Fréttablaðið - 11.07.2009, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Júlíu Margrétar
Alexandersdóttur
Í dag er laugardagurinn 11. júlí
2009, 192. dagur ársins.
3.30 13.33 23.34
2.40 13.18 23.53
fréttir
fylgja Fréttablaðinu í dag
Sjálfhælni er skemmtilegt orð og lýsir því hvernig maður getur í
tíma og ótíma hælt sjálfum sér í
eyru annarra. Sjálfri finnst mér
gaman að monta mig af þrifum og
bakstri. Finnst ekkert leiðinlegt
að segja fóllki frá því að ég hafi
nú hent í eina franska súkkulaði-
köku rétt áður en ég bakaði brauðið
mitt, sem var eftir að ég tók eldhús-
skápana í gegn.
KUNNINGI minn byrjar allar
setningar nokkurn veginn á þessa
leið. „Sko, þegar ég bjó í París …“
og botnar frásagnir sínar með því
hvernig Frakkar séu vanir að gera
hlutina, hvað mataræði þeirra sé
stórkostlega vel samsett, hvað þeir
eru smart og ótrúlega miklu æðis-
legri en við Íslendingar. Einhvern
veginn skal honum, í öllum sam-
ræðum, takast það að troða því inn
strax í byrjun að hafa eitt sinn búið
í Frakkland – sama hvað um er rætt
– og leggja út frá dvöl sinni þar.
KONA á besta aldri er málkunn-
ug nokkrum listamönnum og rit-
höfundum hér í bæ. Henni finnst
það dýrmætt að hafa farið í gegn-
um daginn og nikkað til Sjóns eða
Huldu Hákon. Hennar list er sú
að koma því svo að í samtali við
aðra að hún hafi einmitt verið að
ræða við Einar Má Guðmundsson
– RITHÖFUND – úti á horni í dag.
Í þessu er mikilvægt að greina frá
fullu nafni og starfsgreina við-
komandi sem greint er frá. Spurn-
ing hvort sagt væri frá Jóa pípara
á sama stað: „Var einmitt að ræða
við Jóhann Guðlaugsson pípulagn-
ingamann og hann sagði …“
KONA, sem er hagleikskona mikil
í sjálfhælni, leiðir fólk reglulega
í allan sannleik um það hve aum-
ingjagóð hún er. Hún hefur að
eigin sögn aldrei sett það fyrir sig
að hjálpa „þessu“ sem á það svona
bágt – og ber rónum og flóttamönn-
um fyrir sig eins og auglýsinga-
spjaldi og veifar söfnunarbauknum
fyrir ofan. Sjálf á hún bróður sem
hefur lamið eiginkonu sína eins
og harðfisk í mörg ár og um leið
og hún gengur í „hóp gegn ofbeldi
gegn konum“ á Facebook horfir hún
fram hjá ofbeldinu í næsta garði.
SJÁLFHÆLNI hefur öðlast nýja
vængi í því nýja þorpi sem 60.000
Íslendingar hafa nú gengið til liðs
við – Facebook. Þar getur þjóðin
iðkað íþróttina á hverjum degi og
sett montið fram á margvíslegan
hátt – lúmskt og ólúmskt og sagt
frá öllu því stórfenglega sem gert
var þann daginn. Júlía Margrét
Alexandersdóttir – hvað þarf marg-
ar eggjarauður aftur í Toblerone-
ísinn?
Mont og
metingur