Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 62
38 11. júlí 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. mælieining á spennu rafstraums,
6. frá, 8. ílát, 9. óvild, 11. golfáhald,
12. lítið barn, 14. rithöfundur, 16.
kusk, 17. spil, 18. munda, 20. tveir
eins, 21. högg.
LÓÐRÉTT
1. innsigli, 3. kúgun, 4. nennuleysi, 5.
þrí, 7. pest, 10. áþekk, 13. hamingja,
15. ryk, 16. umrót, 19. tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. volt, 6. af, 8. ker, 9. kal,
11. tí, 12. kríli, 14. skáld, 16. ló, 17.
níu, 18. ota, 20. ff, 21. stuð.
LÓÐRÉTT: 1. lakk, 3. ok, 4. letilíf, 5.
trí, 7. farsótt, 10. lík, 13. lán, 15. duft,
16. los, 19. au.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 News of the World.
2 Heimur hafsins.
3 Vigdísi Grímsdóttur.
Þóra Jónsdóttir tölvunar-
fræðingur
Aldur: 54
Starf: Tölvunarfræðingur er
mitt aðalstarf en þess utan sé
ég um rafræna viðhaldsbók fyrir
húseigendur.
Fjölskylda: Ég á mann og þrjú
uppkomin börn.
Búseta: Reykjavík.
Stjörnumerki: Ég er steingeit.
Gleðigjafinn og götulistamaðurinn Jójó
gerði sér lítið fyrir og dröslaði píanóinu
sínu niður í Austurstræti en þar er hann
jafnan með gítarinn sinn og spilar fyrir
vegfarendur.
„Já, ég spila líka á píanó. Roland-
rafmagnspíanó,“ segir Jójó og dásamar
tíðina. Segir sumarið hafa verið dásam-
legt. Hann verður þess ekki var að fólk
hengi haus þó efnahagsástandið sé eins og
það er. „Alls ekki,“ segir Jójó telur ekk-
ert vinnast nema með brosi á vör. Hann
grínast og syngur fyrir þá sem eiga leið
um Austurstrætið. Þar hefur hann verið
árum saman og er með puttann á púls-
inum. Sennilega meira að marka Jójó en
allar tölur frá Hagstofunni eða Leifsstöð
samanlagt. Aldrei hafa verið fleiri túr-
istar í Reykjavík en nú að sögn Jójós sem
hefur árum saman haft viðurværi sitt
af því að skemmta vegfarendum. Gítar-
taskan er opin og hatturinn. Þar klingja
nú einkum evrur. „Já, mikið af því. Ein-
hverjir dollarar. Danir eru gjafmildir og
Norsarar. Lítið um Svía en Litháar koma
hérna, mikið er um Ítali, Þjóðverja og
Hollendinga. Og Kanadamenn auk þess
sem Japanir og Kínverjar eru alltaf inni á
milli með myndavélarnar. Þeim finnst ég
vera voðalega myndarlegur.“ Jójó merkir
breytingu á túristum þannig að ekki er
eins mikið af partýljónum sem mæta til
landsins og venjulega.
Þetta er venjulegt fólk sem kemur til að
skoða. Venjulega er borgin dauð frá fjög-
ur en nú er miðbærinn fullur af fólki frá
fjögur til tíu á kvöldin – sem spásserar um
og borðar á veitingastöðunum. Þetta eru
túristar.
- jbg
Evrur klingja einkum í hatti Jójós
ALDREI FLEIRI TÚRISTAR Í REYKJAVÍK Jójó er með puttann
á púlsinum og hann segir aldrei hafa fleiri túristar verið í
Reykjavík og nú. Og ætti að vita það. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég var þarna fyrir tveimur vikum,
drakk í mig umhverfið og stemn-
inguna, svona þrjátíu til fjörutíu
árum seinna,“ segir Jón Ólafsson,
tónlistarmaður með meiru. Hann
var nýverið í smáríkinu Lúxem-
borg, á slóðum Vilhjálms Vil-
hjálmssonar, einhvers ástsælasta
söngvara íslensku þjóðarinnar.
Fréttablaðið greindi frá því fyrir
margt löngu að Jón hefði verið
fenginn til að skrifa ævisögu Vil-
hjálms og síðan í febrúar hefur
hann eiginlega verið á útopnu að
viða að sér heimildum. Hann er
nú loks byrjaður að skrifa enda er
stefnt að því að gefa bókina út fyrir
jól. „Ég held að ég hafi örugglega
talað við vel yfir hundrað manns.
Sennilega gæti ég talað við fólk
sem kannaðist við Vilhjálm til
æviloka en þá kæmi þessi bók
aldrei út.“
Jón segir Vilhjálm hafi
kynnst gríðarlegum fjölda
fólks, hann hafi víða sáð fræj-
um og haft mikil áhrif á fólk.
„Og auðvitað hefur
sitthvað komið upp
úr dúrnum sem
ég vissi ekki. Vil-
hjálmur var auð-
vitað bara mann-
eskja, breysk
eins og við hin
og það skiptust
svo sannarlega
á skin og skúrir
í hans lífi,“ segir Jón, sem bjóst
ekki við því að heimildar-
vinnan yrði jafn viðamik-
il og raun ber vitni. „Nei,
það er alveg á hreinu. Bara
að ná í skottið á öllum þess-
um flugmönnum sem þekktu
Vilhjálm getur verið þrautin
þyngri. Mennirnir eru auðvitað
minnst heima hjá sér. Ég verð að
sæta færis þegar þeir eru í landi
því fyrr en varir eru þeir horfn-
ir til Hong Kong eða þaðan af
lengra.“ Jón segir að bókin eigi
eftir að koma á óvart, margt hafi
aldrei komið upp á yfirborð-
ið og þá prýði bókina myndir
sem aldrei hafi áður birst á
prenti.
Jón Ólafs á slóðum Villa í Lúxemborg
VINAMARGUR Jón segir
Vilhjálm hafa haft ótrúlega
mikil áhrif á fólk í kring-
um sig en hann hefur
rætt við yfir hundrað
manns í tengslum
við ævisögu
söngvarans.
„Þetta er Macbook Pro. Öll tón-
listin mín er í henni og hún nýt-
ist engum öðrum en mér. Svo er
hún líka læst þannig að þeir kom-
ast ekkert inn í hana,“ segir Jón
Atli Jónsson, plötusnúður og tón-
listarmaður. Jón Atli er kominn í
hóp lánlausra Íslendinga sem hafa
orðið fyrir barðinu á tölvuþjófum
en tölvunni hans var stolið úr bíl
hans, af gerðinni Volkswagen Golf,
sem stóð mannlaus í Nauthólsvík.
„Þeir brutu rúðuna og hirtu hana.
Þetta er öll tónlistin sem ég nota
sem plötusnúðurinn Sexy laser, en
hann er ekki mikið „sexy“ núna,
án tónlistarinnar.“ Jón Atli hefur
kært þjófnaðinn til lögreglunnar
og var búinn að hringja í trygg-
ingarfélagið sitt. „Ég er hins
vegar alveg reiðu búinn að greiða
fundarlaun ef tölvan skyldi verða
á vegi einhvers sem vildi koma
henni í hendurnar á réttmætum
eiganda.“ Mikið hefur verið skrif-
að og fjallað um innbrotafarald-
ur á höfuðborgarsvæðinu síðan
bankakreppan reið yfir. Stefán
Eiríksson, lögreglustjóri í Reykja-
vík, sagðist ekki hafa tölurnar á
hreinu en viðurkenndi að auðg-
unarbrotum væri alltaf að fjölga.
„Þetta kemur alveg skýrt fram í
mánaðarlegri tölfræði frá okkur.
Við viljum bara brýna fyrir fólki,
enn og aftur, að skilja ekki verð-
mæti eftir í bílum því sá staður
er sá einfaldasti fyrir þjófa að
brjótast inn í, þar er bara ein rúða
sem skilur á milli,“ segir Stefán
og bætir því við að honum þyki
það undarlegt hversu auðvelt það
er fyrir þjófana að koma góssinu
í verð. „Þetta er auðvitað nokk-
uð sem þarf að skoða; það virð-
ist vera þýfismarkaður þar sem
menn geta keypt illa fengna hluti
á ótrúlega lágu verði.“
Undir þetta tekur Friðrik Smári
Björgvinsson, yfirmaður rann-
sóknardeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Fólk eigi
að sýna meiri aðgæslu þegar það
yfirgefi bílana sína, það eigi alls
ekki að skilja eftir verðmæti sem
auðvelt sé að koma í verð eins og
síma, tölvur og tónhlöður. „Inn-
brotum og þjófnuðum hefur fjölg-
að töluvert frá því um seinnipart
síðasta árs og það hefur haldist
nokkur stöðugleiki í þeim fjölda.
Hins vegar hefur dregið aðeins úr
þessu nú í sumar. En það er tals-
vert meira um innbrot núna en á
sama tíma fyrir ári.“ Friðrik segir
lögregluna alltaf vera að leggja
hald á góss, það finnist stund-
um á víðavangi eða í húsleitum í
tengslum við önnur mál. Fórnar-
lömb þjófa skyldu þó ekki hafa of
miklar væntingar.
freyrgigja@frettabladid.is
JÓN ATLI: TÖLVUNNI STOLIÐ Í NAUTHÓLSVÍK
Bíllinn besti staðurinn fyrir
þjófa að mati lögreglu
GÖGNIN VEL LÆST Á tölvu Jóns Atla eru mikilvæg gögn fyrir hann sem plötusnúð en þau eru læst og gagnast öðrum því ekki.
Hann er tilbúinn til þess að greiða fundarlaun finni tölvuna einhver sem vill koma henni til réttmæts eiganda.
Eiríkur Örn Norðdahl
gæti talist kynlegur
kvistur því samhliða því að
vera einhver helstur upp-
reisnarseggur innan
bókmenntageirans
og vilja rugga
bátum er hann
jafnframt nokkuð
viðurkenndur sem rithöfundur,
þýðandi og ljóðskáld. Sem skýrist
kannski af því að það er nánast lært
atferli innan lista og viðurkennt að
vera uppreisnargjarn. En það hlýtur
að teljast viðurkenning í því fólgin
fyrir Eirík Örn að hann kemur nú
fram á The Scream Literary Festival
annað árið í röð. Hátíðin fer fram í
Toronto í Kanada, dagana 2. til 13.
júlí, og les Eiríkur síðasta daginn
á viðburði sem nefnist Scream in
High Park. Meðal annarra þátt-
takenda á hátíðinni eru Oana
Avasilichioaei, Wakefield Brewster,
Margaret Christakos og Peter Cullen
svo einhverjir séu nefndir.
Hjálmtýr Heiðdal er
formaður félags kvik-
myndagerðarmanna og
hann las sér til ánægju
mola í blaðinu í gær
þess efnis að Þór-
hallur Gunnarsson
dagskrárstjóri á RÚV
ætli að leggja meg-
ináherslu á íslenskar
heimildarmyndir í vetrardagskránni.
En jafnframt nokkurrar furðu því
reynsla hans og annarra kollega er
að sögn fremur sú að þeir hafi farið
bónleiðir til búðar eftir að hafa
reynt að selja Þórhalli svo sem eins
og eina heimildarmynd.
Fréttablaðið greindi í gær frá því
að Helgi Björnsson rokkhundur
ætlaði að halda tónleika í gær-
kveldi samhliða því að halda upp
á afmæli sitt í Valhöll. Þau áform
tóku hins vegar óvænta stefnu
síðdegis í gær en þá spurðist að
Valhöll, þessi fornfrægi
staður, væri í björtu báli.
Þegar þetta er ritað er
ekki vitað hvernig Helgi
hélt upp á afmæli sitt
en Helgi er þekktur
stemmningsmaður
og ekki í vandræðum
með að hrista fram
úr erminni gigg með
skömmum fyrirvara.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
250
ÓKEYPIS
KROSSGÁTUR
NÝ GÁTA
Í HVERRI VIKU