af einum í vítakeppni. Atli skorað aðeins einu sinni á móti Val, fyrsta markið í 9-1 sigri KR á Hlíðarenda í loka- umferðinni haustið 1992. Atli lék fjög- ur tímabil með KR og gerðist síðan spilandi þjálf- ari HK. Hann tók síðar við þjálf- un ÍBV og þjálfaði seinna Fylki áður en hann gerðist þjálfari KR árið 1998. Fyrsti deildarleik- ur Atli sem þjálfari KR var ein- mitt á móti Val og endaði hann með markalausu jafntefli. KR tapaði ekki deildar- eða bikar- leik á móti Val undir stjórn Atla, vann fjóra og gerði eitt jafntefli. KR vann einnig deildarbikarinn undir hans stjórn eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni í úrslitaleikn- um sem fram fór í ágúst 1998. Leikurinn í dag markar enn eitt upphafið í sögu Atla og erkifjend- anna í hjarta Reykjavíkurborgar. Atli er eins og áður sagði tekinn við þjálfun Vals og að sjálfsögðu er fyrsti deildarleikur hans á móti KR. - óój Atli Eðvaldsson mætir með nýju lærisveinana sína í Val á KR-völlinn í stórleik Pepsi-deild karla í dag: Einstök tengsl Atla og erkifjendanna Í FYRSTA LEIKN- UM Atli Eðvalds- son fylgist með leik Vals á móti KA í bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ARNÞÓR > Helgi Már fylgir Sigurði til Solna Helgi Már Magnússon varð í gær annar leikmaður Íslandsmeistara KR í körfubolta til þess að skella sér í sænsku úrvalsdeildina því hann er búinn að semja við Solna Vikings. Á dögunum gekk Jakob Örn Sigurðarson til liðs við sænsku meistarana í Sundsvall en þessi lið hafa barist um sænska titilinn undanfarin ár. Helgi Már mun spila fyrir landsliðsþjálfarann Sigurð Ingimundar- son sem tekur við þjálfun Solna-liðsins í haust. Helgi Már á að baki eitt ár sem atvinnumaður en hann lék eitt tímabil með sviss- neska liðinu BC Boncourt. FÓTBOLTI Varnarmennirnir Freyr Bjarnason og Hjörtur Logi Val- garðsson hjá Íslandsmeisturum FH spila ekki næstu tvær vikurn- ar vegna meiðsla. Báðir fóru þeir meiddir af velli í 3-2 sigurleik FH gegn Fylki á fimmtudag. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Tryggvi Guðmundsson fóru einn- ig meiddir af velli í leiknum og þurfti FH-liðið að leika einum færra síðasta hálftíma leiksins. Þrátt fyrir það tókst þeim að skora sigurmarkið og tryggja sér öll stigin þrjú. Meiðsli Ásgeirs og Tryggva eru ekki eins slæm og verða þeir til í slaginn í næsta leik FH, sem er Evrópuleikur á miðvikudag. - egm Freyr og Hjörtur Logi: Missa af næstu leikjum FH MEIDDUR Í NÁRA Hjörtur Logi er togn- aður á nára. MYND/ARNÞÓR FÓTBOLTI Fyrirliðastaðan hjá Cov- entry er laus eftir að Scott Dann fór til Birmingham. Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson segist í samtali við enska fjölmiðla ekki tilbúinn í fyrirliðahlutverkið. Aron er tví- tugur og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tíma- bili. „Ég er ekki viss um að ég gæti tekið við bandinu ef mér yrði rétt það. Ég er enn ungur og minn tími er ekki kominn,“ sagði Aron en sóknarmaðurinn Clinton Mor- rison er talinn líklegastur til að verða næsti fyrirliði. Í viðtalinu segist Aron Einar vonast eftir að fá nýjan samning frá Coventry eftir frammistöð- una síðasta vetur. „Ég er ánægð- ur hér og tilbúinn að framlengja samning minn. Mér hefur þó ekki verið boðið neitt enn.“ - egm Aron Einar Gunnarsson: Ekki tilbúinn fyrir bandið ÁNÆGÐUR Aron Einar vill nýjan samning við Coventry. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI „Ég ætla ekkert að hrauna neitt yfir þjálfarann og kenna honum um þetta, Mig lang- ar að segja svo margt en verð að vera skynsamur. Við þurfum bara að halda áfram að reyna að gera okkar besta,“ segir Eyjólfur Héð- insson, leikmaður GAIS, en hann hefur eins og hinir Íslendingarnir hjá félaginu verið úti í kuldanum og spilað aukahlutverk hjá sænska liðinu á þessu tímabili. Eyjólfur gekk til liðs við GAIS frá Fylki árið 2007 en síðasta haust keypti félagið þrjá aðra Íslendinga; Hallgrím Jónasson frá Keflavík og þá Guðjón Baldvinsson og Guð- mund Reyni Gunnarsson frá KR. Sá síðastnefndi hefur nú verið lán- aður aftur til KR og verður lögleg- ur með liðinu hinn 15. júlí. Engum íslensku leikmannanna hefur tekist að vinna sér inn sæti í liðinu. „Eins og er þá eru 27 leik- menn á æfingum, ég hef aldrei á ævi minni æft í jafn fjölmennum hópi. Þetta er í raun algjör vitl- eysa. Það er bara pláss fyrir ell- efu í byrjunarliðinu svo sextán manns þurfa að sætta sig við að vera utan þess,“ segir Eyjólfur, sem hefur verið notaður sem vara- maður á tímabilinu eftir að hafa spilað reglulega með liðinu tímabilið á undan. „Ég er bara allt- af á bekknum sem stendur. Ef ég hef síðan fengið að byrja þá hefur það verið vegna þess að einhver af miðjumönn- unum hefur verið meiddur eða í leikbanni. Ég hef ekki verið að slá einhverja út úr liðinu, bara verið að fylla upp í,“ segir Eyjólfur. Meiðsli hafa verið að hrjá þá Guðjón og Hallgrím. Guðjón hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur en Hallgrímur er að snúa aftur eftir að hafa verið á meiðsla- listanum frá janúar og fram í júní. „Haddi er bara nýfarinn af stað og hann er ekkert mjög langt frá því að komast í liðið,“ segir Eyjólfur en hann segir að stöðugleika skorti hjá félaginu. Ekki góð fyrirheit „Ég hef verið með þrjá þjálfara hérna á tveimur árum. Með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur og nýir leikmenn. Ég er búinn að vera hérna í rúm tvö ár og af þessum 27 sem eru að æfa með liðinu núna eru bara fimm sem hafa verið leng- ur hér en ég. Það gefur ekki góð fyrirheit ef það er verið að skipta svona mikið um leikmenn. Þetta er mikil bar- átta,“ segir Eyjólfur. Þ egar þret tá n umferðir eru búnar af sænsku úrvals- deildinni er GAIS í fimm tánda og næst- neðsta sæti með ell- efu stig, þrem- ur stigum á eftir Djur - gården s e m e r sæti ofar. Alexand- er Axén er þjálf- ari liðs- ins en hann tók v ið stjórnar- taumunum í desember í fyrra, eftir að allir Íslendingarnir höfðu verið fengnir til liðsins. Þrátt fyrir dap- urt gengi á tímabilinu virðist Axén hræddur við að gera breytingar á liðinu og er lítið að gefa leikmönn- um tækifæri. Verður að sýna þolinmæði „Það er alveg rétt að mér finnst það mjög sérstakt hve lítið hann breytir liðinu. Það er komin þvílík pressa á hann vegna þess hve illa gengur og ljóst að það verður eitt- hvað að fara að gerast. Fjölmiðlar hérna tala um að sæti hans sé orðið mjög heitt. Við erum í fimmtánda sæti en erum með of gott lið til að vera þar,“ segir Eyjólfur. „Það var eytt talsverðum fjárhæðum í liðið fyrir tímabilið svo þessi staða er langt undir væntingum.“ Umræða var uppi um að sameina GAIS öðrum félögum í Gautaborg en sú hugmynd hefur nú algjörlega verið slegin út af borðinu. Eyjólfur segist ekki vera farinn að hugsa sér til hreyfings en viður- kennir að það geti breyst ef ástand- ið haldist óbreytt. „Ég var ekki of hress með gang mála í vor. Maður verður að sýna þolinmæði líka og líta í eigin barm, það þýðir ekkert annað en reyna að standa sig betur og sýna á æfingum og vellinum að maður eigi heima í liðinu. Ég er ekkert hættur, ég mun gefa þessu meiri tíma. Ef það fer ekkert að gerast næstu vikur eða mánuði fer maður samt kannski að líta í kringum sig,“ segir Eyjólfur Héð- insson. elvargeir@365.is Íslendingarnir hjá GAIS í kuldanum Íslendingaliðið GAIS hefur varla staðið undir nafni sem Íslendingalið á þessari leiktíð. Tækifæri þeirra fjögurra Íslendinga sem eru á mála hjá félaginu hafa verið af skornum skammti þrátt fyrir dapurt gengi. ÍSLENDINGARNIR HJÁ GAIS Fjöldi leikja eftir 13 umferðir Eyjólfur Héðinsson: 11 leikir - 3 í byrjunarliðinu Guðjón Baldvinsson: 5 leikir - 0 í byrjunarliðinu Guðmundur Reynir Gunnarsson: 4 leikir - 2 í byrjunarliðinu Guðjón Baldvinsson: 2 leikir - 0 í byrjunarliðinu VIÐ UNDIRSKRIFTINA Guðjón, Hallgrímur og Guðmundur kynntir til leiks við komuna til félagsins. MYND/HEIMASÍÐA GAIS EYJÓLFUR HÉÐINSSON er fastur á bekknum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.