Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 11.07.2009, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexandersdóttur Í dag er laugardagurinn 11. júlí 2009, 192. dagur ársins. 3.30 13.33 23.34 2.40 13.18 23.53 fréttir fylgja Fréttablaðinu í dag Sjálfhælni er skemmtilegt orð og lýsir því hvernig maður getur í tíma og ótíma hælt sjálfum sér í eyru annarra. Sjálfri finnst mér gaman að monta mig af þrifum og bakstri. Finnst ekkert leiðinlegt að segja fóllki frá því að ég hafi nú hent í eina franska súkkulaði- köku rétt áður en ég bakaði brauðið mitt, sem var eftir að ég tók eldhús- skápana í gegn. KUNNINGI minn byrjar allar setningar nokkurn veginn á þessa leið. „Sko, þegar ég bjó í París …“ og botnar frásagnir sínar með því hvernig Frakkar séu vanir að gera hlutina, hvað mataræði þeirra sé stórkostlega vel samsett, hvað þeir eru smart og ótrúlega miklu æðis- legri en við Íslendingar. Einhvern veginn skal honum, í öllum sam- ræðum, takast það að troða því inn strax í byrjun að hafa eitt sinn búið í Frakkland – sama hvað um er rætt – og leggja út frá dvöl sinni þar. KONA á besta aldri er málkunn- ug nokkrum listamönnum og rit- höfundum hér í bæ. Henni finnst það dýrmætt að hafa farið í gegn- um daginn og nikkað til Sjóns eða Huldu Hákon. Hennar list er sú að koma því svo að í samtali við aðra að hún hafi einmitt verið að ræða við Einar Má Guðmundsson – RITHÖFUND – úti á horni í dag. Í þessu er mikilvægt að greina frá fullu nafni og starfsgreina við- komandi sem greint er frá. Spurn- ing hvort sagt væri frá Jóa pípara á sama stað: „Var einmitt að ræða við Jóhann Guðlaugsson pípulagn- ingamann og hann sagði …“ KONA, sem er hagleikskona mikil í sjálfhælni, leiðir fólk reglulega í allan sannleik um það hve aum- ingjagóð hún er. Hún hefur að eigin sögn aldrei sett það fyrir sig að hjálpa „þessu“ sem á það svona bágt – og ber rónum og flóttamönn- um fyrir sig eins og auglýsinga- spjaldi og veifar söfnunarbauknum fyrir ofan. Sjálf á hún bróður sem hefur lamið eiginkonu sína eins og harðfisk í mörg ár og um leið og hún gengur í „hóp gegn ofbeldi gegn konum“ á Facebook horfir hún fram hjá ofbeldinu í næsta garði. SJÁLFHÆLNI hefur öðlast nýja vængi í því nýja þorpi sem 60.000 Íslendingar hafa nú gengið til liðs við – Facebook. Þar getur þjóðin iðkað íþróttina á hverjum degi og sett montið fram á margvíslegan hátt – lúmskt og ólúmskt og sagt frá öllu því stórfenglega sem gert var þann daginn. Júlía Margrét Alexandersdóttir – hvað þarf marg- ar eggjarauður aftur í Toblerone- ísinn? Mont og metingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.