Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 57

Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 57
LAUGARDAGUR 11. júlí 2009 33 FÓTBOLTI Knattspyrnustjórinn lit- ríki José Mourinho hjá Ítalíumeist- urum Inter talar tæpitungulaust í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag og viðurkennir að eins og stað- an sé í dag muni Inter ekki vinna Meistaradeildina á næstu leiktíð. Hann kvartar jafnframt yfir því að hafa of stóran leikmannahóp þegar undirbúningstímabilið sé að byrja. „Það er alls ekki jákvætt að vera með þrjátíu leikmenn í aðal- liðinu. Hugmyndin var að fá fjóra nýja leikmenn inn í sumar og að við myndum losa okkur við átta leikmenn í staðinn en það hefur ekki gengið upp hingað til. Okkur vantar enn miðvörð og sóknarmiðjumann. Fjórir leikmenn hafa farið frá okkur, þar af þrír með lausan samn- ing og einn á láni, og við erum því ekki að fá neina peninga í kassann. Ég er ekki að gagnrýna forráðamenn félagsins því ég veit að þetta eru erfiðir tímar, efnahagslega séð. Það er því áfram ákveðinn getumunur á okkur og bestu liðum Evrópu en þetta verður að duga eins og er. Við getum unnið áfram með þennan leikmanna- hóp en ég er enginn kraftaverkamaður. Ég er hvorki Merlin né Harry Potter,“ segir Mourinho í samtali við Gazzetta dello Sport. Mourinho getur þó glaðst yfir því að framherjinn Zlatan Ibra- himovic svaraði spurningum blaða- manna í gær á kynningarfundi fyrir komandi tímabil, sem hald- inn var á æfingasvæði félagsins í Appiano í útjaðri Mílanóborg- ar, en kappinn kvaðst þar vera ánægður hjá félaginu. „Ég er bara mjög ánægður með að vera hérna í Appiano. Ég hef vissulega fylgst með dagblöðunum síð- ustu vikur en hef ekki séð neitt áhugavert eða neitt sem vit er í. Það sem gerist gerist bara en ég er ánægður með að vera hérna. Ég er jafn ánægður núna hjá Inter og daginn sem ég skrif- aði undir samning við félagið,“ segir Ibrahimovic. - óþ Mourinho er hóflega bjartsýnn fyrir næsta tímabil: Er ekki Harry Potter MOURINHO Er spar á fullyrðingarnar fyrir komandi tímabil. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Markvörðurinn Manuel Almunia skýtur föstum skotum að forráðamönnum Arsenal þegar hann gagnrýnir kaupstefnu félagsins um að fá bara unga og efnilega leikmenn í stað reyndari leikmanna og segir það ástæðu þess að félagið vinni ekki titla. „Það er vissulega gott og bless- að að vera með ungt og efni- legt lið en titlar eru ekki unnir þannig. Til þess að taka skrefið lengra þurfa menn að vera til- búnir í stóru leikjunum og við þurfum meiri reynslu til þess að vera samkeppnishæfir við önnur félög,“ er haft eftir Almunia í breska götublaðinu The Sun. - óþ Manuel Almunia, Arsenal: Vinnum ekki með krökkum HLÚÐ AÐ ÆSKUNNI Wenger hefur sett saman efnilegt lið hjá Arsenal. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Stórstjarnan Dwyane Wade hjá Miami Heat vísar á bug sögusögnum um að honum og Pat Riley, forseta félagsins, komi ekki saman. Wade sendi stjórn félagsins skýr skilaboð í fjölmiðlum þegar hann sagði að styrkja þyrfti leik- mannahópinn til muna við fyrsta tækifæri og fleiri stór nöfn vant- aði til félagsins. En Riley svaraði honum með því að segja að Wade þyrfti fyrst að framlengja samn- ing sinn við Miami, sem rennur út eftir komandi tímabil, áður en hægt væri að raða stjörnuleik- mönnum í kringum hann. „Við Riley erum í sama liði og viljum sömu hlutina. Við erum bara í ólíkum stöðum hjá félaginu og það er allt og sumt. Þetta er enginn ágreiningur,“ segir Wade í samtali við Miami Herald. - óþ Dwyane Wade, Miami Heat: Riley vill sömu hluti og ég 50% Ódýrt úr nammibarnum á LAUGARDÖGUM Tilboðið gildir aðeins á laugardögum Tilboðið gildir aðeins á laugardögum FÓTBOLTI Sævar Þór Gíslason hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum með Selfyssingum í 1. deildinni. Hann hefur meðal annars skorað átta mörk í síðustu þremur leikj- um, sem hafa skilað Selfyssingum sjö stigum og séð til þess að liðið er enn í efsta sæti deildarinnar. Sævar Þór var jafnvel að hugsa um að hætta fyrir tímabilið en ákvað að halda áfram. Það gekk hins vegar lítið að skora í maí. „Hinir strákarnir byrjuðu að skora í fyrstu leikjunum og svo fóru þeir eitthvað að skjóta á mig og þá fór ég að setja hann,“ sagði Sævar Þór í léttum tón. Sævar Þór lék ekki fyrsta leik mótsins og náði síðan ekki að skora í næstu þrem- ur leikjum. „Maður fékk aðeins að heyra það hvort maður væri hættur og hvort ég væri búinn að týna marka- nefinu,“ segir Sævar, sem hefur síðan skorað 11 mörk í 6 leikjum. „Mörkin hafa oft dreifst meira á leikina hjá mér en þetta er mjög skemmtilegt. Á meðan við erum að hala inn stig er maður ánægður,“ segir Sævar. Vinnan gengur fyrir Mörgum þótti það skrýtin ákvörð- un þegar Sævar Þór ákvað að hætta að spila í úrvalsdeildinni og skipti yfir í þá 2. deildarlið Sel- foss. „Ég fékk heldur betur að heyra það þegar ég fór. Ég álít hins vegar að vinnan gangi fyrir, en ég fékk vinnu í mínum heimabæ. Ég fór í aðgerð þetta ár sem ég ákvað að fara yfir til Selfoss. Svo voru Fylkismenn byrjaðir að æfa en ég mátti ekki æfa vegna meiðslanna. Ég heyrði ekkert í þjálfaranum og það virtist enginn áhugi á að semja við mig þannig að ég fór bara að spila með Selfossi,“ segir Sævar og hver veit nema hann eigi eftir að spila aftur í efstu deild – með Selfossi. „Það væri algjör draumur að spila með Selfossi í efstu deild en við erum með fæturna á jörðinni. Þetta er ný staða hjá okkur því við höfum aldrei verið á toppnum. ÍBV var á toppnum allt síðasta sumar þannig að þetta er nýtt fyrir okkur og bara gaman,“ segir Sævar. Sævar þakkar félög- um sínum í Selfosslið- inu fyrir hjálpina og þá sérstaklega Arilíusi Marteinssyni sem leikur við hlið hans í fram- línunni. „Við misstum Viðar til ÍBV en það kom annar strákur inn, Arilíus. Hann var frammi með mér 2007 þegar Viðar var bara á bekknum en það skiptist síðan árið eftir. Hann þekk- ir þetta allt og er búinn að eiga stóran þátt í þess- um mörkum. Ég veit ekki hvað hann hefur gefið margar stoðsend- ingar á mig og hann er að hjálpa mér mjög mikið. M aðu r er oftast með tvo varnar- menn á sér og þá losnar um hann. Hann er mjög skapandi spilari,“ segir Sævar. Sævar Þ ór hefur nú skorað 11 síðustu deild- armörk Selfoss- liðsins og hefur enginn annar leik- maður skorað fyrir liðið síðustu 514 mínútur. Síðastur til að skora á undan Sævari var Agnar Bragi Magnússon, sem kom liðinu í 1-0 á móti Víkingi úr Ólafsvík 5. júní síðastliðinn. „Það var einhver að segja mér að þetta gæti verið Íslandsmet,“ segir Sævar. Það hefur ekki feng- ist staðfest en er líklegt. Klaufaskapur að fara ekki upp Selfyssingar voru á leiðinni upp í úrvalsdeildina síðasta sumar en misstu Stjörnumenn upp fyrir sig á lokasprettinum. „Við gáfum eftir í blálokin í fyrra. Það var leiðinda klaufa- skapur að komast ekki upp. Þetta var eins og margir þjálfarar segja, að það hafi verið ákveðið reynslu- leysi í hópnum, og menn læra af reynslunni. Það er vonandi að við höfum lært af þessu í fyrra,“ segir Sævar, sem er ekkert að missa sig yfir góðri stöðu liðsins í dag. „Við erum ekkert farnir að tala um það ennþá að komast upp í Pepsi-deildina enda mótið rétt að verða hálfnað. Það er frábær upp- gangur á Selfossi og við ætluðum okkur að ná stöðugleika í deild- inni. Það er alltaf talað um að annað árið sé svo erfitt. Við erum með ákveðin markmið, að ná viss- um stigafjölda, og þegar við náum því setjum við okkur ný markmið,“ segir Sævar Þór. Gulli er mjög heppinn Gunnlaugur Jónsson tók við þjálf- un Selfoss fyrir þetta tímabil en Zoran Miljkovic var með liðið í fyrra. „Zoran gerði heilmikið og Gulli tekur við góðu búi. Hann hefur viðhaldið því og bætt við og það var mjög jákvætt að fá hann til Selfoss,“ segir Sævar og bætir við: „Gulli er mjög heppinn að hafa komið inn í svona umhverfi. Hann er ofan af Skaga þar sem lífið er fótbolti og eigum við ekki að segja að það fari að vera þannig á Sel- fossi,“ segir Sævar. ooj@frettabladid.is SPURÐUR AÐ ÞVÍ HVORT ÉG VÆRI BÚINN AÐ TÝNA MARKANEFINU Sævar Þór hefur skorað ellefu síðustu mörk Selfoss í 1. deildinni og séð til þess öðrum fremur að liðið situr í toppsætinu. Einhverjir voru þó farnir að stríða honum þegar hann skoraði ekki í fyrstu umferðunum. MARKAHÆSTUR Sævar Þór Gíslason er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í sumar en hann hefur skorað 48 mörk í 46 deildarleikjum með Selfossi undan- farin þrjú sumur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.